Á hverju ári veitir Viðskiptaráð Íslands umsagnir um tugi lagafrumvarpa og þingsályktunartillagna sem lögð eru fram á Alþingi. Í flestum tilfellum er um að ræða frumvörp sem varða viðskiptalífið með beinum eða óbeinum hætti.
Nú liggur fyrir Alþingi nýlegt frumvarp fjármálaráðherra um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki og hefur Viðskiptaráð sent inn umsögn varðandi það til allsherjarnefndar alþingis.