Fundur norrænna viðskiptaráða

Nú um helgina var haldinn fundur Viðskiptaráða Norðurlandanna. Á fundinn mættu fulltrúar frá öllum helstu viðskiptaráðum í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmerkur auk Viðskiptaráði Íslands.

Á fundinum voru rædd samnorræn hagsmunamál og starfsemi viðskiptaráða hvers lands var kynnt. Meginályktun fundarins var eftirfarandi: “Fulltrúar þingsins hvetja norræn stjórnvöld til að styrkja samstarf sín á milli við innleiðingu laga og reglugerða er varða viðskiptaumhverfið.”

Auk fundarhalda voru haldnar margvíslegar kynningar á íslensku viðskiptalífi, menntun og menningu. Hópurinn heimsótti forsætisráðherra Íslands í Þjóðmenningarhúsið, heimsótti og fræddist um bláa lónið, skoðaði Nesjavallavirkjun o.m.fl. Næsti árlegi fundur norrænna viðskiptaráða fer Tampere í Finnlandi.


Tengt efni

Hækkun bankaskatts er bjarnargreiði

Hver greiðir raunverulega bankaskattinn?
17. feb 2022

Mótsagnakenndar áhyggjur af bankasölu

Staðreyndin er sú að enginn er að tala um að draga að miklu leyti úr eigin fé ...
24. feb 2021

Heimsókn til Orf líftækni

Það er kappsmál að heyra og skilja áskoranir aðildarfélaga okkar og hvernig við ...
17. sep 2020