Stærsta efnahagsmálið - sóknarfæri í menntun

Viðskiptaráð og SA hafa gefið út rit um stöðu og tækifæri til umbóta í menntun. Ritið ber heitið „Stærsta efnahagsmálið – Sóknarfæri í menntun“.

Þar kemur fram að þrátt fyrir að Ísland verji miklum fjármunum til menntakerfisins standi það höllum fæti gagnvart nágrannlöndum á lykilmælikvörðum. Árangur í alþjóðlegum samanburðarprófum er slakur og brottfall á framhaldsskólastigi með því hæsta sem þekkist.

Tillögum að úrbótum er skipt í þrjá kafla: árangur, valfrelsi og ráðdeild. Þar er m.a. lagt til eftirfarandi:

  • Endurgjöf, frammistöðumat og árangurstenging launa vegna kennslu aukist í samræmi við aukna áherslu á námsárangur
  • Skólum verði veitt aukið sjálfstæði til þess að móta kennsluskrá og að opnað verði frekar á fjölbreyttari rekstrarform.
  • Fjármunir á grunnskólastigi verði betur nýttir með sameiningu smærri skóla, auknum afköstum kennara og rekstraraðhaldi.

Fjallað var um helstu niðurstöður ritsins á fundi um menntamál sem haldinn var á Grand Hótel í dag, 9. október.

Ritið má lesa í heild sinni hér

Tengt efni

Fréttir

Fullur salur og líflegar umræður um stefnu í menntamálum

Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins efndu til síðdegisfundar um stöðu ...
10. okt 2014
Skýrslur

Nýsköpunarheit – 10 aðgerðartillögur til að efla nýsköpun

Viðskiptaráð hefur gefið út nýtt rit um nýsköpunarmál undir heitinu ...
23. jan 2019
Skýrslur

Hið opinbera: tími til breytinga

Í nýju riti Viðskiptaráðs, „Hið opinbera: tími til breytinga“, er lögð fram ...
13. feb 2015