Sigurður ráðinn til Viðskiptaráðs

Sigurður Tómasson hefur verið ráðinn til starfa sem sérfræðingur á hagfræðisviði Viðskiptaráðs Íslands. Starf hans mun fyrst og fremst snúa að hagfræðilegum viðfangsefnum í málefnastarfi ráðsins, svo sem greiningarvinnu og skrifum.

Sigurður starfaði áður sem blaðamaður á viðskiptafréttadeild Morgunblaðsins og þar áður á fjármálasviði MP banka. Hann lýkur grunnnámi við hagfræðideild Háskóla Íslands í vor.

Tengt efni

Vilt þú efla samkeppnishæfni Íslands?

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs Íslands. ...
5. des 2023

Ragnar Sigurður hefur störf hjá Viðskiptaráði

Ragnar Sigurður Kristjánsson er nýr sérfræðingur á hagfræðisviði Viðskiptaráðs
4. sep 2023

Lesskilningur Landverndar

Engin óvissa ríkir um efnahagslegar afleiðingar orkuskiptasviðsmyndar ...
2. mar 2023