Móttaka Utanríkisráðuneytisins fyrir Alþjóðasvið Viðskiptaráðs

Formenn millilandaráða ásamt Utanríkisráðherra, formanni Viðskiptaráðs, forstöðumanni Alþjóðasviðs VÍ og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands.
--
Síðastliðinn fimmtudag fór fram móttaka á vegum Utanríkisráðuneytisins fyrir Alþjóðasvið Viðskiptaráðs og 13 millilandaráð þess. Var móttakan haldin í tilefni af skýrslunni„Utanríkisþjónusta til framtíðar“ og þeirra fjölmörgu snertifleta sem skýrslan á við millilandaráðin 13 sem heyra til Alþjóðasvið Viðskiptaráðs. Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs hélt erindi um þessa snertifleti, sem Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir, forstöðumaður Alþjóðasviðs dró saman fyrir tilefnið, og mikilvægi þess að starfa saman að því að bæta viðskiptasambönd Íslands erlendis. Samlegðaráhrifin væru talsverð. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og gestgjafi móttökunnar, tók einnig í sama streng í ávarpi sínu og fagnaði áralangri starfsemi millilandaráðanna. Höfðu gestir jafnframt tækifæri til þess að spyrja ráðherra út í hin ýmsu atriði um viðskiptasambönd okkar erlendis og höfðu móttökugestir mikið gagn og gaman af.

Hér má sjá myndir frá móttökunni.

Tengt efni

Miðasala á alþjóðadag viðskiptalífsins

Millilandaráðin standa fyrir alþjóðadegi viðskiptalífsins 9. nóvember
1. nóv 2022

Breskir fjárfestar og verslanir kynnast íslenskum heilsuvörum

Fulltrúar tíu íslenskra fyrirtækja sem framleiða heilsu- og snyrtivörur eru nú í ...
6. okt 2022

Hvert fer álið og hvaðan koma ávextirnir?

Greining á viðskiptum okkar við helstu viðskiptalönd – augljósar vísbendingar um ...
8. des 2021