Sýning á framleiðslu hugvitsmanna

Staðsetning: Ráðhúsið Reykjavík

Miðvikudaginn 24.nóv kl. 12 hefst sýning Landssambands hugvitsmanna (LHM) á framleiðslu nokkurra félagsmanna sambandsins. Frú Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra opnar sýninguna.
Þetta er liður í því að kynna almenningi LHM og sýna hinar fjölbreyttu framleiðsluvörur sem félagsmenn eiga hugmyndir að. Flestir félagsmanna eru atvinnuskapandi og eru í útflutningi eða með vörur sem hæfa alþjóðamarkaði.

Sænska hugvitsfélagið (SUF) hefur gert samstarfssamning við LHM. Hið sænska félag var stofnað árið 1886 og býr yfir mikilli reynslu. Svíarnir bjóðast nú til þess að vera „mentorar“ LHM og njóta Íslendingar allra þeirra þjónustu sem þeir bjóða upp á eins og til dæmis nýnæmisathugunar hugmynda. 

Sýningin stendur yfir frá 24. nóv. til og með 27. nóv.
Ráðhúsið er opið frá kl. 09-19 virka daga og til kl. 18 á laugardögum.

Tengt efni

Forgangsröðun í þágu verðmætasköpunar

Á þessum tímapunkti þurfa stjórnvöld að forgangsraða í ríkisfjármálum til ...
20. okt 2020

Sameiningin sem endaði ofan í skúffu

Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, fjallar um áform stjórnvalda ...
5. ágú 2020

Færri ríkisstofnanir - stærri og betri

Leiðarljósið við mótun stofnanaumgjarðar hins opinbera á að vera aukin gæði og ...
10. mar 2021