Stjórnarhættir fyrirtækja, önnur útgáfa

Árið 2004 gáfu Viðskiptaráð Íslands, Kauphöll Íslands og Samtök atvinnulífsins út leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja. Nú er lokið endurskoðun leiðbeininganna og hefur ný útgáfa verið gefin út. Mikil og góð reynsla var af leiðbeiningunum og ákveðið var að gefa út nýjar og uppfærðar leiðbeiningar til að svara kalli atvinnulífsins.

Blaðamannafundur er boðaður klukkan 14 fimmtudaginn 29. desember í húsakynnum Viðskiptaráðs, Húsi verslunarinnar, 7. hæð.

 Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, Þór Sigfússon, fv. framkvæmdastjóri VÍ og forstjóri Sjóvá og Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands sitja fundinn, kynna leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja og svara spurningum blaðamanna.

Samkvæmt reglum Kauphallar Íslands er fyrirtækjum sem skráð eru í hana, skylt að fara að leiðbeiningunum. Leiðbeiningarnar henta einnig öðrum fyrirtækjum og hefur reynslan verið sú að leiðbeiningarnar hafa víða verið notaðar. Það er vænleg leið til árangurs að viðskiptalífið sjálft sýni frumkvæði og taki upp starfsreglur sem styrkja innviði fyrirtækja og auka traust milli almennings og fyrirtækja. Gagnkvæm tiltrú almennings og viðskiptalífs er lykill að bættri samkeppnisstöðu Íslands og betri lífskjörum.

Helstu fréttapunktar:

  • Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja komu í veg fyrir lagasetningu Alþingis um sama efni.
  • Reglurnar eru sjálfssprotnar og ríkið kemur hvergi nærri framkvæmd þeirra eða eftirliti – enda sjá markaðsaðilar og atvinnulífið sjálft um framkvæmd þeirra og eftirlit.
  • Öllum skráðum fyrirtækjum í Kauphöll Íslands er skylt að fara eftir leiðbeiningunum og þær hafa gefið góða raun.
  • Fjöldi ríkisstofnanna og óskráðra fyrirtækja nýta leiðbeiningarnar.
  • Gagnkvæm tiltrú almennings og viðskiptalífs er lykill að bættri samkeppnisstöðu Íslands og betri lífskjörum í landinu.

Í starfshópi þeim er samdi reglurnar sátu: Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallar Íslands, formaður, Ari Edwald framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Erlendur Magnússon framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka, dr. Guðfinna S Bjarnadóttir rektor HR, Ólafur Níelsson löggiltur endurskoðandi KPMG, Svanbjörn Thoroddsen forstöðumaður hjá Straumi-Burðarási fjárfestingabanka, Þorgeir Eyjólfsson forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og Þór Sigfússon forstjóri Sjóvá. 

Nánari upplýsingar veitir Davíð Þorláksson hjá Viðskiptaráði Íslands í síma 510-7100 eða á netfangið davidth@vi.is.

Tengt efni

Fimm staðreyndir inn í kjaraviðræður

Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði, skrifar um fimm staðreyndir ...
24. jan 2024

Breskir fjárfestar og verslanir kynnast íslenskum heilsuvörum

Fulltrúar tíu íslenskra fyrirtækja sem framleiða heilsu- og snyrtivörur eru nú í ...
6. okt 2022

Í minningu Davíðs Scheving Thorsteinssonar

Davíð fæddist 4. janúar 1930 og lést 8. apríl 2022.
25. apr 2022