Yfir 100 breytingar á skattkerfinu

Viðskiptaráð hefur nú tekið saman uppfært yfirlit yfir þær skattabreytingar sem hafa átt sér stað hér á landi síðustu árin. Ljóst má vera að um umtalsverðan fjölda breytinga er að ræða, en flest allir skattar sem snerta atvinnulífið hafa hækkað verulega og í ofanálag hafa verið kynntir til sögunnar fjöldi nýrra skatta. Yfirlitið er aðgengilegt hér.

Síðustu mánuði og misseri hefur Viðskiptaráð ítrekað vakið athygli á neikvæðum áhrifum þessara breytinga á framtakssemi, fjárfestingu, sparnað og þátttöku í atvinnurekstri. Mikið hefur verið fjallað um þessar ríflegu 100 skattabreytingar í fjölmiðlum nú í vikunni, en hér að neðan má finna helstu umfjallanir um málið.

Tengt efni

At­vinnu­rekstur er allra hagur

„Það er mikið hagsmunamál fyrir launafólk að til séu þeir sem bæði geta stofnað ...
23. feb 2024

„Við þurfum raunsæja nálgun“

Ávarp Ara Fenger, formanns Viðskiptaráðs, á Peningamálafundi Viðskiptaráðs sem ...
23. nóv 2023

Vilt þú efla samkeppnishæfni Íslands?

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs Íslands. ...
5. des 2023