Réttarstaða fyrirtækja við rannsókn mála

Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins standa saman að morgunverðarfundi um réttarstöðu fyrirtækja við rannsókn mála. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 17. desember kl. 8.30-10.00 á Grand Hóteli Reykjavík. Athugið að frítt er inn á fundinn en nauðsynlegt er að tilkynna mætingu hér að neðan.
17. des 2015

DÍV: Aðalfundur og afmælismóttaka

Aðalfundur Dansk-íslenska viðskiptaráðsins fer fram fimmtudaginn 10.desember 2015 kl. 16.30 í bústað danska sendiherrans á Íslandi, Mette Kjuel Nielsen. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og eru félagar hvattir til að mæta.
10. des 2015

BRÍS: Aðalfundur 2015

Aðalfundur Bresk-íslenska viðskiptaráðsins verður haldinn 8. desember næstkomandi í Sendiráði Íslands í London, kl. 17.00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
8. des 2015

NIV: Omstilling og velstand i Norge og Island

Norsk-íslenska viðskiptaráðið stendur fyrir síðdegisfundi í Osló, fimmtudaginn 26. nóvember næstkomandi. Heiðursgestur fundarins er Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
26. nóv 2015

SIV: Get together in Stockholm

The Ambassador of Iceland in Sweden, Mrs Estrid Brekkan and the Swedish-Icelandic Chamber of Commerce, take great pleasure in inviting all members and others interested in advancing the relationship between the two countries, to Autumn get
18. nóv 2015

BRÍS: Er möguleiki að koma íslenskum tæknivörum og þjónustu inn á bresk sjúkrahús?

Bresk-íslenska viðskiptaráðið í samstarfi við viðskiptaskrifstofu sendiráðs Bretlands á Íslandi, UKTI og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands býður til fræðslufundar og vinnustofu fimmtudaginn 18. nóvember. Yfirskrift viðburðarins er „Er möguleiki að koma íslenskum tæknivörum og þjónustu inn á bresk ...
18. nóv 2015

NIV: Reynsla Norðmanna og möguleikar Íslands á evrópskum orkumarkaði

Miðvikudaginn 11. nóvember verður haldin ráðstefna um sæstreng til Evrópu. Á fundinum munu þrír erlendir sérfræðingar fjalla um reynslu Norðmanna af lagningu sæstrengja, rýna í möguleika Íslands á evrópskum orkumarkaði og greina nýjustu strauma og stefnur á markaðnum.
11. nóv 2015

Peningamálafundur 2015

Skráning er hafin á árlegan peningamálafund Viðskiptaráðs. Már Guðmundsson fjallar að vanda um stöðu og horfur í efnahagsmálum og aðrir þátttakendur í dagskrá verða kynntir þegar nær dregur.
5. nóv 2015

Morgunfundur með samgönguráðherra Grænlands

Grænlensk- íslenska viðskiptaráðið býður til opins fundar með Knud Kristiansen ráðherra og formanni Atassut, flokks íhaldsmanna. Atassut var stofnaður 1978 og er flokkurinn andsnúinn aðskilnaði frá danska ríkinu. Hann nýtur fylgis 6,5% kjósenda og hefur tvo þingmenn og tekur þátt í samsteypustjórn ...
30. okt 2015

Málþing um nýsköpun og skapandi greinar í stafrænu hagkerfi

BRÍS, Breska sendiráðið, Háskólinn í Reykjavík og Samtök iðnaðarins bjóða til málþings um nýsköpun og skapandi greinar í stafrænu hagkerfi, miðvikudaginn 28. október. Heiðursgestur er ráðherra menningarmála og starfræns hagkerfis, Ed Vaizey.
28. okt 2015

The Arctic in 2035 – Investment and Infrastructure

Norðurslóða-viðskiptaráðið og VÍB standa saman að málstofu á Arctic Circle ráðstefnunni í Október undir yfirskriftinni, The Arctic in 2035 – Investment and Infrastructure. Á málstofunni verður einblínt á áætlaða fjárfestingarþörf á norðurslóðum næstu 20 árin og þá innviði sem þarf til að sú ...
16. okt 2015

Hádegisfundur með Baltasar Kormáki

Hádegisfundur með Baltasar Kormáki fer fram á degi Leifs Eiríkssonar, föstudaginn 9. október, á Kex Hostel. Baltasar leikstýrði nýlega stórmyndinni Everest og mun hann á fundinum fjalla um fjármögnun stórra bíómynda, um leiðina frá hugmynd til frumsýningar, möguleika Íslendinga í alþjóðlegum ...
9. okt 2015

Heilbrigðiskerfi á krossgötum

Hver er staða heilbrigðismála á Íslandi í alþjóðlegum samanburði? Hverjar eru helstu áskoranir og hvar liggja tækifæri til að aukahagkvæmni? Leitast verður við að svara þessum spurningum á morgunverðarfundi um heilbrigðismál þriðjudaginn 22. september.
22. sep 2015

Interconnecting Interests - Sæstrengur milli Íslands og Bretlands

Bresk-íslenska viðskiptaráðið býður til opins fundar um lagningu sæstrengs milli Íslands og Bretlands þann 22. september næstkomandi undir yfirskriftinni „Interconnecting Interests“.
22. sep 2015

Úthlutun styrkja úr Rannsóknasjóði

Fyrsta úthlutun úr Rannsóknasjóði Viðskiptaráðs Íslands fer fram föstudaginn 18. september. Tilkynnt verður um styrkþega og munu þeir gera stutta grein fyrir verkefnum sínum.
18. sep 2015

International Chamber Cup 2015

Miðvikudaginn 26. ágúst fer fram hið árlega golfmót Viðskiptaráðs og millilandaráðanna, International Chamber Cup, á Korpúlfsstaðavelli (Golfklúbbi Reykjavíkur). Ræst verður út milli kl. 12-14.
26. ágú 2015

SPIS: Mañana - Spánn og framtíðin

Spánsk-íslenska viðskiptaráðið efnir til opins morgunfundar um framtíð efnahagsmála á Spáni fimmtudaginn 11. júní í Húsi atvinnulífsins kl. 08.30 - 10.00.
11. jún 2015

Samkeppnishæfni Íslands 2015 - fundur um úttekt IMD

Viðskiptaráð Íslands og VÍB boða til fundar, fimmtudaginn 28. maí kl. 8.30-10.00, þar sem niðurstöður úttektar IMD um samkeppnishæfni Íslands í alþjóðlegum samanburði verða kynntar og ræddar. Fundurinn fer fram í Norðurljósum Hörpu.
28. maí 2015

BRÍS: Golfmót á Belfry

This year BICC got touch with one of the most famous golf resorts in the UK – The Belfry. With it´s history which includes four times The Ryder Cup and multiple European tours along with being centrally located between the Humberside, Manchester and London and in only 15 minute drive from Birmingham ...
28. maí 2015

AMÍS: Aðalfundur

Aðalfundur AMIS verður haldinn miðvikudaginn 27.maí á Hilton Reykjavík Nordica kl. 11.30-13.30. Nákvæm dagskrá dagsins verður send út á næstu dögum.
27. maí 2015

GLIS og FOIS: Vestnorræna hagkerfið

Þriðjudaginn 26. maí nk. fer fram morgunverðarfundur um aukin viðskipti milli Íslands, Grænlands og Færeyja. Að fundinum standa Norðurslóða-viðskiptaráðið, Grænlensk-íslenska viðskiptaráðið (GLIS), Færeysk-íslenska viðskiptaráðið (FOIS) og Vestnorræna ráðið.
26. maí 2015

GLIS: Nýsköpun á Norðurslóðum

Í tilefni komu Asii Chemnitz Narup, borgarstjóra Nuuk, og hennar helstu embættismanna til Reykjavíkur er boðið til morgunfundar miðvikudaginn 13. maí kl. 9.00-10.30 um nýsköpun á Norðurslóðum með áherslu á málefnum tengdum Grænlandi.
13. maí 2015

AMIS: Viðskiptaferð til New York

Framundan er ferð til New York sem AMIS og Íslensk-ameríska viðskiptaráðið í samvinnu við Íslandsstofu skipuleggja. Í ferðinni gefst einstakt tækifæri til að fá innsýn í hugmyndir og framtíðarspá leiðandi einstaklinga og fyrirtækja í bandarísku viðskiptalífi.
29. apr 2015

FOIS: Aðalfundur 25. apríl

Færeysk-íslenska viðskiptaráðið boðar til aðalfundar laugardaginn 25. apríl í Reykjavik. Drög að dagskrá eru eftirfarandi: 12.00-14.00 Aðalfundur FOIS Borgartún 35 (léttur hádegisverður), 14:00 – 17.00 frjáls tími, 17.00-19.00 Sendistova Færeyja, móttaka hjá Hákuni sendiherra.
25. apr 2015

FRÍS: Ráðstefna um jarðvarma

Fimmtudaginn 16. april n.k. stendur FRÍS (fransk-íslenska viðskiptaráðið) fyrir ráðstefnu um jarðvarma í glæsilegum húsakynnum Viðskiptaráðs Parísar (CCIP) á Avenue Friedland. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við sendiráð Íslands í Frakklandi, sendiráð Frakklands á Íslandi og viðskiptaráð Parísar.
16. apr 2015

Úr höftum með evru?

KPMG stendur fyrir morgunverðarfundi í samstarfi við Alþýðusamband Íslands, Félag atvinnurekenda, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands um losun hafta og möguleg áhrif á rekstur íslenskra fyrirtækja. KPMG hefur unnið sviðsmyndagreiningu um mögulegar afleiðingar fyrir íslenskt atvinnulíf sem ...
31. mar 2015

Hvert er hið fullkomna landbúnaðarkerfi?

Morgunverðarfundur um íslenska landbúnaðarkerfið. Flutt verða erindi um æskilegt fyrirkomulag til að hámarka ávinning greinarinnar, annars vegar frá sjónarhóli neytenda og hins vegar framleiðenda.
25. mar 2015

Breytt skattaumhverfi - erum við á réttri leið?

VÍB efnir til fundar um í hvaða átt íslenska skattkerfið er að þróast. Meðal þess sem rætt verður um eru einkenni góðra skattkerfa, skattkerfið frá sjónarhóli einstaklinga og hvatar til sparnaðar og fjárfestinga.
12. mar 2015

Ráðstefna um góða stjórnarhætti

Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti, í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Nasdaq Iceland, efnir til árlegrar ráðstefnu um fyrirmyndarfyrirtækií stjórnarháttum þriðjudaginn 10. mars kl. 9.00-12.30 í hátíðarsal Háskóla Íslands. Aðgangseyrir er 9.500 kr.
10. mar 2015

Vinnustofa fyrir aðildarfélaga með Daniel Cable

Þann 12. febrúar kl. 10.30-12.00, sama dag og Viðskiptaþing, fer fram lokuð vinnustofa á Hilton Reykjavík Nordica um leiðtogahæfni og stefnumiðaða stjórnun í umsjón Daniel Cable, prófessors í stjórnun við LBS og aðalræðumanns Viðskiptaþings í ár.
12. feb 2015

Viðskiptaþing 2015 (Uppselt)

Viðskiptaþing árið 2015 verður haldið undir yfirskriftinni „Tölvan segir nei: Hvernig má innleiða breytingar hjá hinu opinbera?“ Aðalræðumaður verður Daniel Cable, prófessor við London Business School. Á þinginu verður fjallað um hlutverk og umfang hins opinbera, áskoranir og tækifæri sem felast í ...
12. feb 2015

Markaðssetning sjávarafurða og hugvits

Arne Hjeltnes verður aðalræðumaður morgunverðarfundar Norsk-íslenska viðskiptaráðsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) þann 5. febrúar. Hann er fjölhæfur og þekktur athafna-, kaupsýslu- og fjölmiðlamaður.
5. feb 2015

Skattadagurinn

Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins verður haldinn að Grand Hóteli Reykjavík þriðjudaginn 13. janúar 2015 kl. 8.30-10.00. Húsið opnar kl. 8.00 með léttum morgunverði. Verð kr. 3.900. Skráning á fundinn er á netfanginu skraning@deloitte.is
13. jan 2015

Viltu vita meira?

Hér getur þú skráð þig á póstlista Viðskiptaráðs