Samkeppnishæfni Íslands árið 2016

Kynning Björns Brynjúlfs Björnssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs, frá fundi um niðurstöður alþjóðlegar úttektar IMD viðskiptaháskólans á samkeppnishæfni þjóða er nú aðgengileg hér á vefnum. 

Kynninguna má nálgast hér

Í erindi Björns kom m.a. eftirfarandi fram:

  • Ísland þokast upp á við á listanum og situr nú í 23. sæti en stendur Skandinavíu enn að baki.
  • Sé útkoma Íslands skoðuð út frá fjórum meginþáttum úttektarinnar má sjá bætingu á efnahagslegri frammistöðu, skilvirkni hins opinbera og atvinnulífs. Hins vegar stendur Ísland sig verr en fyrri ár hvað samfélagslega innviði varðar.
  • Hagvísar sem snúa að höfuðborginni og sveitastjórnum gefa til kynna að við höfum sterka stöðu þegar kemur að orku og vatni. Hins vegar er árangur grunnskólastigsins lakur, atvinnustefna borgarinnar gæti verið sterkari og veikleika er að finna í leiguverði íbúða ásamt fasteignasköttum.

Tengt efni

Norðurlöndin með mikilvægari viðskiptalöndum Íslands

Danmörk, Noregur og Svíþjóð stóðu undir 13,9% af heildarutanríkisverslun Íslands ...
8. des 2022

Katrín Olga: Þarf samstöðu og vilja til að laga kynjahallann

Í ávarpi sínu á Viðskiptaþingi fór Katrín Olga Jóhannesdóttir, fráfarandi ...
13. feb 2020

Framsögufólk Viðskiptaþings kynnt til leiks

Hulunni hefur nú verið svipt af framsögufólki Viðskiptaþings 2020 sem fer fram ...
27. jan 2020