Hálendisþjóðgarður - fyrir alla þjóðina?

Lesa umsögn

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar fyrirætlanir um stofnun Hálendisþjóðgarðs. Ráðið tekur heilshugar undir að verðmæti felist í ósnortinni náttúru sem hlúa skuli að með sjálfbærni að leiðarljósi. Uppbygging þjóðgarða er því jákvætt skref en hún verður að vera unnin í nánu samstarfi við það samfélag sem þar fellur undir. Hálendi Íslendinga er mikilvægt fyrir okkur, bæði hvað varðar aðgengi að lítt snortinni náttúru sem og atvinnulíf. Þannig verður að horfa til fjölbreyttra þátta. Hér er farið of geyst af stað og ekki virðist hafa verið horft nægilega til þessara þátta auk þess sem sumt í frumvarpinu og í forsendum þess þarfnast nánari skoðunar. Viðskiptaráð vill því koma eftirfarandi á framfæri:

  • Of mikið vald er sett á hendur ráðherra og réttara væri að Alþingi fengi aðkomu að ákvörðun um stærð þjóðgarðsins til að tryggja sem mesta sátt
  • Þrátt fyrir að 2/3 orkuframleiðslu landsins fari fram innan fyrirhugaðs þjóðgarðs og kveðið sé sérstaklega á um atvinnustefnu skortir mjög á aðkomu atvinnulífsins að málefnum þjóðgarðsins
  • Líklegt er að orkuþörf aukist á næstu árum og óljóst er hvaðan sú orka mun koma, Hálendisþjóðgarður setur því verulegar skorður að raforkuþörfinni sé mætt
  • Ósamræmi er í því hvort að lög um verndar- og orkunýtingaráætlun eða Hálendisþjóðgarð muni ráða landnýtingu og þá skýtur skökku við að aðeins megi horfa til virkjanakosta í 3. áfanga rammaáætlunar þegar vinna við þann 4. er hafin
  • Fullyrðingar og ályktanir ráðherra, sem og í greinargerð, um efnahagsleg áhrif friðlýsinga standa á brauðfótum og eru málinu ekki til framdráttar

Lesa umsögn

Tengt efni

Engar tekjur og endalaus útgjöld? Greining á loforðum flokkanna

SA og VÍ áætla að afkoma ríkissjóðs gæti versnað um allt að 250 milljarða. ...
22. sep 2021

Aðkoma einkaaðila stuðlar að nauðsynlegri uppbyggingu á landsvæði ríkisins

Aðkoma einkaaðila og aukin fjárfesting þeirra getur stuðlað að nauðsynlegri ...
10. des 2020

Stjórnarskrá í sátt

Stjórnarskrám er ætlað að standast tímans tönn og löng hefð er fyrir því að ...
9. mar 2021