Úthlutun úr Rannsóknasjóði Viðskiptaráðs

Önnur úthlutun styrkja úr Rannsóknasjóði Viðskiptaráðs Íslands fer fram fimmtudaginn 15. september kl. 15.00-16.30 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35.

Á úthlutunarfundinum verður tilkynnt um styrkþega ársins 2016 og munu þeir í kjölfarið kynna verkefni sín. Auk þess munu styrkþegar ársins 2015 fara yfir stöðu sinna verkefna nú þegar ár er liðið frá síðustu úthlutun.

Léttar kaffiveitingar verða á boðstólnum. Aðgangur er ókeypis og fundurinn opinn öllum. Nauðsynlegt er þó að tilkynna þátttöku.

Tengt efni

Viðskiptaráð styrkir afreksnema á erlendri grundu

Styrkþegar í ár eru Gunnar Þorsteinsson, Helga Kristín Ólafsdóttir, Ísak Valsson ...
24. feb 2023

Styrkveiting úr Menntasjóði Viðskiptaráðs 2022

Styrkþegar í ár eru Anton Óli Richter, Esther Hallsdóttir, Guðrún Höskuldsdóttir ...
23. maí 2022