Viðskiptaþing 2011

Staðsetning: Hilton Reykjavík Nordica

Umfjöllunarefni Viðskiptaþings 2011 eru þau fjölbreyttu tækifæri sem byggja á grunnstoðum íslensks atvinnulífs og samhengi atvinnugreina. Breiður hópur forsvarsmanna úr atvinnulífinu mun leggja umræðunni lið og fjalla um tækifærin og hvernig einstaklingar og fyrirtæki munu nýta þau til sköpunar verðmæta.

Einnig munu forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, og formaður Viðskiptaráðs, Tómas Már Sigurðsson, flytja erindi á þinginu. Þingið verður því að þessu sinni haldið undir yfirskriftinni „Tökumst á við tækifærin - Atvinnulíf til athafna“, en samhliða þinginu verður gefin út fróðleg skýrsla um efni þess. Láttu þig ekki vanta!

Dagskrá má nálgast hér

Dagskrá Viðskiptaþings 2011

13:30   Húsið opnar   
13:45   Setning 
13:50   Ræða formanns VÍ - Tökumst á við tækifærin 
14:05   Ræða forsætisráðherra
14:20   Náttúran - Tækifæri í samhengi
14:45   Orkan - Tækifæri í samhengi
15:10   Kaffihlé
15:35   Afhending námsstyrkja Viðskiptaráðs - Mennta- og menningarmálaráðherra
15:45   Hafið - Tækifæri í samhengi
16:10   Samantekt: Atvinnulíf til athafna - Hrund Rudolfsdóttir
16:20   Spjall-tengsl-tækifæri - Léttar veitingar


Tengt efni

Lesskilningur Landverndar

Engin óvissa ríkir um efnahagslegar afleiðingar orkuskiptasviðsmyndar ...
2. mar 2023

Hraðari viðspyrna með erlendri fjárfestingu

Verulega hefur dregið úr erlendri fjárfestingu á síðustu árum og hefur ...
2. des 2020

Fyrirtækin hluti af lausninni – ekki vandanum

Loftslagsvitund og skilningur á kolefnismörkun fyrirtækisins þarf að vera ein af ...
7. feb 2020