Styrkveiting úr Menntasjóði Viðskiptaráðs 2022

Styrkþegar í ár eru Anton Óli Richter, Esther Hallsdóttir, Guðrún Höskuldsdóttir og Njáll Skarphéðinsson. Hvert þeirra hlýtur styrk að upphæð 1.000.000 kr.

Árlega veitir Menntasjóður Viðskiptaráðs námsstyrki til íslenskra nemenda í framhaldsnámi í atvinnulífstengdum greinum á háskólastigi. Styrkjunum er einkum ætlað að mæta kostnaði vegna skólagjalda og rannsóknanáms.

Fyrr á árinu hlutu fjórir nemendur styki úr sjóðnum en styrkþegarnir voru svo formlega kynntir á Viðskiptaþingi 2022 sem fram fór föstudaginn 20. maí. Hver styrkur nam einni milljón króna.

Styrkþegar árið 2022 eru eftirfarandi:

  • Anton Óli Richter - Meistaranemi í fjármálastærðfræði við Oxford háskóla
  • Esther Hallsdóttir - Meistaranemi í opinberri stjórnsýslu við Harvard háskóla
  • Guðrún Höskuldsdóttir - Meistaranemi í orkuverkfræði við ETH háskóla
  • Njáll Skarphéðinsson - Meistaranemi í gervigreind við Carnegie Mellon háskóla

Það var valnefnd Námsstyrkjasjóðs sem valdi styrkþegana úr stórum hópi umsækjenda, en nefndina skipa þau dr. Ari Kristinn Jónsson, forstjóri AwareGO, dr. Daði Már Kristófersson, prófessor og varadeildarforseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, fyrrum forstjóri Actavis á Íslandi.

Viðskiptaráð óskar styrkþegum innilega til hamingju með styrkina en hér fyrir neðan má sjá stuttar myndbandskveðjur frá styrkþegunum fjórum. Viðskiptaráð þakkar einnig þeim fjölmörgu sem sendu inn styrkumsókn þetta árið en valnefndin var einróma um að hópur umsækjenda væri afar sterkur.

Tengt efni

Vilt þú efla samkeppnishæfni Íslands?

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs Íslands. ...
5. des 2023

Umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi

Umsögn Viðskiptaráðs um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til ...

Nauðsynlegt er að tryggja samkeppnishæfan vinnumarkað

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ...
15. mar 2023