Höldum kosningaþenslu í lágmarki

Þrátt fyrir vaxandi jákvæðni og uppsveiflu í íslensku viðskiptalífi undanfarna mánuði eru ýmis vandamál sem enn hrjá landann. Með hækkandi hlutabréfaverði, sterkari krónu og minnkandi verðbólgu, dregur úr umræðu um þessi mál. Það er auðveldara að hunsa vandamál í fjarlægð en nánd.

Enn eru þó ýmsar athugasemdir og kvartanir sem heyrast héðan og þaðan. Vaxandi aðhald peningamálastefnunnar kemur hart niður á minni og meðalstórum fyrirtækjum í formi hækkandi fjármagnskostnaðar og útflutningsgreinum með sterkara raungengi. Jafnframt hafa áframhaldandi sveiflur í gengi krónunnar ekki verið til þess fallnar að draga úr áhuga útrásarfyrirtækja á evru eða öðrum stöðugri gjaldmiðlum.

Raddir um landflótta eða aðrar róttækar aðgerðir verða sífellt háværari. Þetta eru allt vandamál sem má tengja með beinum hætti framkvæmd og takmörkunum fjármála- og hagstjórnar landsins. Nú þegar kosningar eru í nánd er mikilvægt að skoða þessi mál í víðara samhengi. Langtímahagsmunir verða að hafa forgang á skammtímaávinning, þótt einhver atkvæði séu í húfi. Viðskiptaráð telur brýnt að halda uppi virkri umræðu í tengslum við þessi málefni enda er langtímajafnvægi í þjóðarbúskap ein af grundvallarstoðum samkeppnishæfs hagkerfis.

Til að lesa skoðunina í heild sinni, smelltu hér

Tengt efni

Hver ber ábyrgð á verðbólgunni?

Ávarp formanns Viðskiptaráðs á Peningamálafundi sem fram fór í gær, 24. nóvember ...
25. nóv 2022

Bless 2020

Það má sem sagt segja ýmislegt um þetta ár. Kannski var það öðru fremur ár ...
7. jan 2021

Fyrirtækin hluti af lausninni – ekki vandanum

Loftslagsvitund og skilningur á kolefnismörkun fyrirtækisins þarf að vera ein af ...
7. feb 2020