Lagafrumvarp um stimpilgjald

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um frumvarp til laga um stimpilgjald (4. mál).

Þrátt fyrir að Viðskiptaráð sé almennt mótfallið stimpilgjöldum þá er rétt að fagna frumvarpi þessu enda um heildstæða nálgun á viðfangsefnið að ræða þar sem gangskör er gert í átt að einföldun kerfisins og aukinni skilvirkni.

Þó má nefna að fjórföldum stimpilgjalds á lögaðila vegna eignayfirfærslna er verulega brött hækkun og talsvert umfram það sem gildir í Danmörku, þaðan sem löggjöf okkar er upprunalega fengin skv. upplýsingum undirritaðs. Heppilegt væri ef nefndin myndi rýna nánar þennan þátt frumvarpsins. 

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér.

Tengt efni

Skattadagurinn 2022: Ávarp fjármála- og efnahagsráðherra

Ávarp Bjarna Benediktssonar á Skattadegi Viðskiptaráðs, Deloitte og SA, 13. ...
13. jan 2022

Nauðsynlegt að fyrirtækjum sé bættur skaði vegna sóttvarnaraðgerða

Ljóst er að þörf hefur skapast fyrir stuðning við fyriræki sem var gert að hætta ...
3. feb 2022

Minni samkeppni ekki lausn á vanda landbúnaðarins

Kjöt og ostar, bæði innlendir og innfluttir, eiga það sameiginlegt að vera vörur ...
10. des 2020