Viðskiptaþing 2011: Tækifæri til að gera betur

Í viðhorfskönnun sem Viðskiptaráð lét vinna í aðdraganda Viðskiptaþings kom m.a. fram í svörum níu af hverjum tíu þátttakenda að stjórnvöld og stefna þeirra í skattamálum væri það sem helst stæði í veg fyrir endurreisn hagkerfisins. Alls tóku þátt í könnuninni hátt í á fjórða hundrað forsvarsmenn fyrirtækja og gerði Tómas Már Sigurðsson, formaður Viðskiptaráðs, niðurstöður hennar að umfjöllunarefni í setningaræðu sinni á Viðskiptaþingi, sem stendur nú yfir á Hilton Reykjavík Nordica.

Tómas sagði það dyljast engum hversu mikið verkefni það væri að ná tökum á stjórn efnahagsmála eftir fall íslensku bankanna. Uppgjör við eftirmála þess væri forsenda þess að ná samfélagslegri sátt sem byggjandi væri á. Nú hafi tvö ár verið nýtt til uppgjörs og þótt afturspegillinn væri mikilvægur væri framrúðan þó mikilvægari. Það sem mestu skipti hins vegar væri að koma vélinni í gang, en til þess þyrfti að leysa fjölmörg verkefni.

„Stöðugleiki er forsenda þess að efnahagslífið komist á réttan kjöl, stöðugleiki er forsenda þess að fjárfesting komist aftur af stað. Stjórnvöld hafa með stefnu sinni aukið á óvissu og dregið úr stöðugleika. Nærtækt er að benda á þá óvissu sem ríkir í orkuiðnaði og sjávarútvegsmálum. Þessu verður að linna, vandinn vegna hrunsins er nægur, við þurfum ekki að bæta á hann.“

Að mati Tómasar væru við þó á réttri leið, þó umræðan hafi verið með ofsa- og öfgakennd. Það þyrfti þó að ráðast í verkefnin og finna lausn á þeim. Tækist það ekki væri hætta á langvarandi atvinnuleysi, auknum atgervisflótti og langvinnri og erfiðri varnarbaráttu íslensks samfélags.

„Viðskiptaráð hefur viljað leggja sitt af mörkum í þessari umræðu. Það hefur meðal annars verið gert með því að birta skýrslur og samantektir á hugmyndum um nokkur viðamikil mál sem kalla á brýna úrlausn að mati Viðskiptaráðs.“ Nefndi Tómas í þessu ljósi skýrslur ráðsins síðustu þrjú ár, en þær eru: 

„En þó stjórnvöld séu gagnrýnd fyrir stefnu sína þá eru stjórnendur fyrirtækja gagnrýnir á sjálfa sig og sín eigin störf. Augljóst er að sá álitshnekkir sem atvinnulíf landsmanna hefur orðið fyrir gerir endurreisnina erfiðari. Nauðsynlegt er fyrir atvinnulífið að horfast í augu við þessa staðreynd og bæta úr eins og framast er kostur.“

Skýrslu Viðskiptaþingsins má nálgast hér og hluta af viðhorfskönnun Viðskiptaráðs er hér.

Ræðu Tómasar má nálgast hér og glærur hér.

Tengt efni

Styrkjum fjárlagagerðina: Bindandi útgjaldaþak

Í upphafi mánaðarins kynnti ríkisstjórnin fjárlagafrumvarp ársins 2011 og hafa í ...
13. okt 2010

Viðskiptaþing 2011: Endurreisnin samstarfsverkefni

Tómas Már Sigurðsson, formaður Viðskiptaráðs, ræddi í setningarræðu sinni á ...
15. feb 2011

Minnum á viðhorfskönnun vegna Viðskiptaþings

Fyrir skemmstu var viðhorfskönnun send á öll aðildarfélög ráðsins. Könnunin er ...
7. jan 2009