Þátttaka opinberra fyrirtækja í útboði

Í ágúst hélt Sorpa bs. útboð vegna gámaþjónustu við endurvinnslustöðvar. Meðal þátttakenda var Vélamiðstöðin ehf. sem þrátt fyrir ehf.-titilinn er opinbert fyrirtæki.

Aðrir þátttakendur voru einkafyrirtæki, sum hver félagar Verslunarráðs Íslands. Niðurstaða útboðsins var sú að Vélamiðstöðin ehf. átti lægsta tilboðið með frávikstilboði sínu. Nú stendur yfir hjá Sorpu könnun á því hvort að slíkt frávikstilboð sé heimilt. Burt séð frá því telur Verslunarráð ýmislegt mæla gegn því að tilboði frá opinberu fyrirtæki sé tekið eftir útboð sem um ræðir.

Verslunarráð sendi stjórn Sorpu bs. bréf vegna þessa í síðustu viku.

Tengt efni

Það þarf ekki borg til að reka malbiksstöð

Samtök iðnaðarins og Viðskiptaráð Íslands skora á Reykjavíkurborg að nýta ...
30. apr 2021

Mannabreytingar hjá Viðskiptaráði

Konráð S. Guðjónsson verður aðstoðarframkvæmdastjóri og Steinar Þór Ólafsson er ...
30. jún 2020

Hagvaxtarstefna Asíulanda - Lærdómar fyrir Ísland

Hvernig getur skipulagt samstarf milli viðskiptalífs og hins opinbera stutt við ...
31. ágú 2010