Stjórnvöld marki sér skýra stefnu

Það er mikilvægt fyrir stjórnvöld að marka sér skýra stefnu til uppbyggingar efnahagslífsins, að mati Dr. Richard Vietor, sem nú heldur erindi á Viðskiptaþingi á Hilton Reykjavík Nordica. Sem dæmi um virka aðkomu stjórnvalda að uppbyggingu efnahagslífsins nefndi Vietor Singapúr, en þar hefur mikill vöxtur átt sér stað í efnahagslífinu síðustu áratugi, m.a. fyrir tilstuðlan stefnumótunar stjórnvalda. Vietor bar saman mismunandi stefnumörkun innan fjölda hagkerfa og fór yfir hverjir helstu veikleikar og styrkleikar hverrar stefnu hafa verið.

Dr. Vietor kom inn á það í erindi sínu stefna stjórnvalda hér á landi hafi hingað til hafi aðallega beinst að fjármálakerfinu, en það hafi nú breyst eftir alþjóðlegu fjármálakrísuna. Meðal þeirra punkta sem hann bendir á eru að skattar þurfa að virka hvetjandi, stjórnvöld verða sýna aðhald í ríkisfjármálum, sveigjanleiki þarf að ríkja á vinnumarkaði og stjórnvöld þurfa að sama skapi að hvetja til sparnaðar og fjárfestingar í landinu. Hér séu öll tækifæri til staðar fyrir hraða enduruppbyggingu hagkerfisins og mikilvægt að stjórnvöld marki skýra stefnu.

Einnig kom hann í erindi sínu inn á stöðuna í öðrum löndum sem hann hefur rannsakað í bók sinni: How Countries Compete: Strategy, Structure and Government in the Global Economy. Dr. Vietor kennir alþjóða stjórnmála- og hagfræði við Harvard Business School og hefur hann einnig stundað viðamiklar rannsóknir og ráðgjöf á sviði stefnumótunar stjórnvalda og viðskiptalífs.

Glærur Dr. Vietors má nálgast hér.

Tengt efni

María nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs

María kemur frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu og mun hefja störf ...
12. maí 2023

Ísland í þriðja sæti World Talent Ranking

Helstu veikleikar Íslands liggja í útfærslu iðnnáms og forgangsröðun ...
9. des 2022

Þegar betur er að gáð - Staðreyndir um stöðu heimilanna

Margt bendir til þess að staða heimila sé sterkari en haldið hefur verið fram og ...
11. feb 2022