International Chamber Cup

Staðsetning: Grafarholt

Fimmtudaginn 30. ágúst fer fram hið árlega golfmót Viðskiptaráðs og millilandaráðanna, International Chamber Cup. Mótið er haldið í Grafarholti hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, sem er einn glæsilegasti völlur landsins. Spáin gerir ráð fyrir um 16 stiga hita og því er um að gera að nýta sér góða veðrið og taka þátt í einu skemmtilegasta golfmóti sumarsins í frábærum félagsskap.

Öllum meðlimum Viðskiptaráðs og meðlimum millilandaráðanna er velkomið að taka þátt (þ.e. Amerísk- Bresk-Dansk-Finnsk-Fransk-Ítalsk-Norsk-Þýsk-Spánsk og Sænsk-íslensku viðskiptaráðunum og Landsnefndar alþjóða viðskiptaráðsins). Um verður að ræða punktakeppni með forgjöf auk liðakeppni.

Keppni um farandbikar (e. Chamber Cup) - liðakeppni milli allra ráðanna
Liðakeppnin fer þannig fram að þrjú bestu skorin frá hverju ráði telja og er keppt um forlátan farandbikar. Lágmarksfjöldi frá hverju ráði eru þrír keppendur og því mikilvægt að sem flestir meðlimir skrái sig. Athugið að ekkert hámark er á fjölda þátttakenda frá hverju ráði fyrir sig.

Þetta er í þriðja skipti sem keppt er um farandbikarinn en á síðasta ári sigraði Dansk-íslenska viðskiptaráðið eftir harða keppni. Félagar ráðanna eru sérstaklega hvattir til að skrá sig til að tryggja að þau ráð nái tilskildum fjölda þátttakenda til að vera með í keppninni um farandbikarinn.

Dagskrá:
11:00 Fyrsta holl ræst út
13:00 Síðasta holl ræst út (ræðst af fjölda)
18:00 Matur í golfskála og verðlaunaafhending

Fyrirkomulag:

  • Punktamót með forgjöf
  • Verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin
  • Verðlaun fyrir besta skor án forgjafar
  • Hæsta vallaforgjöf 36
  • Nándarverðlaun á öllum par þrjú holum vallarins og lengsta teighögg
  • Veitt verða verðlaun fyrir bestu nýtingu vallar
  • Verð kr. 9.900 kr. fyrir golf og kvöldverð. Kvöldverður eða golf eingöngu kostar 5.000 kr.

Mögulegt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á Kristínu S. Hjálmtýsdóttur.

Tengt efni

Jón er hálfviti

Það er þetta með fólkið í opinberri umræðu sem elskar afgerandi lýsingarorð og ...
24. feb 2023

Icelandic Economy 2F 2023

Viðskiptaráð hefur birt nýja ársfjórðungslega útgáfu af The Icelandic Economy. ...
28. apr 2023

Hvað eiga Ísland, Mósambík og Kongó sameiginlegt?

Þá séu svo einfaldir útreikningar fremur til þess fallnir að kasta ryki í augun ...
12. apr 2023