AMÍS: Bostonferð

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið og IACC standa fyrir heimsókn til Boston dagana 8.-11. maí nk. Í ferðinni verður lögð áhersla á heimsóknir í fyrirtæki og áhugaverða fundi. Sjónum verður beint að fjármögnun og nýsköpun og samspili þessara þátta. Þátttakendur fá innsýn í stöðu og horfur í bandarísku efnahagslífi og kynnast nýsköpunarstarfi tveggja af virtustu háskólum heims. Ráðgert er að fara í sérstaka vettvangsferð á Fenway Park til að kynnast því af eigin raun hvers vegna Boston Red Sox er í tólfta sæti yfir verðmætustu íþróttavörumerki heims.

Fyrirtæki sem heimsótt verða eru m.a. MIT Media Lab, The Harvard Innovation Lab, Teca Pharmaceuticals, Prince-Lobel, Boston Consulting Group, General Catalyst Partners og Raymond James.

Með í för verða m.a. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra Íslands, og Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.

Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu 

Tengt efni

Viðskiptaráð ítrekar ábendingar um atriði sem stríða gegn almannahagsmunum

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur (167. mál).
20. okt 2022

Breskir fjárfestar og verslanir kynnast íslenskum heilsuvörum

Fulltrúar tíu íslenskra fyrirtækja sem framleiða heilsu- og snyrtivörur eru nú í ...
6. okt 2022