Vinnustofa um nýsköpun á internetinu

Í morgun fór fram vinnustofa um þróun og nýsköpun á internetinu hjá Háskólanum í Reykjavík. Að vinnustofunni stóð „Internet Policy Institute“ (IPI) sem er samstarfsvettvangur aðila til að vinna að þróun regluverks á Íslandi sem styður við nýsköpun og laðar að fjárfestingu í þjónustu á netinu.

Gert ráð fyrir að 4.406 milljörðum USD hafi verið varið í upplýsinga- og fjarskiptatækni (UFT) um heim allan árið 2012. Af þeirri upphæð er gert ráð fyrir að 21%, eða 910 milljarðar USD, hafi verið varið í þjónustu. Það jafngildir rúmum 70 landsframleiðslum Íslands og því eftir nægu að sækjast. Takist Íslandi að skapa sér lagalega sérstöðu á þessu sviði gæti samkeppni, erlent tekjustreymi og fjölbreytni útflutnings aukist verulega auk þess sem byggð væri upp verðmæt þekking, sem m.a. gæti nýst háskólum landsins.

Um 30 manns sóttu vinnustofuna og stigu þar fyrstu skrefin við að kortleggja áskoranir og tækifæri, efla samstarf milli aðila og draga fram ólík sjónarmið. Brad Burnham hjá Union Square Ventures og Hörður Helgi Helgason hjá Landslögum héldu stutt erindi, Davíð Lúðvíksson hjá Samtökum iðnaðarins annaðist umsjón með vinnustofunni og Haraldur I. Birgisson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs var fundarstjóri. Afrakstur vinnustofunnar verður kynntur við tækifæri.

Að IPI standa aðilar frá Alþingi, Háskólanum í Reykjavík, Viðskiptaráði Íslands, Samtökum iðnaðarins, sprotafyrirtækjum auk alþjóðlegra frumkvöðla og fræðimanna á sviðum laga og viðskipta frá Harvard, Berkley, Yale, MIT ofl.

Tengt efni:

Tengt efni

Ísland í þriðja sæti World Talent Ranking

Helstu veikleikar Íslands liggja í útfærslu iðnnáms og forgangsröðun ...
9. des 2022

Virkjum fallega

Skiptar skoðanir eru um raforkuframleiðslu á Íslandi. Dæmin sanna að ...
24. ágú 2022

Jafna þarf stöðu innlendra áfengisframleiðenda

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum.
24. mar 2022