Frumvarp um að félög geti gert upp í erlendri mynt

Lagt hefur verið fram frumvarp um að fyrirtæki geti sótt um heimild til ársreikningaskrár til að færa uppgjör í erlendri mynt. Heimildin tekur gildi á þessu ári fyrir 15. desember. Er þetta gert vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem uppi eru í íslensku efnahagslífi.

Viðskiptaráð fagnar fumvarpinu enda hefur ráðið lengi talað fyrir því að íslensk fyrirtæki fái heimild til að gera upp í erlendri mynt. Aukin alþjóðavæðing íslensks hagkerfis hefur leitt til þess að stór hluti tekna og fjármögnunar margra íslenskra fyrirtækja er í erlendum gjaldmiðlum. Af þessu sökum skapa gengissveiflur íslensku krónunnar mikinn kostnað og óvissu í rekstri viðkomandi fyrirtækja. Til að draga úr kostnaði hafa ýmis fyrirtæki leitað eftir heimild ársreikninganefndar til að færa uppgjör í erlendan gjaldmiðil. Mörg félög hafa þegar fengið þess heimild en af einhverjum ástæðum hafa fjármálafyrirtæki ekki lotið sömu lögmálum í þessum efnum.

Uppgjör í erlendri mynt er eðlilegur fylgifiskur alþjóðavæðingar íslensks hagkerfis. Að fyrirtækjum verði gert kleift að gera upp í erlendri mynd, án afskipta hins opinbera, er til þess fallið að styrkja stöðu íslenskra fyrirtækja og gera þau að álitlegri fjárfestingarkostum í augum alþjóðlegra fjárfesta.

Viðskiptaráð minnir á skoðun sína „Uppgjör í erlendum gjaldmiðlum – eðlileg afleiðing alþjóðavæðingar“ frá því í mars á þessu ári, en þar er fjallað nánar um þetta mál. Skoðunina má nálgast hér.

Tengt efni

Nágrannalöndin nýta oftar en ekki undanþágur sem Ísland nýtir ekki

Umsögn SA og Viðskiptaráðs um breytingu á lögum um endurskoðendur og endurskoðun ...
29. mar 2023

Stígum skrefið til fulls - öllum til hagsbóta

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur (mál nr. 470)
2. jún 2022

Endurskoða þarf ákvæði um kyrrsetningu loftfars

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um loftferðir.
3. feb 2022