Íslenska er góður bisness - Tilnefningar

Viðskiptaráð Íslands, Árnastofnun og Festa kalla eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna viðskiptalífsins um eftirtektarverða notkun á íslenskri tungu. Frestur til að tilnefna rennur út til og með 1. nóvember.
16. nóv 2018

Bylting í stjórnun!

Viðskiptaráð Íslands og Manino halda ráðstefnu um nútíma stjórnunaraðferðir. Sérstök áhersla er á hvernig vinnustaðir geta eflt starfsfólk, innleitt hamingju og vinnukerfi sem laða fram hugmyndaauðgi starfsmanna.
27. sep 2018

Samfélagsskýrsla ársins verðlaunuð í fyrsta sinn

Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð veita viðurkenningu fyrir samfélagsskýrslu ársins 2018.
5. jún 2018

Blaðamannafundur um IMD niðurstöður

Síðustu ár hefur Viðskiptaráð í samstarfi við Íslandsbanka kynnt niðurstöður samkeppnishæfniúttektar IMD viðskiptaháskólans í Sviss. Af því tilefni bjóðum við til blaða- og kynningarfundar í Húsi atvinnulífsins fimmtudaginn 24. maí kl. 11:00 - 11:30.
24. maí 2018

Stjórnarhættir - Námsstefna

Þann 14. maí 2018 verður haldin heilsdags námsstefna í stjórnarháttum með áherslu á hagnýta nálgun fyrir íslenskan markað, þar með talið bestu starfshætti fyrir lífeyrissjóði, fyrirtæki og fjármálastofnanir. Námsstefnan er ætluð stjórnarmönnum fyrirtækja og stofnana, æðstu stjórnendum þeirra, ...
14. maí 2018

Morgunverðarfundur og útgáfa Hollráða um heilbrigða samkeppni

Morgunverðarfundur og útgáfa leiðbeininga til fyrirtækja um samkeppnisrétt: Hollráð um heilbrigða samkeppni.
24. apr 2018

​Rekstrarumhverfið á eyríkinu Íslandi

Fundur um rekstrar- og skattumhverfið á Íslandi þar sem fulltrúar frá atvinnulífinu og hinu opinbera fjalla um áhrif langtímastefnu á stór sem smá fyrirtæki sem starfa í alþjóðlegu markaðsumhverfi.
24. apr 2018

School 42 - Hádegisfyrirlestur

Olivier Crouzet, kennslustjóri School 42 leiðir okkur í allan sannleikann um aðferðafræði skólans sem hlotið hefur lof og viðurkenningar um allan heim. School 42 byggir á róttækri hugmyndafræði um menntun þar sem frumkvöðlar framtíðarinnar vinna saman að forritunar- og tækniverkefnum án þess að ...
15. feb 2018

Viðskiptaþing 2018 - S T R A U M H V Ö R F

Samkeppni og hefðbundnir viðskiptahættir eru að breytast á leifturhraða á tímum sögulegra framfara í tækni. Viðskiptaþing 2018, sem fram fer 14. febrúar, mun fjalla um hvernig tæknin er að endurskrifa leikreglur viðskiptalífsins. Aðalfyrirlesari þingsins 2018 er Andrew McAfee, einn eftirsóttasti ...
14. feb 2018

Viltu vita meira?

Hér getur þú skráð þig á póstlista Viðskiptaráðs