Skattar á skatta ofan

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögnum um tvö lagafrumvörp í tengslum við fjárlög fyrir árið 2019. Um er að ræða breytingar á ýmsum lögum og aðrar aðgerir í samræmi við forsendur fjárlaga og snúa að mestu leyti að skattkerfinu.

Í fyrri umsögninni um ýmsar aðgerðir í samræmi við forsendur fjárlaga 2019 (mál nr. 2) kemur eftirfarandi fram:

  • Heildstæð endurskoðun á tekju- og bótakerfinu með einfaldleika að markmiði er jákvæð
  • Endurskoða þarf innbyggða skattahækkun í tekjuskattskerfinu
  • Vaxtabætur ber að afnema og á móti á að lækka skattbyrði með öðrum hætti
  • Lækkun tryggingagjalds er jákvæð en gjaldið þarf að lækka enn meira

Lesa umsögn (mál nr. 2)

Í seinni umsögninni um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2019 (mál nr. 3) kemur eftirfarandi fram:

  • Krónutöluhækkanir ýta undir verðbólgu og ber því að halda undir verðbólgumarkmiði
  • Viðskiptaráð leggst gegn frekari hækkun áfengisgjalds
  • Hækkun kolefnisgjalds á að vera tekjuhlutlaus og því ber að lækka skatta sem því nemur
  • Viðskiptaráð setur stórt spurningarmerki við aukin framlög til þjóðkirkjunnar og kristnisjóðs

Lesa umsögn (mál nr. 3)

Tengt efni

Umsagnir

Óljós atriði um hagsmunaverði

Viðskiptaráð styður markmið frumvarpsins að auka gagnsæi og efla varnir gegn ...
4. mar 2020
Umsagnir

Fjárlög 2017: of lítið aðhald

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um fjárlög ársins 2017. Ráðið gerir ...
16. des 2016
Umsagnir

Fjárlög - hagkerfið í járnum

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020 og ...
7. okt 2019