Nýir tímar og tækifæri í Frakklandi

Staðsetning: Norræna húsið

Þriðjudaginn 12. júní 2012 klukkan 8.15 - 10.00 stendur Fransk-íslenska viðskiptaráðið fyrir spennandi morgunverðarfundi í Norræna húsinu undir yfirskriftinni Nýir tímar og tækifæri í Frakklandi. Aðgangur er án endurgjalds, en boðið verður upp á café et croissants. Skráning fram til hádegis 11. júní á: kristin@chamber.is.

Fundarstjórar eru Björk Þórarinsdóttir, Arion banka, og Baldvin Björn Haraldsson, BBA Legal. Erindi flytja:

  • Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands
  • Marc Bouteiller, sendiherra Frakklands á Íslandi
  • Gilles Debruire, AFII (Invest in France Agency Northern Europe)
  • Halldór Benjamín Þorbergsson, Icelandair Group
  • Kári Sölmundarsson, HB Grandi
  • Guðmundur Þorbjörnsson, EFLA verkfræðistofa
  • Pétur Guðjónsson, Marel

Starfsemi FRÍS hefur að mestu legið í dvala frá árinu 2010 og er fundurinn liður í því að færa starfsemi ráðsins til fyrri vegar, en ráðið var stofnað árið 1990.

Tengt efni

Virkjum fallega

Skiptar skoðanir eru um raforkuframleiðslu á Íslandi. Dæmin sanna að ...
24. ágú 2022

Þetta er ekki búið fyrr en það er búið

Svanhildur Hólm gerir upp árið 2021 - sýninguna sem ekki hefði verið selt inn á.
29. des 2021

Skilvirkni og hagkvæmni til lausnar á vanda heilbrigðiskerfisins

Það er mat Viðskiptaráðs að leggja skuli áherslu á að auka hagkvæmni og ...
3. sep 2021