Fjölmiðlafundur Viðskiptaráðs Íslands og Glitnis

Viðskiptaráðs Íslands, í samstarfi við Glitni, kynnti niðurstöður könnunarinnar IMD-viðskiptaháskólans um samkeppnishæfni hagkerfa fyrir fjölmiðlum í dag. Ennfremur voru kynntar mögulegar aðgerðir til að bæta stöðu íslensks hagkerfis í alþjóðlegu samhengi.
 
Dagskrá fundarins var sem hér segir:
 
Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista og formaður Viðskiptaráðs, fór yfir mikilvægi úttektar IMD fyrir íslenskt viðskiptalíf fjallaði um stöðu og horfur næstu mánaða.
 
Frosti Ólafsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, kynnti niðurstöður könnunar IMD. Þar kom fram á hvaða sviðum Ísland hefur verið að bæta sig og á hvaða sviðum hagkerfið hefur fallið milli ára. Einnig var greint frá helstu styrkleikum hagkerfisins ásamt þeim veikleikum sem hér eru til staðar.
 
Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis, kynnti m.a. mögulegar aðgerðir til að bæta enn frekar stöðu Íslands í alþjóðlegu hagkerfi. 
 
Glærur fundarins má nálgast hér.

Tengt efni

Ráðstefna um íslenskan og danskan sjávarútveg í Danmörku

Viðskiptatengsl íslenskra og danskra sjávarútvegsfyrirtækja eiga sér langa sögu. ...
21. okt 2007

Erlendar ávísanir

Íslensk fyrirtæki hafa undandarið átt í vandræðum með að innleysa erlendar ...
19. des 2008

Stjórnarkjör á aðalfundi Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins

í framboði voru Gunnar Már Sigurfinnsson (Icelandair), Sigurjón Þ. Árnason ...
15. feb 2008