Fundur norrænna viðskiptaráða

Nú um helgina var haldinn fundur Viðskiptaráða Norðurlandanna. Á fundinn mættu fulltrúar frá öllum helstu viðskiptaráðum í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmerkur auk Viðskiptaráði Íslands.

Á fundinum voru rædd samnorræn hagsmunamál og starfsemi viðskiptaráða hvers lands var kynnt. Meginályktun fundarins var eftirfarandi: “Fulltrúar þingsins hvetja norræn stjórnvöld til að styrkja samstarf sín á milli við innleiðingu laga og reglugerða er varða viðskiptaumhverfið.”

Auk fundarhalda voru haldnar margvíslegar kynningar á íslensku viðskiptalífi, menntun og menningu. Hópurinn heimsótti forsætisráðherra Íslands í Þjóðmenningarhúsið, heimsótti og fræddist um bláa lónið, skoðaði Nesjavallavirkjun o.m.fl. Næsti árlegi fundur norrænna viðskiptaráða fer Tampere í Finnlandi.


Tengt efni

Fréttir

Heimsókn til Orf líftækni

Það er kappsmál að heyra og skilja áskoranir aðildarfélaga okkar og hvernig við ...
17. sep 2020
Fréttir

Ályktun - fundur Viðskiptaráða Norðurlandanna

Nú um helgina var árlegur samráðsfundur Viðskiptaráða Norðurlandanna haldinn í ...
28. ágú 2007
Fréttir

Sigurvegarar Verkkeppni Viðskiptaráðs á ferð og flugi

Sigurvegarar Verkkeppni Viðskiptaráðs hafa haft í nógu að snúast frá því ...
20. nóv 2017