Sía útgefið efni eftir tegund: Fréttir | Greinar

​Sátt að loknum samningum

Þeir farsælustu hafi kunnað að tefla fram ákveðinni málamiðlun þannig að allir samningsaðilar hafi getað hampað einhverjum ávinningi að lokum. Aldrei hafi annar aðilinn fengið öllu sínu framgengt – enda væri þá eðli málsins samkvæmt ekki um samninga að ræða heldur valdboð.
27. des 2018

Opnunartími um jól og áramót

Skrifstofa Viðskiptaráðs er lokuð 24-26. desember. Opnunartími milli jóla og nýárs er eftirfarandi: 27. og 28. desember frá 10-14.
20. des 2018

Opið fyrir námsstyrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs

Opið er fyrir umsóknir til námsstyrkja úr Menntasjóði Viðskiptaráðs fyrir framhaldsnema erlendis. Umsóknarfrestur er til og með 11. janúar 2019. Tilkynnt er um styrkþega á Viðskiptaþingi þann 14. febrúar 2019.
13. des 2018

Miðasala er hafin á Viðskiptaþing 2019

Aðalfyrirlesar þingsins eru Paul Polman, forstjóri Unilever og Valerie G. Keller, forstjóri Ernst & Young - Beacon Institute.
11. des 2018

Miðasala á Viðskiptaþing 2019 hefst á mánudaginn

Miðasala hefst á mánudaginn á tix.is og heimsþekktir fyrirlesarar verða þá kynntir til leiks.
7. des 2018

Alþjóðageirinn til bjargar

Þessi talnasúpa endurspeglar miklu stærri veruleika en einhverjar tölur á blaði. Hún endurspeglar nýtingu íslensks hugvits sem skapar tækifæri, störf og verðmæti.
5. des 2018

Viðskiptaþing 2019 - 14. febrúar

Viðskiptaþing 2019 er haldið 14. febrúar undir yfirskriftinni Skyggni nánast ekkert - Forysta í heimi óvissu.
26. nóv 2018

Kjaragæsin og kaupmáttareggin

Einu sinni fyrir langa löngu í þorpi nokkru bjuggu verslunarmaður og verkakona með börnum sínum. Fjölskyldan hafði það nokkuð gott og vanhagaði um fátt. Þau áttu undurfagra kjaragæs sem verpti eggi á hverjum degi. Það var ekki venjulegt egg, heldur gullegg!
23. nóv 2018

Brandenburg hlaut hvatningarverðlaunin og Mjólkursamsalan heiðursverðlaun

Sannkölluð hátíðarstund var í húsakynnum Arion Banka í morgun þar sem hvatningarverðlaun viðskiptalífsins um eftirtektaverða notkun á íslenskri tungu voru veitt í fyrsta skipti, á degi íslenskrar tungu.
16. nóv 2018

Kjaraskútan

Líkt og í öðrum þjóðmálum er manni nánast hrint út í að skipa sér í fylkingu – með eða á móti – annars telst maður ekki gjaldgengur í umræðu dagsins. Hvað ef maður finnur sig ekki í þessum fylkingum? Hvað ef þessi alvarlegu mál horfa öðruvísi við manni?
15. nóv 2018

Vel heppnaður peningamálafundur í hávaxtalandi

Hinn árlegi Peningamálafundur Viðskiptaráðs fór fram í gær og bar hann yfirskriftina „Hávaxtaland að eilífu?“ enda haldinn í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabankans. Að vanda voru líflegar umræður og margt áhugavert kom fram.
9. nóv 2018

Samkomulag millilandaráða Viðskiptaráðs og utanríkisráðuneytis undirritað

Í dag undirrituðu utanríkisráðuneytið og alþjóðlegu viðskiptaráðin sem starfa innan vébanda Viðskiptaráðs Íslands, samkomulag um að efla og formgera áralangt samstarf þessara aðila á sviði utanríkisviðskipta Íslands.
8. nóv 2018

Peningamálafundur 2018

Miðasala er nú hafin á hinn árlega Peningamálafund Viðskiptaráðs Íslands sem fer fram 8. nóvember nk. á Hilton Nordica frá 8:30-10:00.
29. okt 2018

Lokað á skrifstofu 5. - 6. nóvember

Lokað er á skrifstofu Viðskiptaráðs 5. nóvember og fyrri hluta dags 6. nóvember nk. vegna starfsferðar. Skrifstofan opnar aftur kl. 13.00 þann 6. nóvember.
29. okt 2018

Af dönsku leiðinni

Það hljóta allir að vera sammála því að skattar eiga ekki að hvetja til skuldsetningar umfram það sem samræmist efnahagslegum stöðugleika og að samanburður skattprósenta milli landa segir okkur lítið einn og sér.
26. okt 2018

Versti skatturinn

Á mannamáli þýðir því bankaskatturinn minni ávöxtun á sparifé og hærri vexti til fólks og fyrirtækja. Þannig er einfaldlega eðli skatta. Varla heyrist sá dagur sem ekki er, með réttu, kvartað yfir því að vaxtastig á Íslandi sé of hátt. Vandfundin er leið að því markmiði sem er jafn beinskeytt og ...
17. okt 2018

Hvatningarverðlaun viðskiptalífsins um eftirtektaverða notkun á íslenskri tungu

Viðskiptaráð Íslands, Árnastofnun og Festa kalla eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna viðskiptalífsins um eftirtektarverða notkun á íslenskri tungu.
16. okt 2018

Sigurvegarar í Verkkeppni VÍ hyggjast umbylta aðgengi að námsefni

Verkefnið Skilvirkt lærdómssamfélag bar sigur úr býtum í Verkkeppni Viðskiptaráðs sem haldin var í annað sinn nú um helgina. Sigurvegarar Verkkeppni VÍ hyggjast umbylta aðgengi að námsefni en liðið var skipað einstaklingum á aldrinum 16-46 ára með afar fjölbreyttan bakgrunn.
16. okt 2018

Sveitarfélög kleinan í kjaraviðræðum

Spjótum er beint að atvinnurekendum og hinu opinbera en minna hefur farið fyrir umræðu um hvaða þátt sveitarfélögin spili í komandi kjaraviðræðum.
15. okt 2018

Nóbelinn til rannsóknar- og þróunarríkisins Íslands

Romer, annar nýkrýndu Nóbelsverðlaunahafanna, heldur því fram að fjárfesting í mannauði, nýsköpun og þekkingu séu lykilþættir til að auka hagvöxt. Undirstrikar hann að sjálfbær árangur til lengri tíma byggist fyrst og fremst á skýrri stefnumótun hins opinbera og nefnir þar að stuðningur og ívilnanir ...
11. okt 2018

Kolibri hlaut verðlaunin Bylting í stjórnun!

Á ráðstefnu gærdagsins, Bylting í stjórnun! voru verðlaunin Bylting í stjórnun! veitt í fyrsta sinn en það fyrirtæki sem þótti mest hafa skarað fram úr var hugbúnaðarfyrirtækið Kolibri.
28. sep 2018

Stjórnleysi á vinnustað

Samkvæmt viðmælanda mínum mætti klippa á það foreldrasamband sem virðist ríkja á mörgum vinnustöðum þar sem starfsfólk nánast eins og börn við foreldra þurfa að biðja yfirmenn um leyfi fyrir öllum sköpuðum hlutum.
27. sep 2018

Katrín Olga með erindi hjá Sameinuðu þjóðunum

Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs, hélt erindi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna á ráðstefnu um fjármögnun sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu þjóðanna í New York. Jafnrétti kynjanna var eitt af meginþemum fundarins.
26. sep 2018

Vitum við eitthvað um ójöfnuð?

Það vill væntanlega enginn að allir þénuðu og ættu jafn mikið. Til hvers að taka áhættu og leggja sig almennt fram ef svo er í pottinn búið? Líklega yrði lítið eftir til skiptanna. Það vill heldur enginn að fáir fái notið alls þess sem líf í auðugu landi hefur upp á að bjóða. Sannleikurinn liggur ...
22. sep 2018

Hvernig getur ánægja haft bein áhrif á afkomu?

Hugtök eins og ánægja starfsmanna, þróun fyrirtækjamenningar, afburðarárangur í rekstri og ánægðir viðskiptavinir eru dæmi um þætti sem nýsköpun í stjórnun einblínir á.
18. sep 2018

Sama verð þýðir ekki samráð

Viðskiptaráð hefur í yfir heila öld stutt virka samkeppni og jafnan samkeppnisgrundvöll fyrirtækja á Íslandi, enda er samkeppni mikilvægt afl framfara og bættra lífskjara allra. Aðhald neytenda er líka af hinu góða og eðlilegur hluti af virkri samkeppni. Það réttlætir þó ekki að hrópa samráð séu ...
17. sep 2018

100 ára saga verslunar og viðskipta á Íslandi

Heimildarmyndin Hugvit leyst úr höftum er nú aðgengileg aftur á Sarpi RÚV. Heimildarmyndin fjallar um sögu Viðskiptaráðs Íslands í hundrað ár þar sem saga verslunar og viðskipta er þrædd frá 1917 til dagsins í dag.
3. sep 2018

Að hvetja frekar en að refsa

Alþekkt er hvernig EES-reglur eru í þriðjungi tilfella innleiddar með meira íþyngjandi hætti en þörf er á og sektir oft hærri en gengur og gerist í löndunum í kringum okkur. Hvernig stendur á því að í íslenskri löggjöf sé frekar leitast eftir því að íþyngja og refsa, en að auka skilvirkni og skapa ...
30. ágú 2018

Dýra innanlandsflugið hefur aldrei verið ódýrara

Við viljum öll að um land allt sé blómleg byggð og að uppbygging, hvers eðlis sem hún er, sé ekki bundin við lítið horn á landinu. Það er þó ekki sjálfgefið að niðurgreiðsla flugfargjalda styðji við það markmið, sérstaklega þegar þau flugfargjöld hafa aldrei verið ódýrari.
30. ágú 2018

Regla í heystakki

Ef einhver ætlar að kynna sér tiltekna reglugerð eða vill fá heildstætt yfirlit yfir gildandi stjórnvaldsfyrirmæli er það hægara sagt en gert. Nú er sá hátturinn hafður á að reglugerðir birtar í reglugerðarsafni Stjórnarráðsins og allar síðari breytingar á þeirri reglugerð eru að jafnaði birtar í ...
28. ágú 2018

Uppreisnarseggir, athugið!

Miðasala er hafin á ráðstefnu Viðskiptaráðs Íslands og Manino um nútíma stjórnunaraðferðir. Sérstök áhersla er á hvernig vinnustaðir geta eflt starfsfólk, innleitt hamingju og vinnukerfi sem laða fram hugmyndaauðgi starfsmanna.
17. ágú 2018

Útflutningur í lausamöl

Við fullveldi Íslands árið 1918 var hlutfall útflutnings litlu lægra (38%) en aftur á móti hefur landsframleiðsla á mann nærri 18-faldast síðan þá, sem byggir á samsvarandi vexti útflutnings. Það þýðir að lífskjör í Tansaníu eða á Vanúatú eru í dag, á mælikvarða landsframleiðslu, áþekk því sem var á ...
20. júl 2018

Sumarlokun

Sumarlokun Húss atvinnulífsins er í tvær vikur frá og með 23. júlí. Hins vegar er opið hjá Viðskiptaráði Íslands frá 9:00 - 14:00 alla virka daga vegna afgreiðslu upprunavottorða og ATA skírteina. Húsið verður læst en hringja þarf í síma 510-7100.
18. júl 2018

Viðskiptum snúið á haus

Kannski sáu íslenskir ráðamenn fyrir hvernig viðskiptakænsku heimsveldanna yrði snúið á haus en Ísland varð fyrsta ríki innan Evrópu til að ljúka fríverslunarsamningi við Kína.
28. jún 2018

Ísland hækkar á lista stafrænnar samkeppnishæfni

Ísland hækkar um tvö sæti í úttekt IMD viðskiptaháskólans á stafrænni samkeppnishæfni og fer því úr 23. og upp í 21. sæti af 63. Frá 2014 hefur Ísland hækkað um sex sæti á listanum. Á tímum fordæmalausra tæknibreytinga og stafrænnar þróunar eru þetta gleðitíðindi. Einnig er jákvætt að Ísland sé að ...
19. jún 2018

Viðskiptaráð verðlaunar útskriftarnema í HR

Viðskiptaráð Íslands verðlaunaði útskriftarnemendur við útskrift HR sem fram fór laugardaginn 16. júní s.l. Viðskiptaráð hefur verðlaunað nemendur með þessum hætti frá því að HR útskrifaði sína fyrstu nemendur, en verðlaunagripurinn í ár var 100 ára hátíðarrit ráðsins er fer m.a. yfir sögu verslunar ...
18. jún 2018

​Hraðatakmörkun íslenskra fyrirtækja

Athugasemdir viðskiptalífsins snúa að því að styrkja regluverkið þannig að það feli í sér þann fyrirsjáanleika og réttarvissu sem almennt er talin mikilvægur hornsteinn í heilbrigðu viðskiptalífi. Því miður getur reynst erfitt að koma þessum sjónarmiðum á framfæri, eða eiga i uppbyggilegu samtali um ...
14. jún 2018

Samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja krufin

Vel heppnaður fundur Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins fór fram í gær. Þar var samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja krufin til mergjar.
13. jún 2018

HR einn af hundrað bestu ungu háskólum heims

Háskólinn í Reykjavík er einn af hundrað bestu ungu háskólum í heiminum í dag, samkvæmt lista Times Higher Education sem birtur var í gær. Á listanum eru háskólar 50 ára og yngri og er Háskólinn í Reykjavík í 89. sæti á listanum.
7. jún 2018

Samkeppnishæf lífskjör

Oft er látið sem svo að fyrirtækin og fólkið í landinu eigi í baráttu, að velgengni annars sé á kostnað hins. Fyrir mér er ekkert eins fjarri sanni því eins og rannsóknir og mælingar gefa svo sterklega til kynna haldast lífsgæði og rekstrarumhverfi fyrirtækja hönd í hönd. Stöndum vörð um hag okkar ...
6. jún 2018

Viðurkenning fyrir samfélagsskýrslu veitt í fyrsta sinn

Viðurkenning fyrir samfélagsskýrslu ársins var veitt í fyrsta skipti í gærmorgun. Með viðurkenningunni vilja Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands hvetja fyrirtæki til að setja sér mælanleg markmið og birta reglulega opinberlega, með vönduðum hætti, upplýsingar um ...
6. jún 2018

Gunnar Dofri lögfræðingur Viðskiptaráðs

Gunnar Dofri Ólafsson hefur verið ráðinn lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Gunnar er með meistarapróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands og hefur víðtæka reynslu af bæði lögfræðistörfum og störfum í fjölmiðlum.
6. jún 2018

Nýr samningur um atvinnuréttindi ungs fólks

Á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, með Taro Kono, utanríkisráðherra Japans, 29. maí sl, var staðfest samkomulag um tímabundin atvinnuréttindi ungs fólks í Japan og á Íslandi.
1. jún 2018

Viðskiptaráð verðlaunar útskriftarnema Verzlunarskólans

Viðskiptaráð Íslands hefur í gegnum tíðina verðlaunað nema sem útskrifast með láði frá viðskiptadeild og alþjóðadeild Verzlunarskóla Íslands. Síðastliðinn laugardag, þann 26. maí sl. var árleg útskrift Verzlunarskólans haldin með óvenjulegu sniði þar sem fyrsti árgangur þriggja ára ...
31. maí 2018

Aldrei meiri hætta á flutningi fyrirtækja úr landi

Vísbendingarnar um að samkeppnishæfni bæti lífskjör, að öðru óbreyttu, eru yfirgnæfandi. Tilraunastarfsemi til að storka því er mesta áhættuatriði sem hægt er að framkvæma gagnvart lífskjörum Íslendinga.
30. maí 2018

Útsvarsspurningin

Litlar sem engar breytingar hafa orðið á útsvarsprósentu sveitarfélaga frá því gengið var síðast til kosninga, þrátt fyrir að tekjustofn þeirra hafi vaxið mikið í takt við uppgang þjóðarbúsins, launahækkanir og hækkun fasteignaverðs.
24. maí 2018

Vel heppnaður tengslaviðburður hjá Marel

Tengslaviðburðurinn NÝ-SKÖPUN-NÝ-TENGSL fór fram í tíunda skipti í gærkvöldi. Að þessu sinni bauð Marel heim og tóku þær Linda Jónsdóttir, fjármálastjóri og Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, yfirmaður vöruþróunar á Íslandi og Bretlandi, á móti gestum.
23. maí 2018

Samfélagsskýrsla ársins verðlaunuð

Þann 5. júní verður samfélagsskýrsla ársins verðlaunuð í fyrsta sinn af Viðskiptaráði Íslands, Festu og Stjórnvísi
18. maí 2018

Aðför gegn upplýstu samfélagi

Opinberar hagtölur eru ekki heilagar, og engin ein rannsókn eða tölfræði segir alla söguna. Það er hins vegar galin hugmynd að hafna með öllu að nýta sér bestu mögulegu samanburðargögn, jafnvel þótt þau henti ekki málstaðnum.
10. maí 2018

Samkeppnismál í ójafnvægi

Ein áskorun íslensks viðskiptaumhverfis er skilgreining Samkeppniseftirlitsins á mörkuðum hér á landi. Sú túlkun sem nýtt er í dag er löngu orðin úrelt þar sem landamæri markaða eru nánast horfin vegna tæknibreytinga og erlendra keppinauta sem bjóða ekki aðeins upp á þjónustu og vörur í gegnum netið ...
3. maí 2018

Námsstefna um stjórnarhætti 14. maí

Námsstefnan er ætluð stjórnarmönnum fyrirtækja og stofnana, æðstu stjórnendum þeirra, riturum stjórna, lögmönnum, endurskoðendum, einkafjárfestum og stofnanafjárfestum s.s. lífeyrissjóðum, vátryggingafélögum og verðbréfasjóðum.
3. maí 2018

Sterkari saman

Þeir sem hafa komið nálægt rekstri fyrirtækja þekkja mikilvægi þess að hagræða. Oftar en ekki er sú hagræðing fólgin í því að sameinast öðrum fyrirtækjum og ná þannig fram stærðarhagkvæmni með betri nýtingu tækja, húsnæðis og mannauðs.
27. apr 2018

Bein útsending - Rekstrarumhverfið á eyríkinu Íslandi

Hér hefst útsending frá opnum fundi í Silfurbergi; Rekstrarumhverfið á eyríkinu Íslandi. Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Íslandsstofa, SKR lögfræðiþjónusta, Grant Thornton og GAMMA standa að fundinum.
24. apr 2018

Óþarflega íþyngjandi

Stundum er erfitt að skilja aðgerðir og ákvarðanir stjórnvalda öðruvísi en að það sé einbeittur vilji þeirra að valda tregðu og óhagræði í rekstrarumhverfi fyrirtækja á Íslandi.
23. apr 2018

Það er dýrt að hækka laun á Íslandi

Ef við viljum ýta undir nýsköpun hér á landi og laða að fremur en fæla frá fyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni þurfum við að huga vandlega að því hvernig hægt er að tryggja að íslensk fyrirtæki geti greitt alþjóðlega samkeppnishæf laun án þess að það raski undirstöðum rekstrarins.
20. apr 2018

Nýtt starfsfólk til Viðskiptaráðs

Þrír nýir starfsmenn hefja nú störf hjá Viðskiptaráði Íslands.
20. apr 2018

Persónuvernd og almannahagsmunir

Nú fara að verða tvö ár síðan reglugerð Evrópusambandsins var samþykkt. Þá þegar hefði átt að hefja undirbúning að innleiðingu hennar á Íslandi. Það er ekki fyrr en nú á síðustu vikum sem drög að frumvarpi hafa litið dagsins ljós.
12. apr 2018

Götóttur þjóðarsjóður

Stofnun þjóðarsjóðs gæti verið heillaspor ef hann er útfærður á skynsamlegan hátt. Eins og staðan er núna virðist sjóðurinn þó götóttur, bæði bókstaflega og hugmyndafræðilega.
12. apr 2018

Leitum að lögfræðingi Viðskiptaráðs

Viðskiptaráð Íslands auglýsir eftir lögfræðingi ráðsins. Starfið krefst frumkvæðis og hæfileika til að laga sig að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum.
11. apr 2018

Alvarlegar athugasemdir á fundi með dómsmálaráðherra

Fulltrúar Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífins o.fl. gerðu alvarlegar athugasemdir við drög að frumvarpi til nýrra persónuverndarlaga. Fulltrúar samtakanna fylgdu umsögninni eftir með fundi með Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra og embættismönnum.
9. apr 2018

Fögnum löngu tímabæru afnámi þaksins

Viðskiptaráð Íslands fagnar fyrirætlunum stjórnvalda um afnám þaks á endurgreiðslur rannsókna- og þróunarkostnaðar fyrirtækja, sem boðaðar eru í fjármálaáætlun 2019-2023.
6. apr 2018

Eiga barneignir varanlegan þátt í launamun kynjanna?

Ný dönsk rannsókn, sem vakið hefur mikla athygli, sýnir að nánast allan áður óútskýrðan launamun kynjanna þar í landi megi rekja til þess að konur eignast börn. Rannsóknin sýnir að konur sem eignast börn lendi varanlega á eftir körlum í tekjuþróun og einnig á eftir þeim konum sem eignast ekki börn.
2. apr 2018

Ný Skoðun ráðsins um markaðsbresti í menntun

Viðskiptaráð hefur gefið út Skoðun um markaðsbresti í menntun á Íslandi.
21. mar 2018

Vel heppnuð ráðstefna um viðskipti og ríkiserindrekstur

Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, hélt erindi á ráðstefnu um viðskipti og ríkiserindrekstur á 21. öld (e. Trade and Diplomacy in the 21st Century) fyrir fullum Hátíðarsal Háskóla Íslands. Ráðstefnan var haldin af utanríkisráðuneytinu og alþjóðadeild Háskóla Íslands í samstarfi við ...
19. mar 2018

Viðskiptaráð verðlaunar sigurvegara Stjórnunarkeppni HR

Viðskiptaráð Íslands verðlaunaði sigurlið Stjórnunarkeppninnar sem haldin var 14. mars sl. Verzlingarnir Arnaldur Þór Guðmundsson, Atli Snær Jóhannsson og Gísli Þór Gunnarsson báru sigur úr býtum eftir að hafa rekið súkkulaðiverksmiðju yfir fimm ára tímabil.
16. mar 2018

Molnar úr grunnstoðinni

Stolt yfir skjótum viðsnúningi horfir þjóðin nú með samviskubiti á þann hornstein sem byrjað er að molna úr. Höfum við vanrækt þá grundvallarstoð sem mestu skiptir um framtíðarhorfur þjóðarinnar?
16. mar 2018

Gætum tungu okkar

Með hröðum tæknibreytingum og alþjóðavæðingu fylgja ný orð og hugtök. Þörfin á myndun íslenskra nýyrða eykst því stöðugt og hvetja þarf til notkunar þeirra í daglegu tali. Auðvitað verður ekki hjá því komist að fyrirtæki notist við ensku og önnur tungumál í alþjóðlegum rekstri. Þess vegna er góð ...
15. mar 2018

Nýsköpunarlífeyrir

Hér eru tvær áskoranir: Annars vegar mikilvægi þess að auka nýsköpun hvarvetna og hins vegar takast á við breytta aldurssamsetningu. Getum við leyst þær samtímis?
14. mar 2018

Við leitum að sérfræðingi á hagfræðisviði

Viðskiptaráð Íslands auglýsir eftir sérfræðingi á hagfræðisviði. Við leitum að kraftmiklum og metnaðarfullum einstaklingi sem vill krefjandi starfsreynslu og bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja á Íslandi.
9. mar 2018

Skrifstofan lokuð miðvikudaginn 7. mars

Skrifstofa Viðskiptaráðs er lokuð miðvikudaginn 7. mars vegna starfsdags teymisins.
6. mar 2018

Er val að eiga eða leigja íbúð?

Hús­næð­is­stefnan hefur spurt rangrar spurn­ing­ar: Hvernig getur fólk eign­ast hús­næði? Rétt­ara er að spyrja: Hvernig getur fólk eign­ast heim­ili?
6. mar 2018

Hreinsum borðið

Þegar mikilvægar ákvarðanir eru teknar um lausn á nýjum eða breyttum viðfangsefnum þá er reynsla fyrri kynslóða hið dýrmætasta veganesti. En það dugir ekki til eitt og sér. Hraðar breytingar kalla á bæði gagnrýna hugsun og óbeislaðan sköpunarkraft.
1. mar 2018

Erindi Viðskiptaþings 2018 aðgengileg

Erindi Viðskiptaþings 2018 eru aðgengileg á spilunarrás okkar á YouTube. Er þeim skipt niður eftir framsögumönnum þannig að auðvelt er að velja sinn uppáhalds fyrirlesara og flakka á milli.
27. feb 2018

Samhljómur

Eftir vel heppnað Viðskiptaþing í síðustu viku, þá kom orðið „samhljómur“ upp í huga mér, þegar ég mat hvaða hughrif dagurinn veitti mér. Samhljómur sem margir hafa kallað eftir og loksins fannst mér við vera að nálgast að slá sama tóninn. Ég hef ítrekað í ræðum mínum og ritum – rætt um að láta af ...
22. feb 2018

Þjóðtungan falin í ársreikningum?

Þegar efla á samkeppnishæfni Íslands til lengri tíma verður allt að vera undir. Inngrip ríkisins í atvinnurekstri fyrirtækja verða að vera vel rökstudd. Þetta á þó til að gleymast.
19. feb 2018

​„Ég lærði þetta af Youtube“

Í hvaða tónlistarskóla ert þú? spurði ég son vinkonu minnar þegar hann hafði spilað þetta fína lag fyrir okkur á gítarinn. Svarið kom mér á óvart. „Ég er ekkert í neinum skóla – ég lærði þetta af YouTube.“ Á mig kom hálfgert hik. Er virkilega hægt að læra að spila á gítar í gegnum YouTube?
19. feb 2018

Úrslit stjórnarkjörs Viðskiptaráðs 2018-2020

Á aðalfundi Viðskiptaráðs sem fram fór í morgun voru kynnt úrslit kosninga til formanns og stjórnar ráðsins fyrir tímabilið 2018-2020. Í nýkjörinni stjórn Viðskiptaráðs fyrir tímabilið 2018-2020 eru kynjahlutföll nánast jöfn, 47% konur og 53% karlar. Er það langhæsta hlutfall kvenna í stjórn ...
14. feb 2018

Formaður Viðskiptaráðs: Nýsköpun leiðin til framfara

Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs, lagði í ávarpi sínu á Viðskiptaþingi, sem nú stendur yfir, áherslu á rétt viðmót fyrirtækja og stjórnvalda við þeim öru tæknibreytingum sem nú eiga sér stað.
14. feb 2018

Viðskiptaráð tekur upp kynjakvóta í stjórn

Á aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands var rétt í þessu samþykkt að leiða í lög ráðsins ákvæði um kynjakvóta í stjórn.
14. feb 2018

Ingibjörg, Halla, Ólafur og Úndína hljóta námsstyrki Menntasjóðs Viðskiptaráðs

Á Viðskiptaþingi 2018 voru veittir árlegir námsstyrkir úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands. Í ár var sérstaklega sóst eftir umsækjendum sem stunda nám og rannsóknir tengdum stafrænni tækniþróun.
14. feb 2018

Ræða formanns Viðskiptaráðs og forsætisráðherra

Viðskiptaþing 2018 hefst nú klukkan 13:00. Þú getur horft á streymi af ræðum Katrínar Olgu Jóhannesdóttar, formanns Viðskiptaráðs, og Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra hér.
14. feb 2018

Skrifstofa lokuð 14. febrúar

Miðvikudaginn 14. febrúar fer fram árlegt Viðskiptaþing á Hilton Reykjavík Nordica og þeim sökum verður skrifstofa Viðskiptaráðs lokuð.
13. feb 2018

Dagskrá Viðskiptaþings 2018

Dagskrá Viðskiptaþings 2018 er nú kynnt til leiks og skartar glæsilegum hópi framsögumanna og efnivið með eftirsóttum aðalfyrirlesurum á sviði stafrænna tæknibreytinga á heimsvísu.
13. feb 2018

Viðskiptaráð verðlaunaði útskriftarnema HR

Viðskiptaráð Íslands hefur í gegnum tíðina verðlaunað nema sem útskrifast með láði frá Háskólanum í Reykjavík. Síðastliðinn laugardag, þann 10. febrúar sl., var árleg útskrift HR þar sem Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, flutti ræðu og verðlaunaði fjóra nemendur.
13. feb 2018

Móttaka Utanríkisráðuneytisins fyrir Alþjóðasvið Viðskiptaráðs

Síðastliðinn fimmtudag fór fram móttaka á vegum Utanríkisráðuneytisins fyrir Alþjóðasvið Viðskiptaráðs og 13 millilandaráð þess. Var móttakan haldin í tilefni af skýrslunni „Utanríkisþjónusta til framtíðar“ og þeirra fjölmörgu snertifleta sem skýrslan á við millilandaráðin 13 sem heyra til ...
11. feb 2018

Nýtum góðærið til nýsköpunar

Hugtakið „nýsköpun“ hefur smám saman vaxið úr því að vera innantómt skrautyrði stjórnmálamanna í raunverulegan áttavita sem allir þurfa að taka mið af.
9. feb 2018

School 42 - Hádegisfyrirlestur 15. febrúar

Í tilefni af frönsku nýsköpunarvikunni á Íslandi (French Innovation Week) kemur Olivier Crouzet, kennslustjóri School 42, til landsins og leiðir okkur í allan sannleikann um aðferðafræði skólans. Fyrirlesturinn er opinn öllum þann 15. febrúar í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 24, frá 12:00 - 13:15. ...
30. jan 2018

VÍ fagnar tillögum nýrrar skýrslu um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla

Nýútkomin skýrsla nefndar Menntamálaráðuneytisins um bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla er fagnaðarefni. Almennt eru tillögur skýrslunnar til þess fallnar að bæta umhverfi-einkarekinna fjölmiðla hér á landi.
25. jan 2018

​Eru stærðfræðikunnátta og lestur að verða úrelt færni?

Að ýja að því að mikilvægi PISA greina sé takmarkað því þau geti „jafnvel orðið úrelt á morgun“ er eins og að hætta að mæta í ræktina í dag vegna óskhyggju um að í framtíðinni komi fram tækni sem gerir okkur öll hraust og heilbrigð án nokkurrar hreyfingar.
25. jan 2018

Uppselt á Viðskiptaþing 2018

Uppselt er nú á Viðskiptaþing 2018 sem fer fram þann 14. febrúar næstkomandi, undir yfirskriftinni Straumhvörf - samkeppnishæfni í stafrænum heimi.
22. jan 2018

Hlutverk Viðskiptaráðs í breyttum heimi

Storkum okkar íhaldssömu gildum og látum ekki óþarfa pólitík – í hvaða formi sem hún birtist – halda aftur af nauðsynlegum breytingum.
22. jan 2018

Minni hagvöxtur framundan en ekki tími skattalækkana?

Um nokkurt skeið hefur mikið farið fyrir umræðu um að Ísland sé á toppi hagsveiflunnar. Með öðrum orðum er rætt um að vöxtur tekna, landsframleiðslu og atvinnustigs sé í hámarki. Þó er ljóst að hagkerfið getur ekki verið á toppnum að eilífu. Það er óraunhæft að búast við 7,4% hagvexti á ári hverju ...
18. jan 2018

Aðalfundur 2018

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram miðvikudaginn 14. febrúar kl. 9.00 á Hilton Reykjavík Nordica. Fulltrúum allra aðildarfélaga er heimilt að sækja fundinn.
16. jan 2018

Skattadagur Deloitte 16. janúar

Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og SA fer fram í 15. sinn á Grand Hóteli Reykjavík 16. janúar nk., klukkan 8.30 - 10.00. Léttur morgunverður frá kl. 8.00.
11. jan 2018

Dagskrá Viðskiptaþings 2018

Dagskrá Viðskiptaþings 2018 hefur nú verið kunngjörð. Í fyrra seldist upp og hvetjum við áhugasama um að tryggja sér miða sem fyrst.
11. jan 2018

Námsstyrkir - Síðasti dagur umsóknarfrests

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um námsstyrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs. Alls verða veittir fjórir styrkir að upphæð 1.000.000 kr. hver. Umsóknarfrestur er til og með 8. janúar 2018. Tilkynnt verður um styrkþega á Viðskiptaþingi þann 14. febrúar 2018.
8. jan 2018

Rafræn miðasala hafin á Viðskiptaþing 2018

Rafræn miðasala er nú hafin á Viðskiptaþing 2018, sem fram fer 14. febrúar, og ber yfirskriftina Straumhvörf: Samkeppnishæfni í stafrænum heimi. Aðalfyrirlesari þingsins 2018 er Andrew McAfee, einn eftirsóttasti ráðgjafi heims á sviði stafrænna tæknibreytinga.
6. jan 2018