Stytting vinnuviku skref í átt til miðstýringar

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til velferðarnefndar um frumvarp til laga um styttingu á vinnuviku. Viðskiptaráð leggst gegn samþykkt frumvarpsins.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Í umsögninni kemur eftirfarandi fram:

  • Fjöldi vinnustunda er mikilvægur þáttur af samningum launþega við atvinnurekendur. Inngrip löggjafans myndi raska núverandi jafnvægi á vinnumarkaði með ófyrirsjáanlegum afleiðingum og skapa hættulegt fordæmi í formi aukinnar miðstýringar af hálfu hins opinbera í stað frjálsra samninga um kaup og kjör.
  • Frumvarpshöfundar falla í gryfju fylgnivillu. Þótt framleiðni sé að jafnaði hærri í löndum þar sem vinnutími er minni leiðir það ekki til þeirrar ályktunar að minni vinnutími auki framleiðni.
  • Að mati Viðskiptaráðs eru aðrir þættir en vinnutími ráðandi þegar kemur að framleiðni hérlendis. Þar skiptir mestu máli að stjórnvöld beiti sér fyrir hagfelldari umgjörð atvinnurekstrar, til dæmis með auknum efnahagslegum stöðugleika, hagkvæmari stofnanaumgjörð, einföldun regluverks og afnámi viðskiptahindrana. 

Tengt efni

Erfið samkeppnisstaða einkarekinna fjölmiðla

Umsögn um tillögu til þingsályktunar um ráðstöfun útvarpsgjalds (mál nr. 129)
15. mar 2023

Virkjum fallega

Skiptar skoðanir eru um raforkuframleiðslu á Íslandi. Dæmin sanna að ...
24. ágú 2022

Þriggja daga helgi

Hlutfall vinnu og frítíma er ekkert náttúrulögmál, en stytting vinnutíma þarf að ...
6. sep 2022