Nýr heiðursfélagi

Á aðalfundi Viðskiptaráðs 13. febrúar var Einar Sveinsson útnefndur heiðursfélagi Viðskiptaráðs Íslands

Stjórn Viðskiptaráðs er heimilt að skipa heiðursfélaga Viðskiptaráðs Íslands og á aðalfundi 13. febrúar bættist sjöundi heiðursfélaginn í hópinn. Þá var Einar Sveinsson fyrrum formaður Viðskiptaráðs Íslands útnefndur heiðursfélagi.

Einar var formaður Viðskiptaráðs Íslands á árunum 1992-1996. Hann starfaði í 32 ár hjá tryggingafélaginu Sjóvá-Almennar hf. – síðast sem framkvæmdastjóri. Einnig sat Einar um árabil í stjórn Glitnis (áður Íslandsbanki) og var stjórnarformaður bankans um þriggja ára skeið. Þá sat hann í stjórn Sambands íslenskra tryggingafélaga, framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins og framkvæmdastjórn Vinnuveitendasambands Íslands auk þess að vera formaður landsnefndar Alþjóðaviðskiptaráðsins (ICC).

Við óskum Einari innilega til hamingju.

Tengt efni

Viðskiptaþing 2012: Heiðursfélagar Viðskiptaráðs útnefndir

Á Viðskiptaþingi, sem nú stendur yfir, voru fimm fyrrum formenn og velunnarar ...
15. feb 2012

Viðskiptaþing 2012: Heiðursfélagar Viðskiptaráðs útnefndir

Á Viðskiptaþingi, sem nú stendur yfir, voru fimm fyrrum formenn og velunnarar ...
15. feb 2012

Ásta Fjeldsted á fundi WTO

Ásta Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, sat í pallborði fyrir hönd ...
29. sep 2017