Viðskiptaráð gefur reglulega út myndbönd um hin ýmsu málefni þar sem útgáfa og annað er útskýrt á 60 sekúndum. Hér er einnig að finna annað myndbandsefni ráðsins og fyrirlestra af Viðskiptaþingi, m.a.
Í nýrri umsögn um aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar fögnum við m.a. jöfnun tekjuskatts og aðgerðum í þágu nýsköpunar. Við leggjum jafnframt til markvissari stuðning við fyrirtækin í landinu með útfærslu stuðningslána sem byggir á föstum kostnaði og er í hlutfalli við tekjutap. Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, reifar málið á örum 60 sekúndum.
Loftslagsmál verða í forgrunni í Verkkeppni Viðskiptaráðs, (e. case competition). Í keppninni hafa 3-5 manna lið eina helgi til þess að mæta „Milljón tonna áskoruninni“ og svara því hvernig Ísland mætir skuldbindingum sínum samkvæmt Parísarsáttmálanum. Milljón krónur í verðlaun fyrir sigurliðið.http://www.vi.is/verkkeppni#verkkeppni
„Ekki vera klasasprengjuframleiðandi"
-Andri Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Fossum mörkuðum í Svíþjóð sló á létta strengi með alvarlegum undirtón í erindi sínu um grænar fjárfestingar. Viðskiptaþing 2020 bar yfirskriftina Á grænu ljósi - Fjárfestingar og framfarir án fótspors.
„Verum dugleg að deila okkar þekkingu og reynslu þvert á atvinnugreinar og innan atvinnugreina. Þetta er ekki samkeppnismál, það er ekkert að keppa um – við eigum bara eina jörð.“
- Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir flutti erindi sitt á Viðskiptaþingi 2020 sem bar yfirskriftina Á grænu ljósi - Fjárfestingar og framfarir án fótspors
Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir tengir heilbrigði jarðarinnar við lýðheilsu og segir frá ferð krókódílaheila síns á Búlluna m.a. Viðskiptaþing 2020 bar yfirskriftina Á grænu ljósi - Fjárfestingar og framfarir án fótspors.
Viðskiptaþing 2020 bar yfirskriftina Á grænu ljósi - fjárfestingar og framfarir án fótspors. Þingið fjallaði um það hvernig viðskiptalífið ber hitann og þungann af því að knýja fram nýsköpun og framfarir í umhverfismálum, m.a. í gegnum grænar fjárfestingar og endurhugsun á allri virðiskeðjunni .#viðskiptaþing
Í nýrri umsögn um aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar fögnum við m.a. jöfnun tekjuskatts og aðgerðum í þágu nýsköpunar. Við leggjum jafnframt til markvissari stuðning við fyrirtækin í landinu með útfærslu stuðningslána sem byggir á föstum kostnaði og er í hlutfalli við tekjutap. Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, reifar málið á örum 60 sekúndum.
Viðskiptaþing bar yfirskriftina Á grænu ljósi - Fjárfestingar og framfarir án fótspors
Heimildarmynd um sögu Viðskiptaráðs Íslands í hundrað ár. Farið yfir sögu verslunar og viðskipta á Íslandi frá 1917 til 2017 og hlutverki Viðskiptaráðs á þeirri vegferð. Leikstjórn: Baldvin Albertsson. Framleiðsla: Tjarnargatan. Framleiðslustjóri: Védís Hervör Árnadóttir. Handrit: Stefán Pálsson, Magnús Helgason. Þulur: Védís Hervör Árnadóttir.
Þórdís Jóna Sigurðardóttir, framkvæmdastýra Hjallastefnunnar fer yfir aðferðafræði og byltingarkenndar leiðir til að ná fram því besta frá starfsfólki og fjalla m.a. um vinnutímastyttingu og valdeflingu.
Viðskiptaráð Íslands er 100 ára í dag. Ótal sigrar að baki í leiðinni að frjálsari atvinnuháttum og aukinni hagsæld á Íslandi. Hér má sjá brot úr nokkrum hápunktum starfseminnar.
Í árvekniátaki Viðskiptaráðs um fjölbreytileika fjöllum við m.a. um hinsegin stjórnendur og staðalímyndir í atvinnulífinu.
Hin árlega skýrsla „The Icelandic Economy“ er nú komin út. Skýrslan er einstakt og yfirgripsmikið rit á ensku sem veitir yfirsýn yfir stöðuna í íslensku efnahagslífi og stjórnmálum ásamt horfum til framtíðar.