Aðalfundur Viðskiptaráðs

Aðalfundur Viðskiptaráðs verður haldinn kl. 11:00 á Hilton Reykjavík Nordica (salur I), samhliða Viðskiptaþingi 12. febrúar næstkomandi.

Á aðalfundi VÍ skal samkvæmt lögum ráðsins taka fyrir þessi mál:

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Umræða um reikninga.
  3. Úrslit formanns- og stjórnarkjörs tilkynnt.
  4. Lagabreytingar.
  5. Kosning kjörnefndar.
  6. Tekju- og gjaldaáætlun kynnt og árgjöld ákvörðuð.
  7. Önnur mál.
  8. Stjórnarkjör og framboð til formanns

Stjórn ráðsins er skipuð 19 einstaklingum og jafn mörgum til vara. Kosning stjórnar er óbundin þannig að kjörgengir eru allir skuldlausir félagsmenn (stjórnendur í fyrirtækjum sem eiga aðild að Viðskiptaráði). Ábendingarlistinn, með nöfnum 57 aðila sem gefa sérstaklega kost á sér til stjórnarsetu og fylgir kjörseðli, er því aðeins leiðbeinandi.

Formaður stjórnar er kosinn sérstaklega í bundinni kosningu. Komi aðeins fram eitt framboð til formanns fer engu að síður fara fram kosning.

Rafræn atkvæðagreiðsla
Eins og við síðasta stjórnarkjör mun fara fram rafræn atkvæðagreiðsla, en kjörnefnd ráðsins mun senda félagsmönnum rafrænan kjörseðil a.m.k. 15 dögum fyrir aðalfund (28. janúar 2014). Aðildarfélagar fá þá sent bréf með slóð á kosningavefinn og sérstakt auðkenni hvers félaga, sem hann notar til að opna sinn kjörseðil. Frekari leiðbeiningar um hvernig skila megi kjörseðli má finna hér.

Atkvæðagreiðslu lýkur klukkan 17:00 þriðjudaginn 11. febrúar. Úrslit kosninga verða tilkynnt á aðalfundinum, en kjörtímabil stjórnar er á milli aðalfunda sem haldnir eru á tveggja ára fresti.

Þeir sem vilja gefa kost á sér til stjórnarsetu eða formannssetu, vinsamlegast sendið tölvupóst á Harald I. Birgisson. Framboðum þarf að skila inn í síðasta lagi 3 vikum fyrir aðalfund (22. janúar 2014).

Nánari upplýsingar má nálgast á skrifstofu ráðsins í síma 510-7100.

Tengt efni

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2020

Aðalfundur Viðskiptaráðs verður haldinn kl.9:00 í höfuðstöðvum Viðskiptaráðs ...
27. jan 2020

Aðalfundur 2010

Aðalfundur Viðskiptaráðs verður skv. lögum ráðsins haldinn samhliða ...
17. feb 2010

Aðalfundur Viðskiptaráðs

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands verður haldinn klukkan 11:00 miðvikudaginn 15. ...
15. feb 2012