Peningamálafundur Viðskiptaráðs: Vextir of lágir?

Í morgun fór fram árlegur Peningamálafundur Viðskiptaráðs Íslands, í Hörpu. Aðalræðumaður fundarins var Már Guðmundsson seðlabankastjóri og ræddi hann um nýlega vaxtahækkun bankans, stöðu peningastefnunnar, efnahagsbatann og horfur fram á við. Í erindi Más kom m.a. fram að ef vextir hérlendis væru bornir saman við Taylor vexti þá mætti greina frávik í þá veru að vextir væru of lágir og ef staðan væri borin saman við önnur lönd má sjá að aðhald peningastefnunnar sé í meðallagi. Að auki ræddi Már m.a. að:

  • Full þörf væri á vandaðri umræðu um peningamál og kostina í þeim efnum
  • Horfur um efnahagsbata frá síðasta peningamálafundi hafi að mestu gengið eftir og líkur á að hagvöxtur verði heldur meiri en fyrstu tölur gefa til kynna
  • Áhyggjur um lágt fjárfestingastig væri þó ekki horfnar, þótt fjárfesting utan stjóriðju væri að taka við sér væri atvinnuvegafjárfesting í heild að minnka og myndi halda áfram að vera undir sögulegu meðaltali
  • Áhrif peningastefnunnar á hagvöxt um þessar mundir væru takmörkuð, þar réðu frekar þættir á borð við laskaða efnahagsreikninga fyrirtækja, óvissu á alþjóðlegum mörkuðum o.s.frv.
  • Verðbólguþróun væri stóra breytingin frá spám fyrir ári síðan, en hún hefur tekið heilmikinn kipp og náði hámarki í september í um 5,7% sem skýrist einkum af auknum áhrifum innlends kostnaðarþrýstings
  • Meginmarkmið peningastefnunnar væri aftur að stuðla að stöðugu verðlagi í samræmi við lög um Seðlabankann í stað gengistöðugleika, eins og var þegar áætlun AGS var í gangi
  • Síðasta hækkun stýrivaxta hafi byggt á því að verðbólga væri langt umfram markmið bankans og mælitæki bankans sýndu að verðbólga myndi halda áfram að aukast án aðgerða
  • Samhliða hækkun vaxta hafi bankinn jafnframt gefið það út að mikið þyrfti til að koma til að vextir hækkuðu aftur á næstu vaxtaákvörðunardögum og ef marka má viðbrögð skuldabréfamarkaðarins, hafi þau skilaboð komist til skila

Að loknu erindi Más tóku þátt í pallborðsumræðum þau Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri GAMMA, Páll Harðarson, forstjóri NasdaqOMX, Kristín Péturdóttir, forstjóri Auðar Capital og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans. Lúðvík Elíasson, hagfræðingur, stýrði pallborðsumræðum en þar kom m.a. fram að:

  •  Miðlun peningastefnunnar hafi aukist frá hruni vegna aukins vægis óverðtryggðra lána
  • Raunvextir hafa verið að meðaltali um 3% frá hruni þrátt fyrir umfangsmikla kreppu og að greiningardeild Arion banka er að gera ráð fyrir verðhjöðnun á næstu þremur mánuðum
  • Skoða þyrfti hvort hefðbundnar hagfræðikenningar ættu við í svona litlu hagkerfi
  • Líta þyrfti til vaxtamunar í bankakerfinu, þ.e. hvað fyrirtæki væru raunverulega að borga í vaxtakostnað, þegar raunvaxtastig væri skoðað
  • Fjármálafyrirtæki væru að skila fyrirtækjum of skuldsettum eftir skuldaúrvinnslu
  • Óskiljanlegt væri hvers vegna samið var um svo ríflegar launahækkanir í síðustu kjarasamningnum og áhrif þeirra á verðlag og þar með ákvarðanir Seðlabankans
  • Engin töfralausn væri til í framtíðarskipan peningastefnunnar, en Seðlabankinn er um þessar mundir að vega og meta kosti og galla fjölmargra valkosta í þeim efnum og er skýrslu að vænta á næsta ári

Tengt efni:

Fréttir af fundinum í fjölmiðlum:

Tengt efni

Samkeppnishæfni Íslands stendur í stað

Niðurstöður úttektar IMD háskóla á samkeppnishæfni ríkja voru kynntar á fundi ...
20. jún 2023

Samkeppnishæfni Íslands eykst á árinu 2022

Ísland bætir samkeppnishæfni sína og færist upp í 16. sæti samkvæmt greiningu IMD
15. jún 2022

Sigur leiðindanna

Ókeypis peningar hafa í raun aldrei verið til
26. okt 2022