Vel heppnað Viðskiptaþing 2019

Húsfyllir var á Viðskiptaþingi sem haldið var í síðustu viku. Yfirskrift þingsins var: „Skyggni nánast ekkert – forysta í heimi óvissu.“ Á þinginu var horft til þeirra áskorana sem mæta leiðtogum á tímum óvissu, þegar óvissa ríkir meira að segja um óvissuna sjálfa.

Á þinginu fjölluðu Paul Polman, sem nýlega lét af störfum sem forstjóri Unilever, og Valerie G. Keller, forstjóri Beacon Institute um þær áskoranir sem viðskiptalífið um allan heim þarf að takast á við í heimi óvissu. Aðrir ræðumenn voru Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs Íslands, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Margrét Pála Ólafsdóttir, höfundur Hjallastefnunnar. Auk þeirra fluttu fjórir ráðherrar örhugvekju um áskoranir leiðtoga á óvissutímum. Meðfylgjandi er myndaalbúm og myndbönd af þinginu. Fyrirlestrarnir sjálfir verða aðgengilegir jafnt og þétt næstu daga á miðlunarsíðum Viðskiptaráðs.

Myndaalbúm

Samantekt á myndbandi

Skyggni nánast ekkert - Forysta í heimi óvissu

Upphitun Bergs Ebba

Áttaviti leiðtogans - Ráðherraspjall

Tengt efni

Umsagnir

Viðspyrna forsenda velferðar

Í ljósi þess hve mikið er í húfi, einkum vegna atvinnuleysis á „biblískum skala“ ...
28. apr 2020
Greinar

Hikum ekki

Í núverandi ástandi er ómögulegt að vita fyrir víst hvaða ákvarðanir munu ...
20. mar 2020
Greinar

Bjart yfir Svörtuloftum

Fyrir utan að sviðsmyndir bankans endurspegla óvissuna illa með því að vera á ...
27. mar 2020