Fjárfesting í skjóli gjaldeyrishafta

Á miðvikudag stendur Viðskiptaráð fyrir morgunverðarfundi undir yfirskriftinni: Er Ísland opið fyrir fjárfestingu - Frá orðum til athafna. Miklar breytingar hafa orðið á íslensku fjárfestingaumhverfi síðastliðin tvö ár, en eftir hrun íslensku krónunnar í kjölfar gjaldþrots viðskiptabankanna þriggja kom Seðlabankinn á gjaldeyrishöftum.

Málefnaleg umræða um gjaldeyrishöft er einkar mikilvæg á þessum tímapunkti, en fjárfesting er nauðsynleg í endurbyggingu hagkerfisins. Mikilvægt er að við búum vel að því umhverfi og það hvetji til fjárfestinga hvort sem um er að ræða umhverfi fyrir innlenda eða erlenda fjárfesta.

Framsögumenn og þátttakendur í pallborði eru:
Arnór Sighvatsson, aðstoðarbankastjóri Seðlabanka Íslands
Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar

Auk þeirra taka þátt í pallborðsumræðum:
Agnar Hansson, forstöðumaður markaðsviðskipta hjá H.F. Verðbréfum
Kristinn Hafliðason, verkefnisstjóri hjá Fjárfestingarstofu
Tanya Zharov, lögfræðingur Auðar Capital

Fundarstóri er: Benedikt Jóhannesson, ritstjóri Vísbendingar, en hann mun einnig stýra pallborðsumræðum.

Fundurinn er frá kl. 8.15 til 10 í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík. Verð er kr. 2.900, morgunverður innifalinn.

Nánari upplýsingar