Skattar á skatta ofan

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögnum um tvö lagafrumvörp í tengslum við fjárlög fyrir árið 2019. Um er að ræða breytingar á ýmsum lögum og aðrar aðgerir í samræmi við forsendur fjárlaga og snúa að mestu leyti að skattkerfinu.

Í fyrri umsögninni um ýmsar aðgerðir í samræmi við forsendur fjárlaga 2019 (mál nr. 2) kemur eftirfarandi fram:

  • Heildstæð endurskoðun á tekju- og bótakerfinu með einfaldleika að markmiði er jákvæð
  • Endurskoða þarf innbyggða skattahækkun í tekjuskattskerfinu
  • Vaxtabætur ber að afnema og á móti á að lækka skattbyrði með öðrum hætti
  • Lækkun tryggingagjalds er jákvæð en gjaldið þarf að lækka enn meira

Lesa umsögn (mál nr. 2)

Í seinni umsögninni um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2019 (mál nr. 3) kemur eftirfarandi fram:

  • Krónutöluhækkanir ýta undir verðbólgu og ber því að halda undir verðbólgumarkmiði
  • Viðskiptaráð leggst gegn frekari hækkun áfengisgjalds
  • Hækkun kolefnisgjalds á að vera tekjuhlutlaus og því ber að lækka skatta sem því nemur
  • Viðskiptaráð setur stórt spurningarmerki við aukin framlög til þjóðkirkjunnar og kristnisjóðs

Lesa umsögn (mál nr. 3)

Tengt efni

Viðskiptaráð leitar að lögfræðingi

Starf lögfræðings Viðskiptaráðs er laust til umsóknar
4. mar 2023

Regluráð - sameiginlegur flötur?

Hægðarleikur ætti að vera fyrir ríkisstjórnarflokkana að bæta umhverfi ...
10. nóv 2021