Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um fjárlög ársins 2017. Ráðið gerir athugasemdir við þá stefnu sem mörkuð er í fjárlögunum. Áætlaður afgangur af rekstri ríkissjóðs of lítill og niðurgreiðsla skulda of hæg. Þá eru útgjöld til umdeildari málaflokka of mikil að mati ráðsins. Ráðið hvetur Alþingi ...
16. des 2016
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp til laga um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem miða að því að samræma lífeyriskerfi opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði. Viðskiptaráð fagnar því að ...
16. des 2016
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar um forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2017. Ráðið gerir athugasemdir við að ekki sé gert ráð fyrir lækkun tryggingagjalds, krónutöluskattar séu hækkaðir umfram almennar verðlagsbreytingar og nefnir jafnframt að það eigi ...
15. des 2016
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til innanríkisráðuneytisins vegna breytinga á þinglýsingarlögum. Með drögunum er lagður grundvöllur að rafrænum þinglýsingum skjala en nái frumvarpsdrögin fram að ganga verður mögulegt að þinglýsa öllum skjölum rafrænt. Viðskiptaráð fagnar því að loks standi til ...
29. nóv 2016
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til velferðarnefndar um frumvarp til breytinga á lögum um almannatryggingar. Viðskiptaráð styður að mestu leyti breytingar frumvarpsins. Ráðið gagnrýnir þó að fjármögnun breytinganna liggi ekki fyrir og að ekki sé kveðið á um að samstarfsverkefni skuli sett af ...
21. sep 2016
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna breytingartillagna við frumvarp til laga um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum. Með breytingartillögum við frumvarpið eru m.a. sett fram ákvæði sem eiga að sporna við svokallaðri þunnri eiginfjármögnun. Að mati ...
9. sep 2016
Með frumvarpi um lög um gjaldeyrismál er frelsi einstaklinga og fyrirtækja til fjármagnshreyfinga til og frá landinu og til gjaldeyrisviðskipta aukið verulega. Viðskiptaráð fagnar frumvarpinu sem markar tímamót í íslensku viðskiptaumhverfi. Ráðið hefur ítrekað bent á skaðsemi langvarandi ...
7. sep 2016
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps sem miðar að því að einfalda regluverk atvinnulífsins. Breytingarnar einfalda lagaumhverfi vegna stofnunar, skráningar og starfrækslu fyrirtækja. Einnig eru lagðar til breytingar sem er ætlað að sporna ...
5. sep 2016
Með frumvarpi um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð áforma stjórnvöld að styðja einstaklinga sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Viðskiptaráð tekur undir markmið frumvarpsins en telur að árangursríkari leiðir standi til boða.
31. ágú 2016
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til velferðarráðuneytisins vegna draga að frumvarpi um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Með frumvarpinu er annars vegar lagt til að fæðingarorlof foreldra verði lengt og hins vegar að mánaðarleg hámarksgreiðsla úr fæðingarorlofssjóði verði hækkuð. ...
25. ágú 2016
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt. Breytingarnar sem frumvarpið kveður á um hafa það að markmiði að takmarka möguleika á skattasniðgöngu með svokallaðri þunnri eiginfjármögnun. Viðskiptaráð ...
18. ágú 2016
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna draga að frumvarpi til laga um námslán og námsstyrki. Viðskiptaráð telur frumvarpsdrögin vera til mikilla bóta og vega þar þyngst hagfelldara stuðningsfyrirkomulag og bættar endurheimtur á útlánum sem draga úr ...
16. ágú 2016
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til velferðarráðuneytisins um drög að frumvarpi til breytinga á lögum um almannatryggingar. Viðskiptaráð styður breytingar frumvarpsins en gagnrýnir þó að fjármögnun breytinganna liggi ekki fyrir. Hvetur ráðið til þess að breytingarnar verði fjármagnaðar með ...
27. júl 2016
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn vegna frumvarps til nýrra lyfjalaga sem felur í sér heildarendurskoðun á núgildandi lyfjalögum. Ráðið telur ýmsar breytingar frumvarpsins til bóta en gerir athugasemdir við að ekki sé gengið nógu langt í því að leyfa sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri ...
9. jún 2016
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til atvinnuveganefndar um frumvarp um búvörulög. Með lagafrumvarpinu stendur til að innleiða nauðsynlegar lagabreytingar til að nýir búvörusamningar geti tekið gildi. Viðskiptaráð leggst gegn samningunum í fyrirliggjandi mynd og leggur til að viðræður um ...
31. maí 2016
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til fjárlaganefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um opinber innkaup. Margar af þeim breytingum sem lagðar eru til með frumvarpinu eru jákvæðar og til þess fallnar að stuðla að aukinni hagkvæmni í opinberum innkaupum. Ráðið gerir hins vegar alvarlegar ...
27. maí 2016
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til atvinnuveganefndar um frumvarp til breytingar á lögum um virðisaukaskatt. Frumvarpi þessu er ætlað að minnka álag á skattyfirvöld og draga úr reglubyrði smærri aðila með aukna skilvirkni fyrir augum. Viðskiptaráð telur frumvarpið mjög til bóta og vel til þess ...
24. maí 2016
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um fjárlagastefnu og -áætlun til ársins 2021. Ráðið fagnar framlagningu áætlunarinnar og telur hana styrkja bæði hagstjórn og fjármálastjórn hins opinbera. Að því sögðu skortir aðhald þegar kemur að opinberum útgjöldum - sérstaklega hvað varðar sjúkrahúsaþjónustu.
23. maí 2016
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til allsherjar- og menntamálanefndar um frumvarp til laga um útlendinga. Ráðið telur breytingarnar sem frumvarpið kveður á um vera til mjög bóta. Samkeppni um erlenda sérfræðinga takmarkast ekki við landamæri og því er mikilvægt að bæta stöðu þeirra hér á landi.
18. maí 2016
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að styðja við fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti. Heilt yfir er það mat ráðsins að frumvarpið bæti umtalsvert rekstrarumhverfi íslenskra ...
12. maí 2016
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna þingsályktunar um undirbúning að gerð þjóðhagsáætlana til langs tíma. Það er afstaða ráðsins að grundvöllur bættra lífskjara felist í langtímastefnu þar sem áhersla er lögð á bætta samkeppnishæfni og þar með ...
6. maí 2016
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld. Ráðið telur breytingarnar sem frumvarpið kveður á um vera til bóta. Að mati Viðskiptaráðs er sérstaklega brýnt að tryggingagjald verði lækkað og ...
6. maí 2016
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til allsherjar- og menntamálanefndar um frumvarp um brottfall laga um helgidagafrið. Með frumvarpinu er lagt til að lög um helgidagafrið nr. 32/1997 falli brott. Að mati ráðsins takmarka lög um helgidagafrið einstaklingsfrelsi um of og telur ráðið þau vera barn ...
5. apr 2016
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til atvinnuveganefndar um frumvarp til laga um leiðsögumenn. Með frumvarpinu er lagt til að starfsheitið leiðsögumaður ferðamanna verði lögverndað. Ráðið leggst gegn því að frumvarpið nái fram að ganga.
1. apr 2016
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til umhverfis- og samgöngunefndar um frumvarp til breytingar á sveitarstjórnarlögum. Með frumvarpinu er lagt til að sveitarstjórnum verði heimilað að leyfisskylda og innheimta leyfisgjald fyrir fénýtingu náttúrufyrirbrigða og ferðamannastaða. Viðskiptaráð styður ...
15. mar 2016
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til velferðarnefndar um frumvarp til breytinga á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Í frumvarpinu er lagt til að sveitarfélögum verði heimilað að setja í reglur sínar skilyrði um virkni þeirra sem eru vinnufærir en fá fjárhagsaðstoð. Viðskiptaráð styður ...
3. mar 2016
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp til nýrra laga um vátryggingastarfsemi. Viðskiptaráð telur að ekki eigi að innleiða regluverk hérlendis með meira íþyngjandi hætti en nauðsyn krefur til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands nema að baki því ...
26. feb 2016
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til velferðarnefndar um frumvarp til laga um styttingu á vinnuviku. Viðskiptaráð leggst gegn samþykkt frumvarpsins. Inngrip löggjafans myndi raska núverandi jafnvægi á vinnumarkaði með ófyrirsjáanlegum afleiðingum og skapa hættulegt fordæmi í formi aukinnar ...
23. feb 2016
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn vegna þingsályktunartillögu um embætti umboðsmanns aldraðra. Viðskiptaráð leggst gegn frekari fjölgun ríkisstofnana og telur að frekar ætti að fækka þeim. Ennfremur telur ráðið óeðlilegt að stjórnvöld sinni hagsmunagæslu fyrir afmarkaða þjóðfélagshópa líkt og ...
23. feb 2016
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til innanríkisráðuneytisins um drög að frumvarpi um póstþjónustu. Lagt er til að einkaréttur ríkisins á sviði póstþjónustu verði lagður niður og opnað verði fyrir samkeppni á póstmarkaði. Viðskiptaráð fagnar þessu skrefi og tekur heilshugar undir meginefni ...
17. feb 2016
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Viðskiptaráð telur margt það sem fram kemur í frumvarpinu vera mjög til bóta. Má þar helst nefna einföldun regluverks með því að aflétta leyfisskyldu í tilteknum flokkum og gera ...
17. feb 2016
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp til laga um ársreikninga. Viðskiptaráð telur margt það sem fram kemur í frumvarpinu vera til bóta. Ber þar helst að nefna einföldun regluverks gagnvart smærri fyrirtækjum. Ráðið gerir þó athugasemdir við ákveðna hluta ...
16. feb 2016
Viðskiptaráð hefur skilað umsögn vegna breytinga á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Viðskiptaráð leggur til að frumvarpið nái fram að ganga og að einkaleyfi ÁTVR á smásölu áfengis verði aflagt og smásala áfengis verði að ákveðnu marki frjáls. Ráðið telur forvarnir ákjósanlegri leið til að draga ...
15. feb 2016
Viðskiptaráð hefur skilað umsögn vegna þingsályktunartillögu um stefnu um nýfjárfestingar. Viðskiptaráð fagnar tillögunni og tekur undir hana að mestu leyti enda telur ráðið brýnt að bæta innlent fjárfestingarumhverfi. Lagði ráðið m.a. fram tillögur til aðgerða sem það telur vera til þess fallnar að ...
11. feb 2016
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna draga að frumvarpi til laga um opinber innkaup. Ráðið gerir alvarlegar athugasemdir við afnám svokallaðs samkeppnismats við framkvæmd útboða í gegnum miðlægar innkaupastofnanir í öðrum ríkjum. Að mati ráðsins er brýnt ...
22. jan 2016
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til velferðarnefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um almennar íbúðir. Viðskiptaráð leggst gegn því að frumvarpið nái fram að ganga. Telur ráðið líklegt að auknir opinberir styrkir til nýbygginga og kaupa á húsnæði muni leiða til hækkunar á fasteignaverði og ...
19. jan 2016
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til velferðarnefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um húsnæðisbætur. Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að hverfa frá núverandi áformum um hækkun húsnæðisbóta. Þess í stað telur ráðið að draga ætti úr slíkum stuðningi og taka fremur upp beinan ...
19. jan 2016