FRÍS: Ráðstefna um jarðvarma

Fimmtudaginn 16. april n.k. stendur FRÍS (fransk-íslenska viðskiptaráðið) fyrir ráðstefnu um jarðvarma í glæsilegum húsakynnum Viðskiptaráðs Parísar (CCIP) á Avenue Friedland.

Ráðstefnan er haldin í samvinnu við sendiráð Íslands í Frakklandi, sendiráð Frakklands á Íslandi og viðskiptaráð Parísar.

Heiðursgestir á ráðstefnunni verða Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra atvinnuvega- og nýsköpunarmála og Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands (tbc).

Í pallborði munu taka þátt fulltrúar frá Landsvirkjun, Iceland Geothermal Cluster, Reykjavik Geothermal og franska jarðvarmaklasanum (GEODEEP), svo og fulltrúar stærstu orkufyrirtækja Frakklands.

Nánari upplýsingar og skráning á vef FRÍS

Tengt efni

Fyllt upp í fjárlagagatið

Ef ríkisfjármálin voru á ystu nöf við fjárlagafrumvarpið má velta því upp hvort ...
17. des 2020

Leið út úr atvinnuleysinu

Fátt í heiminum er ókeypis, en vel útfærðir hvatar geta einnig verið ábatasamir ...
2. sep 2020

Góðar aðgerðir sem duga skammt

Viðskiptaráð fagnar þeim aðgerðum sem kynntar hafa verið vegna kórónuveirunnar ...
24. mar 2020