Markaðsrannsóknir: Gagnlegar eða gagnslausar?

Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, hélt í morgun erindi um markaðsrannsóknir á fundi Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins um inngrip stjórnvalda á mörkuðum. 

Kynninguna má nálgast hér

Í erindi Frosta kom m.a. eftirfarandi fram: 

  • Markaðsrannsóknir geta verið gagnlegt framlag til uppbyggingar á heilbrigðu samkeppnisumhverfi.
  • Ef nýta á markaðsrannsóknir sem forsendu íhlutunar á mörkuðum hljóta gæðakröfur til þeirra að vera miklar.
  • Í nýrri úttekt Samkeppniseftirlitsins á eldsneytismarkaðnum orkar ýmislegt tvímælis í mikilvægum útreikningum rannsóknarinnar. Framsetning skýrslunnar er í mörgum tilfellum gildishlaðin og ekki er gætt að innbyrðis samræmi. Ýmsar afgerandi ályktanir eru dregnar sem byggja á veikum grunni og vekja einnig upp ýmsar spurningar.
  • Að mati Viðskiptaráðs fellur úttekt Samkeppniseftirlitsins á gæðaprófi fyrir markaðsrannsóknir af þessu tagi. Ýmislegt í rannsókninni getur reynst gagnlegt framlag til umræðunnar en almennt þarf að vanda betur til verka.

Tengt efni

Viðskiptaráð reiðubúið til samvinnu um faglega meðferð málsins

Umsögn Viðskiptaráðs um drög að frumvarpi til laga um tekjuskatt (mál nr. 23)
14. jún 2022

Fullkomin óvissa um kostnað ríkissjóðs

Umsögn Viðskiptaráðs um breytingu á lögum um tímabundnar endurgreiðslur vegna ...
2. jún 2022

Viðskiptaráð fagnar stuðningi við nýsköpunar- og þróunarstarf

Umsögn Viðskiptaráðs um breytingu á lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki ...
2. jún 2022