Skattadagurinn 2014

Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins, verður haldinn að Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 10. janúar kl. 8.30-10.00. Dagskrá hefst með setningu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóri NOX Medical, mun í erindi sínu fjalla um skattalega hvata fyrir hátæknifyrirtæki í alþjóðaviðskiptum. Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, mun fara yfir áhrif helstu skattabreytinga á fólk og fyrirtæki. Heimir Þorsteinsson, fjármálastjóri Actavis á Íslandi, greinir frá hlið fyrirtækisins á skattapeningnum. Að lokum mun Jörundur Hartmann Þórarinsson af skatta- og lögfræðisviði Deloitte fjalla um hvað beri að hafa í huga við skattlagningu milli landa. Fundarstjórn er í höndum Huldu Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra FKA.

Tekið er við skráningum á netfanginu skraning@deloitte.is og í síma 580-3000. Léttur morgunverður verður frá kl. 8.00 og verð er kr. 3.900.

Dagskrá Skattadags

Tengt efni

Nú er bara að hefjast handa

Á Skattadeginum 2022 var sjónum beint að nauðsynlegum umbótum í íslensku skattkerfi
13. jan 2022

Skattadagurinn 2022

Hinn árlegi Skattadagur Viðskiptaráðs, Deloitte og Samtaka atvinnulífsins verður ...
7. jan 2022

Miðasala er hafin á Peningamálafund Viðskiptaráðs

Nú er hafin miðasala á Peningamálafund Viðskiptaráðs 2021.
5. nóv 2021