Viðskiptaráð auglýsir eftir sérfræðingi í greiningum

Við leitum að framtakssömum, kraftmiklum og metnaðarfullum einstaklingi sem vill krefjandi starfsreynslu samhliða því að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja á Íslandi.

Starfið er afar fjölbreytt og vinnur sérfræðingurinn náið með hagfræðingi og öðrum starfsmönnum að málefnastarfi Viðskiptaráðs. 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Skrif úttekta, skýrslna, umsagna um þingmál og gerð kynninga
  • Koma málefnum Viðskiptaráðs á framfæri við fjölmiðla og aðra hagaðila 
  • Þátttaka í stefnumótun málefnastarfs Viðskiptaráðs 
  • Skipulagning og undirbúningur viðburða eins og Viðskiptaþings 
  • Aðstoða hagfræðing og aðra starfsmenn við ýmis verkefni 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólagráða í hagfræði eða viðskiptafræði
  • Viðeigandi starfsreynsla er æskileg 
  • Brennandi áhugi á samfélagsmálum ásamt þekkingu á efnagslífinu og rekstrarumhverfi atvinnulífsins 
  • Afburða færni í að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku 
  • Færni í að setja fram gögn, kynningar og annað efni á góðan og skilmerkilegan hátt 

Við bjóðum upp á lifandi vinnustað ásamt ríku tækifæri til að móta eigið starfsumhverfi. 

Umsókn ásamt ferilskrá sendist á konrad@vi.is.

Umsóknarfrestur er til og með 7. maí 2020.

Nánari upplýsingar veitir Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, í síma 510 7100. 

Viðskiptaráð Íslands var stofnað árið 1917 sem frjáls félagasamtök fyrirtækja, félaga og einstaklinga í íslensku atvinnulífi. 

Tengt efni

Ragnar Sigurður hefur störf hjá Viðskiptaráði

Ragnar Sigurður Kristjánsson er nýr sérfræðingur á hagfræðisviði Viðskiptaráðs
4. sep 2023

Nýir hagfræðingar hjá Viðskiptaráði

Elísa Arna Hilmarsdóttir og Gunnar Úlfarsson skipa nýtt hagfræðiteymi Viðskiptaráðs
17. des 2021

Föstudagskaffi um atvinnurekstur hins opinbera

Viðskiptaráð býður til hálfsmánaðarlegs morgunfundar föstudaginn 26. nóvember.
24. nóv 2021