Markaðsrannsóknir: Gagnlegar eða gagnslausar?

Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, hélt í morgun erindi um markaðsrannsóknir á fundi Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins um inngrip stjórnvalda á mörkuðum. 

Kynninguna má nálgast hér

Í erindi Frosta kom m.a. eftirfarandi fram: 

  • Markaðsrannsóknir geta verið gagnlegt framlag til uppbyggingar á heilbrigðu samkeppnisumhverfi.
  • Ef nýta á markaðsrannsóknir sem forsendu íhlutunar á mörkuðum hljóta gæðakröfur til þeirra að vera miklar.
  • Í nýrri úttekt Samkeppniseftirlitsins á eldsneytismarkaðnum orkar ýmislegt tvímælis í mikilvægum útreikningum rannsóknarinnar. Framsetning skýrslunnar er í mörgum tilfellum gildishlaðin og ekki er gætt að innbyrðis samræmi. Ýmsar afgerandi ályktanir eru dregnar sem byggja á veikum grunni og vekja einnig upp ýmsar spurningar.
  • Að mati Viðskiptaráðs fellur úttekt Samkeppniseftirlitsins á gæðaprófi fyrir markaðsrannsóknir af þessu tagi. Ýmislegt í rannsókninni getur reynst gagnlegt framlag til umræðunnar en almennt þarf að vanda betur til verka.

Tengt efni

Styðjum velferð frekar en opinber útgjöld

Þegar kakan minnkar harðnar baráttan um bitana. Þetta er lögmál sem hefur ...
16. okt 2009

SPIS: Markaðsverkefni Íslandsstofu

Guðný Káradóttir, forstöðumaður sviðs matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar ...
26. okt 2016

Íslenska fjármálakerfið – framtíðin er björt

Um 250 manns mættu á morgunverðarfund Viðskiptaráðs Íslands þar sem fjallað var ...
16. sep 2013