Nýr heiðursfélagi

Á aðalfundi Viðskiptaráðs 13. febrúar var Einar Sveinsson útnefndur heiðursfélagi Viðskiptaráðs Íslands

Stjórn Viðskiptaráðs er heimilt að skipa heiðursfélaga Viðskiptaráðs Íslands og á aðalfundi 13. febrúar bættist sjöundi heiðursfélaginn í hópinn. Þá var Einar Sveinsson fyrrum formaður Viðskiptaráðs Íslands útnefndur heiðursfélagi.

Einar var formaður Viðskiptaráðs Íslands á árunum 1992-1996. Hann starfaði í 32 ár hjá tryggingafélaginu Sjóvá-Almennar hf. – síðast sem framkvæmdastjóri. Einnig sat Einar um árabil í stjórn Glitnis (áður Íslandsbanki) og var stjórnarformaður bankans um þriggja ára skeið. Þá sat hann í stjórn Sambands íslenskra tryggingafélaga, framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins og framkvæmdastjórn Vinnuveitendasambands Íslands auk þess að vera formaður landsnefndar Alþjóðaviðskiptaráðsins (ICC).

Við óskum Einari innilega til hamingju.

Tengt efni

Vel heppnað Viðskiptaþing 2023

Húsfyllir var á vel heppnuðu Viðskiptaþingi 2023 sem fór fram á Hilton Reykjavík ...
20. feb 2023

Gunnlaugur Bragi til Viðskiptaráðs

Undanfarið hefur Gunnlaugur gegnt starfi upplýsingafulltrúa Rauða krossins á ...
16. ágú 2021

Stytting stúdentsprófs - flas eða framfaraspor?

Í dag verður haldið málþing í sal Verzlunarskóla Íslands um styttingu náms til ...
12. apr 2005