Viðskiptaráð auglýsir eftir sérfræðingi í greiningum

Við leitum að framtakssömum, kraftmiklum og metnaðarfullum einstaklingi sem vill krefjandi starfsreynslu samhliða því að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja á Íslandi.

Starfið er afar fjölbreytt og vinnur sérfræðingurinn náið með hagfræðingi og öðrum starfsmönnum að málefnastarfi Viðskiptaráðs. 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Skrif úttekta, skýrslna, umsagna um þingmál og gerð kynninga
  • Koma málefnum Viðskiptaráðs á framfæri við fjölmiðla og aðra hagaðila 
  • Þátttaka í stefnumótun málefnastarfs Viðskiptaráðs 
  • Skipulagning og undirbúningur viðburða eins og Viðskiptaþings 
  • Aðstoða hagfræðing og aðra starfsmenn við ýmis verkefni 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólagráða í hagfræði eða viðskiptafræði
  • Viðeigandi starfsreynsla er æskileg 
  • Brennandi áhugi á samfélagsmálum ásamt þekkingu á efnagslífinu og rekstrarumhverfi atvinnulífsins 
  • Afburða færni í að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku 
  • Færni í að setja fram gögn, kynningar og annað efni á góðan og skilmerkilegan hátt 

Við bjóðum upp á lifandi vinnustað ásamt ríku tækifæri til að móta eigið starfsumhverfi. 

Umsókn ásamt ferilskrá sendist á konrad@vi.is.

Umsóknarfrestur er til og með 7. maí 2020.

Nánari upplýsingar veitir Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, í síma 510 7100. 

Viðskiptaráð Íslands var stofnað árið 1917 sem frjáls félagasamtök fyrirtækja, félaga og einstaklinga í íslensku atvinnulífi. 

Tengt efni

Fréttir

Tilkynning: Konráð tekur við af Kristrúnu

Breytinga er nú að vænta á hagfræðisviði Viðskiptaráðs þar sem að Konráð S. ...
15. des 2017
Fréttir

Samstarfssamningur við MIT háskólann í Boston

Háskólinn í Reykjavík hefur umsjón með nýjum samstarfssamningi íslensks ...
21. mar 2007
Fréttir

Bjarnargreiði ASÍ gagnvart launafólki

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fullyrt ...
15. nóv 2016