Umræðufundur um góða stjórnarhætti

Staðsetning: Nauthóll, veitingastaður, í Fossvogi

Áhugi á góðum stjórnarháttum hefur farið vaxandi síðustu misseri. Þrátt fyrir að flestir séu sammála um að góðir stjórnarhættir og skýr ábyrgð leiði til betri langtímaárangurs er ekki sjálfgefið að fyrirtæki nái að tileinka sér breytt verklag.

Á þessum umræðufundi Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð, Háskólans í Reykjavík og Viðskiptaráðs Íslands verður kafað dýpra og svara leitað við spurningunni hvers vegna það er ekki nóg að fylgja einungis reglum og viðmiðum um góða stjórnarhætti – heldur þarf meira til. Fundurinn hefst kl. 8:45 og stendur til 10:00

Skráning þátttöku fer fram á vef Opna Háskólans í HR

Tengt efni

Já, það þarf að segja þetta. Oft.

Svanhildur Hólm skrifar um úttekt Viðskiptaráðs á umsvifum hins opinbera í ...
2. des 2021

Háskólinn í Reykjavík efstur íslenskra skóla á lista Times Higher Education

Háskólinn í Reykjavík er í efsta sæti í mati á hlutfallslegum viðmiðum ...
3. sep 2021

Upplifa kynin vinnustaðinn á ólíkan hátt?

Árleg könnun á stöðu, upplifun og líðan starfsfólks í fyrirtækjum á Íslandi þar ...
19. jan 2021