Pedro Videla: Ástæða til að vera bjartsýn

Dr. Pedro Videla, prófessor í hagfræði við IESE viðskiptaháskólann í Barcelona, hélt erindi á árlegu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs, sem nú stendur yfir á Hilton Reykjavík Nordica. Í erindi sínu fjallaði hann um aðdraganda og orsakir kreppa af því tagi sem Ísland á nú við að etja , reynslu frá öðrum löndum og aðgerðir sem líklegastar eru til að vinna bug á ástandinu.

Pedro sagði að afleiðingar kreppunnar nú á Íslandi þyrftu ekki að verða alvarlegri en í kjölfar annarra fjármálakreppna sem hafa átt sér stað víða um heim, þrátt fyrir að þess háttar sjónarmiðum væri gjarnan haldið fram í fjölmiðlum. Þessu til viðbótar sagði Pedro innviði íslenska hagkerfisins sterka, raunar sterkari en margra annarra ríkja, og því væri full ástæða fyrir Íslendinga til að vera bjartsýnir.

Þá gerði Pedro fjármálastefnu hins opinbera að sérstöku umfjöllunarefni og í því sambandi varaði hann við auknum ríkisútgjöldum sem aðgerð til að vinna bug á kreppunni, þar sem langtímaafleiðingar slíkrar stefnu geti orðið mjög alvarlegar. Að sama skapi taldi hann ekki skynsamlegt að hækka skatta til að mæta fyrirsjáanlegum skorðum í fjármálum hins opinbera og áleit allt eins líklegt að við núverandi aðstæður gætu skattahækkanir beinlínis leitt til tekjusamdráttar fyrir hið opinbera.

Hvað varðar upptöku annarrar myntar, áleit Pedro valið ekki standa á milli upptöku evrunnar og áframhaldandi sjálfstæðrar peningastefnu; valið stæði á milli upptöku evru eða efnahagslegrar einangrunar. Íslendingar ættu því tvímælalaust að stefna að upptöku evrunnar með formlegri aðild að Myntbandalagi Evrópu.

Glærur úr erindi Pedros Videla má nálgast hér.

Tengt efni

At­vinnu­rekstur er allra hagur

„Það er mikið hagsmunamál fyrir launafólk að til séu þeir sem bæði geta stofnað ...
23. feb 2024

„Við þurfum raunsæja nálgun“

Ávarp Ara Fenger, formanns Viðskiptaráðs, á Peningamálafundi Viðskiptaráðs sem ...
23. nóv 2023

Hvalir eru ekki blóm

„Ég skil að það sé freistandi að skrifa fréttir um innkaupakörfu áhrifavalds í ...
1. nóv 2023