Upplagseftirlit Viðskiptaráðs lagt niður

Viðskiptaráð Íslands hefur frá og með 1. júlí sagt upp verksamningi sínum við þátttakendur Upplagseftirlits Viðskiptaráðs. Upplagseftirlitið hefur verið starfrækt frá miðbiki áttunda áratugar síðustu aldar og var eftirlitið á sínum tíma nauðsynleg upplýsingaveita fyrir auglýsendur og útgefendur. Öflug íslensk fyrirtæki hafa á undanförnum árum tekið við þessu hlutverki eftirlitsins og sinnt þörfum útgefenda og auglýsenda með umtalsvert betri hætti sem er fagnaðarefni að mati ráðsins.

Viðskiptaráð vill þakka þátttakendum Upplagseftirlitsins fyrir ánægjulegt samstarf undanfarin ár og óskar þeim velfarnarðar í framtíðinni.

Nánari upplýsingar veitir Haraldur I. Birgisson, lögfræðingur Viðskiptaráðs i síma 510-7100

Tengt efni

„Við þurfum raunsæja nálgun“

Ávarp Ara Fenger, formanns Viðskiptaráðs, á Peningamálafundi Viðskiptaráðs sem ...
23. nóv 2023

Ítalska framsóknarleiðin

„Mælistika sem leggja þarf á skatta er hvort þeir séu góð hugmynd til langs ...
29. ágú 2023

Samkeppnishæfni Íslands stendur í stað

Niðurstöður úttektar IMD háskóla á samkeppnishæfni ríkja voru kynntar á fundi ...
20. jún 2023