Peningamálafundur Viðskiptaráðs

Árlegur peningamálafundur Viðskiptaráðs fer fram í þingsölum 2 og 3 á Icelandair hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík. Yfirskrift fundarins er „Hver er staðan 5 árum eftir efnahagshrun?“ Þar mun seðlabankastjóri fjalla um stöðu hagkerfisins, eðli vandans og hvernig skapa megi ...
21. nóv 2013

Ráðstefna um alþjóðlegan fjárfestingarétt

Lagadeild Háskólans í Reykjavík, JURIS lögmannsstofa, LEX lögmannsstofa og Viðskiptaráð Íslands standa að ráðstefnu um alþjóðlegan fjárfestingarétt og regluverk erlendra fjárfestinga mánudaginn 18. nóvember kl. 13.15-16.30.
18. nóv 2013

Smáþing 2013

Fimmtudaginn 10. október kl. 14-17 verður Smáþing haldið á hótel Hilton Reykjavík Nordica, en þar verður stofnaður nýr vettvangur fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi undir merkjum Litla Íslands. Það eru Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök þeirra sem standa að þinginu.
10. okt 2013

Einfaldara og skilvirkara regluverk fyrir atvinnulífið

Forsætisráðuneytið og Viðskiptaráð Íslands efna til hádegisverðarfundar um einfaldara og skilvirkara regluverk fyrir atvinnulífið, mánudaginn 2. september næstkomandi. Þar munu erlendir sérfræðingar greina frá því hvernig helst megi ná árangri á þessu sviði. Fundurinn fer fram á Grand Hótel ...
2. sep 2013

International Chamber Cup

Fimmtudaginn 29. ágúst verður hið árlega golfmót Viðskiptaráðs og millilandaráðanna, International Chamber Cup, haldið á golfvellinum Keili í Hafnarfirði, sem talinn er vera einn af betri golfvöllum landsins. Veðurspáin er góð og gert er ráð fyrir 19 stiga hita.
29. ágú 2013

Ný-sköpun-ný-tengsl - 7. maí hjá HB Granda

Síðustu fjögur ár hefur Viðskiptaráð, í samstarfi við Klak Innovit, reglulega haldið vinsæl tengslakvöld undir yfirskriftinni Ný-sköpun-ný-tengsl. Þar hitta reynslumiklir stjórnendur áhugasama frumkvöðla sem eru að stíga sín fyrstu skref í atvinnurekstri. Á þessum vettvangi gefst félögum ráðsins ...
7. maí 2013

Menntun og verðmætasköpun - málþing í HR

Til að koma Íslandi út úr kreppu þarf að auka verðmætasköpun í landinu. Þetta verður aðeins gert með því að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið. Háskólar gegna þar lykilhlutverki, enda mennta þeir þjóðina til starfa sem byggja á hugviti. Sóknarfæri íslensks atvinnulífs eru mikil en til að nýta ...
11. apr 2013

Viðskiptaþing 2013

Viðskiptaþing 2013 er haldið undir yfirskriftinni Stillum saman strengi: hagkvæmni til heilla. Þar verður fjallað um fyrirliggjandi framleiðnivanda hagkerfisins, sem farið er yfir í nýlegri skýrslu McKinsey & Company Charting a Growth Path for Iceland, og mögulegar úrbætur þar á. Þá verður farið ...
13. feb 2013

Fjölbreytni í stjórnum - erum við á réttri leið?

Þriðjudaginn 5. febrúar fer fram ráðstefna sem ætlað er að ýta undir umræðu um kynjahlutföll í stjórnum. Hún er liður í að fylgja eftir samstarfssamningi SA, FKA, Viðskiptaráðs Íslands og Creditinfo sem undirritaður var á vordögum árið 2009 um að efla hlut kvenna í stjórnun íslensks atvinnulífs ...
5. feb 2013

Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og SA

Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins verður haldinn að Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 10. janúar 2013, kl. 8.30-10.00. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8.00. Skattamál skipa sífellt stærri sess í efnahagsumhverfi okkar og er ...
10. jan 2013

Viltu vita meira?

Hér getur þú skráð þig á póstlista Viðskiptaráðs