Framtíðarsýn nýrrar kynslóðar á fjármálamarkaði

Framtíðarsýn nýrrar kynslóðar á fjármálamarkaði var til umræðu á morgunverðarfundi Verslunarráðs í morgun. Þar ræddu Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbankans og Þórður Már Jóhannesson framkvæmdastjóri fjárfestingarfélagsins Straums um þær breytingar sem orðið hafa á íslensku viðskiptalífi og hvert þær breytingar gætu leitt íslenskt atvinnulíf í framtíðinni.

Í máli Sigurjóns kom fram að miklir möguleikar væru fyrir íslensk fyrirtæki að hasla sér völl erlendis og mörg hefðu þegar gert það. Sigurjón velti því fyrir sér hvort hægt væri, í ljósi reynslunnar, að draga þá ályktun að þau fyrirtæki sem starfa náið með fjármálafyrirtækjum ættu hægara um vik í slíkri útrás.

Þórður Már benti á ýmis atriði sem hann taldi að ný kynslóð myndi leggja áherslu í íslensku viðskiptalífi. Að hans mati mun ný kynslóð treysta síður á opinbert fjármagn en kannski oft áður. Þá lagði Þórður Már áherslu á sérhæfingu og mikilvægi endurmenntunar.

Yfir 130 manns sóttu fundinn og urðu nokkrar umræður að framsögum loknum.

Hér má finna glærur Sigurjóns og Þórðar.

Tengt efni

Allir tapa og enginn vinnur

Árlegur Peningamálafundur Viðskiptaráðs fór fram í morgun í beinni útsendingu ...
18. nóv 2021

Byggja eigi meira en 3.000 íbúðir á ári

Karlotta Halldórsdóttir, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, og ...
12. nóv 2021

Fjárhagslegt tjón takmarkana er á við heila loðnuvertíð

Sætanýting flugfélaga sem fljúga til Íslands er um 20% minni en til annarra ...
29. okt 2021