Þjóðarsjóður - eru betri leiðir færar?

Lesa umsögn

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um Þjóðarsjóð. Viðskiptaráð hefur á fyrri stigum ritað umsagnir um málefnið og lagt þar áherslu á að hugmyndin með sjóðnum sé um margt góð en haft miklar efasemdir um útfærsluna og talið að spurningum væri ósvarað. Þær efasemdir standa enn og í nýju frumvarpi og greinargerð þess fást ekki nægilega góð svör. Það helsta sem fram kemur í umsögninni er eftirfarandi:

  • Fórnarkostnaður sjóðsins er skýr: Lægri skattar og/eða meiri ríkisútgjöld
  • Fá eða engin dæmi eru um þjóðarsjóði í þeim tilgangi að mæta ófyrirséðum áföllum en traust hagstjórn og gott ytra jafnvægi þjóðarbúsins virðist nægja til að ríkið geti brugðist við þeim
  • Færa má rök fyrir því að hentugra sé að sjóðurinn sé hluti af efnahagsreikningi Seðlabanka Íslands.
  • Viðskiptaráð hefur sett fram hugmynd að Þjóðarsjóði sem væri hagkvæmari og myndi skila beittari ávinningi sem hluti af gjaldeyrisforða Seðlabankans.
  • Miða ætti við nýjasta uppgjör sjóðsins þegar kemur að ráðstöfun úr sjóðnum
  • Það skýtur skökku við að meira en ár getur liðið frá ófyrirséðu áfalli til ráðstöfunar úr sjóðnum

Viðskiptaráð leggur til að frumvarpið nái ekki fram að ganga en í staðinn verði grundvöllur þeirrar hugmyndar sem hér er lögð fram kannaður.

Lesa umsögn

Tengt efni

Greinar

Götóttur þjóðarsjóður

Stofnun þjóðarsjóðs gæti verið heillaspor ef hann er útfærður á skynsamlegan ...
12. apr 2018
Umsagnir

Góð fyrirheit en spurningum ósvarað um Þjóðarsjóð

Viðskiptaráð telur að hugmyndin um Þjóðarsjóð og upplegg hans endurspegli alltof ...
26. sep 2018
Skoðanir

Ráðstöfun úr óstofnuðum sjóði

Einni hugmynd sem varpað er fram í nýjum stjórnarsáttmála er stofnun svokallaðs ...
6. des 2017