Lagafrumvarp um stimpilgjald

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um frumvarp til laga um stimpilgjald (4. mál).

Þrátt fyrir að Viðskiptaráð sé almennt mótfallið stimpilgjöldum þá er rétt að fagna frumvarpi þessu enda um heildstæða nálgun á viðfangsefnið að ræða þar sem gangskör er gert í átt að einföldun kerfisins og aukinni skilvirkni.

Þó má nefna að fjórföldum stimpilgjalds á lögaðila vegna eignayfirfærslna er verulega brött hækkun og talsvert umfram það sem gildir í Danmörku, þaðan sem löggjöf okkar er upprunalega fengin skv. upplýsingum undirritaðs. Heppilegt væri ef nefndin myndi rýna nánar þennan þátt frumvarpsins. 

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér.

Tengt efni

Minni samkeppni ekki lausn á vanda landbúnaðarins

Kjöt og ostar, bæði innlendir og innfluttir, eiga það sameiginlegt að vera vörur ...
10. des 2020

Ísland eftirbátur í beinni erlendri fjárfestingu

Erlend fjárfesting í ólíkum myndum getur haft jákvæð áhrif og aukið samkeppni á ...
17. mar 2021

Hvað þarf hið opinbera marga tekjustofna?

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi eru tekjustofnar ríkisins eftirfarandi: ...
15. nóv 2019