Skattadagurinn 2014

Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins, verður haldinn að Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 10. janúar kl. 8.30-10.00. Dagskrá hefst með setningu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóri NOX Medical, mun í erindi sínu fjalla um skattalega hvata fyrir hátæknifyrirtæki í alþjóðaviðskiptum. Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, mun fara yfir áhrif helstu skattabreytinga á fólk og fyrirtæki. Heimir Þorsteinsson, fjármálastjóri Actavis á Íslandi, greinir frá hlið fyrirtækisins á skattapeningnum. Að lokum mun Jörundur Hartmann Þórarinsson af skatta- og lögfræðisviði Deloitte fjalla um hvað beri að hafa í huga við skattlagningu milli landa. Fundarstjórn er í höndum Huldu Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra FKA.

Tekið er við skráningum á netfanginu skraning@deloitte.is og í síma 580-3000. Léttur morgunverður verður frá kl. 8.00 og verð er kr. 3.900.

Dagskrá Skattadags

Tengt efni

Peningamálafundur Viðskiptaráðs

Föstudaginn 5. nóvember fer fram hinn árlegi peningamálafundur Viðskiptaráðs sem ...
5. nóv 2010

Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og SA

Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Samtök ...
10. jan 2013

Skattadagurinn 2017

Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs ...
19. jan 2017