Minnum á breyttan opnunartíma yfir jól og áramót. Skrifstofa Viðskiptaráðs er lokuð á Þorláksmessu og 26. desember (annan í jólum). Opnunartími milli jóla og nýárs er eftirfarandi: 27. desember kl. 10-16 og 28.-30. desember kl. 8.30-16. Skrifstofa ráðsins opnar aftur mánudaginn 2. janúar kl. 10.
21. des 2016
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um námsstyrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs. Alls verða veittir fjórir styrkir að upphæð 1.000.000 kr. hver. Umsóknarfrestur er til og með 8. janúar 2017. Tilkynnt verður um styrkþega á Viðskiptaþingi þann 9. febrúar 2017.
15. des 2016
Lokað verður á skrifstofu Viðskiptaráðs föstudaginn 16. desember vegna starfsdags. Þjónusta ráðsins verður því skert en upprunavottorð verða afgreidd rafrænt. Við hvetjum þá viðskiptavini sem þurfa útprentuð upprunavottorð að senda inn umsóknir og sækja á fimmtudaginn.
13. des 2016
Skráning er hafin á Viðskiptaþing 2017 sem haldið verður þann 9. febrúar næstkomandi frá kl. 13.00-17.00 á Hilton Reykjavik Nordica. Yfirskrift þingsins er „Börn náttúrunnar: framtíð auðlindagreina á Íslandi“.
7. des 2016
Tveir nýir félagar hafa bæst í félagatal Viðskiptaráðs síðustu vikurnar. Þeir eru Hringbraut og Viðskiptahúsið. Hringbraut er einkarekið fjölmiðlafyrirtæki sem rekur sjónvarpsstöð, útvarp FM89,1 og vefsíðuna hringbraut.is. Viðskiptahúsið hefur frá árinu 2001 verið sérhæft í miðlun fyrirtækja, skipa, ...
25. nóv 2016
Forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) hefur brugðist við ítrekaðri gagnrýni Viðskiptaráðs á vinnubrögð sambandsins í umræðu um verðlagsþróun. Þær efnislegu röksemdir sem fram koma eru þó gallaðar í veigamiklum atriðum.
22. nóv 2016
Árlegur peningamálafundur Viðskiptaráðs fór fram í morgun fyrir fullu húsi gesta. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, flutti aðalerindi fundarins undir yfirskriftinni: „Peningastefnan: árangur og endurskoðun?“ Staða í efnahagsmálum ásamt framkvæmd og stefnu í peningamálum voru í brennidepli.
17. nóv 2016
Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fullyrt er að styrking krónunnar undanfarin misseri hafi skilað sér illa til neytenda í formi lægra vöruverðs. Sú fullyrðing á hins vegar ekki rétt á sér. Þannig lítur ASÍ framhjá bættum kjörum launafólks í greiningu sinni sem ...
15. nóv 2016
Árlegur peningamálafundur Viðskiptaráðs fer fram í Hörpu á fimmtudaginn í næstu viku, daginn eftir vaxtaákvörðun og útgáfu Peningamála. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, mun fara yfir stöðu og horfur í efnahagsmálum. Í yfirskrift fundarins er spurt hvort sjálfstæð peningastefna sé of dýru verði keypt.
11. nóv 2016
Forsætisráðuneytið gerði úttekt á áhrifum lagabreytinga síðasta kjörtímabils á regluverk atvinnulífsins. Þar kemur fram að regluverk var ekki einfaldað á kjörtímabilinu, EES-reglur voru innleiddar með meira íþyngjandi hætti en þörf var á og ráðuneytin framfylgdu ekki því hlutverki sínu að meta áhrif ...
10. nóv 2016
Upptaka af 90 mínútna kosningafundi Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins með leiðtogum stjórnmálaflokkanna er nú aðgengileg á YouTube rás Viðskiptaráðs Íslands. Fulltrúar stjórmálaflokka sem sæti áttu á Alþingi eða mældust með yfir 5% fylgi í skoðanakönnunum tóku þátt.
1. nóv 2016
Ákvörðun kjararáðs um launahækkanir þingmanna og ráðherra er í engu samhengi við almenna þróun á vinnumarkaði, hvort sem horft er til skemmri eða lengri tíma.
1. nóv 2016
Védís Hervör Árnadóttir hefur verið ráðin sem sérfræðingur í samskipta- og útgáfumálum hjá Viðskiptaráði Íslands. Védís mun jafnframt taka þátt í málefnastarfi ráðsins sem og annarri daglegri starfsemi. Hún hefur þegar hafið störf hjá Viðskiptaráði.
25. okt 2016
Bein útsending verður kl. 15.00 frá fundi Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins um atvinnulífið og stefnu stjórnmálaflokkanna fyrir Alþingiskosningarnar 2016. Horfa má á útsendinguna á Vísi, Mbl og VB.
18. okt 2016
Á þriðjudag fer fram opinn fundur um efnahags- og atvinnumál á vegum Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins. Leiðtogar stjórnmálaframboða munu þar svara lykilspurningum um efnahags- og atvinnumál: Hvernig á að fjármagna kosningaloforðin? Hvernig má tryggja lægri verðbólgu og vexti á Íslandi? Og ...
13. okt 2016
Frá og með mánudeginum 10. október verður opnunartími móttöku Viðskiptaráðs, vegna upprunavottorða og ATA Carnet skírteina, frá kl. 8.30-16.00 alla virka daga.
7. okt 2016
Traust almennings til íslenskra fyrirtækja fer vaxandi og hefur ekki verið hærra frá því að mælingar hófust árið 2010. Þá bera fjórir af hverjum fimm einstaklingum traust til eigin vinnuveitanda. Þetta eru niðurstöður viðhorfskönnunar sem unnin var af Gallup fyrir Samtök atvinnulífsins og ...
5. okt 2016
Fimmtudaginn 30. september sl. fór fram fundur Viðskiptaráðs og Félags viðskipta- og hagfræðinga þar sem nýlegar tillögur verkefnisstjórnar um breytingar og umbætur á skattkerfinu voru ræddar. Daði Már Kristófersson, formaður verkefnisstjórnarinnar, kynnti tillögur hennar og að því loknu fóru fram ...
4. okt 2016
Landspítali hefur gert athugasemdir við umfjöllun Viðskiptaráðs sem birtist þann 19. september síðastliðinn undir yfirskriftinni „Óskilgreind fjárútlát gagnast ekki sjúklingum“. Viðskiptaráð bregst hér við athugasemdum spítalans.
22. sep 2016
Þann 29. september stendur Viðskiptaráð og félag viðskipta- og hagfræðinga (FVH) fyrir morgunverðarfundi kl. 8.30-10.00 á Grand hótel Reykjavík um íslenska skattkerfið í samstarfi. Kynntar verða nýjar tillögur verkefnisstjórnar um breytingar og umbætur á skattkerfinu og fulltrúar helstu ...
22. sep 2016
Undanfarnar vikur hafa flest stjórnmálaöfl lofað auknum fjárútlátum til heilbrigðiskerfisins á næsta kjörtímabili. Ekkert þeirra hefur hins vegar tilgreint nánar með hvaða hætti þeim viðbótarfjármunum skuli varið. Ný úttekt ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Company varpar ljósi á vandann við slík ...
19. sep 2016
Í gær fór fram önnur úthlutun úr Rannsóknasjóði Viðskiptaráðs Íslands. Alls var ellefu milljónum króna úthlutað til fjögurra verkefna. Styrkjunum er ætlað að auka samkeppnishæfni Íslands með því að efla rannsóknir og nýsköpun sem nýtast íslensku menntakerfi og atvinnulífi.
16. sep 2016
Viðskiptaráð fagnar því frumkvæði sem nýjar tillögur verkefnisstjórnar Samráðsvettvangsins um breytingar og umbætur á skattkerfinu fela í sér. Endurskoðun á skattkerfinu sem miðar að aukinni skilvirkni og einfaldleika er löngu tímabært skref. Þrátt fyrir að skiptar skoðanir muni ríkja á meðal ...
8. sep 2016
Viðskiptaráð Íslands leitar að kraftmiklum einstaklingi sem hefur áhuga á að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja á Íslandi. Starfið er fjölbreytt og samanstendur meðal annars af skrifum og greiningarvinnu vegna útgáfu nýs efnis, miðlun í gegnum fjölmiðla og þátttöku í mótun stefnu ráðsins.
3. sep 2016
Sprotafyrirtækið Platome hefur bæst í félagatal Viðskiptaráðs. Platome þróar aðferðir fyrir vísindamenn sem rannsaka stofnfrumur til að flýta fyrir þróun á stofnfrumumeðferðum og stuðla að framförum í læknisfræði.
2. sep 2016
Verðlagseftirlit ASÍ birti fréttatilkynningu í gær þar sem fullyrt er að engar vísbendingar séu um að afnám vörugjalda á byggingarvörur hafi skilað sér í lægra verði til neytenda. Viðskiptaráð gerir alvarlegar athugasemdir við bæði vinnubrögð og ályktanir eftirlitsins. Þannig notast ASÍ við rangan ...
2. sep 2016
Rannsóknasjóður Viðskiptaráðs Íslands er nú opinn fyrir styrkumsóknir. Sjóðurinn var stofnaður árið 2014 og veitir árlega styrki til einstaklinga vegna rannsókna og nýsköpunar tengdum framþróun menntunar og eflingu íslensks atvinnulífs. Umsóknarfrestur er til og með 21. ágúst 2016.
7. júl 2016
Styttur opnunartími verður á skrifstofu Viðskiptaráðs Íslands frá 18. júlí til 5. ágúst, en þá verður opið frá klukkan 9 til 14. Hefðbundinn opnunartími, frá klukkan 8 til 16, tekur við á ný mánudaginn 8. ágúst.
1. júl 2016
Stærsta brautskráning frá stofnun Háskólans í Reykjavík fór fram laugardaginn 18. júní þegar 641 nemandi brautskráðist við hátíðlega athöfn í Hörpu. Í hátíðarræðu Katrínar Olgu hvatti hún nemendur til að skoða tækifæri sem er að finna í alþjóðageiranum, geira sem byggir ekki á auðlindum heldur ...
28. jún 2016
Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, og Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, tókust á um nýja búvörusamninga á Hringbraut þann 5. júní. Viðskiptaráð leggst gegn samningunum og lagði til í umsögn sinni til Alþingis til að viðræður um búvörusamninga væru hafnar upp á nýtt.
14. jún 2016
Þrír nýir félagar hafa bæst í félagatal Viðskiptaráðs síðustu vikurnar. Þeir eru eftirfarandi: ANKRA, Wasabi Iceland og Lilja Kristjánsdóttir. Viðskiptaráð býður nýja félaga velkomna í hópinn og hlakkar til árangursríks samstarfs á komandi árum
7. jún 2016
Árlegt tengslakvöld Viðskiptaráðs og Icelandic Startups fór fram í níunda skipti síðastliðinn fimmtudag og gestgjafi kvöldsins var Deloitte. Fulltrúar tíu nýsköpunarfyrirtækja tóku þátt í viðburðinum ásamt stjórnendum úr atvinnulífinu og starfsfólki Viðskiptaráðs, Icelandic Startups og Deloitte.
3. jún 2016
Niðurstöður úttektar IMD viðskiptaháskólans á samkeppnishæfni Íslands árið 2016 voru kynntar í dag á fundi VÍB og Viðskiptaráðs. Ísland hækkar um eitt sæti á listanum milli ára og situr nú í 23. sæti og vegur bætt efnahagsleg frammistaða þyngst í hækkuninni.
31. maí 2016
Morgunverðarfundur Viðskiptaráðs, Nasdaq Iceland og Samtaka atvinnulífsins um samvistir lífeyrissjóða og almennra fjárfesta á hlutabréfamarkaði fór fram á Icelandair hótel Reykjavík Natura fyrr í dag. Í erindum og í umræðum í pallborði komu fram fjölbreytt sjónarmið um hvernig lífeyrissjóðir skuli ...
26. maí 2016
Lokað verður á skrifstofu Viðskiptaráðs föstudaginn 26. maí vegna starfsdags. Þjónusta ráðsins verður því skert en upprunavottorð verða afgreidd rafrænt. Við hvetjum þá viðskiptavini sem þurfa útprentuð upprunavottorð að senda inn umsóknir og sækja á fimmtudaginn.
24. maí 2016
Viðskiptaráð Íslands fagnar breytingu umhverfis- og auðlindaráðherra á byggingareglugerð sem undirrituð var í gær. Með breytingunni eru stór skref stigin í átt til lækkunar fasteignaverðs – sér í lagi þegar kemur að smærri íbúðum.
4. maí 2016
Sameiginlegur fundur Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins um inngrip stjórnvalda á mörkuðum fór fram á Grand Hótel Reykjavík í gærmorgun. Á fundinum var sjónum m.a. beint að markaðsrannsóknum sem forsendu íhlutunar á mörkuðum.
28. apr 2016
Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins standa að morgunverðarfundi um inngrip stjórnvalda á mörkuðum á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 26. apríl kl. 8.30-10.00.
20. apr 2016
Á þriðjudag opnaði Viðskiptaráð nýjan örvef þar sem notendum gefst kostur á að bera saman kostnaðinn við að búa í ólíkum sveitarfélögum. Á vefnum eru settar inn upplýsingar um forsendur út frá búsetu, fjölskyldusamsetningu, launatekjum og stærð húsnæðis.
14. apr 2016
Viðskiptaráð hefur opnað nýjan örvef þar sem bera má saman kostnaðinn við að búa í ólíkum sveitarfélögum. Á vefnum má sjá yfirlit yfir skatta, gjöld og skuldir allra sveitarfélaga. Með opnun vefsins vill Viðskiptaráð auka gagnsæi um skattheimtu, gjöld og skuldsetningu á sveitastjórnarstigi.
12. apr 2016
Íslensk erfðagreining (e. deCODE genetics) er nýr félagi í Viðskiptaráði Íslands. Íslensk erfðagreining er líftæknifyrirtæki sem hóf starfsemi sína árið 1996. Fyrirtækið stundar rannsóknir og er í forystuhlutverki á sviði mannerfðafræði í heiminum. Viðskiptaráð býður Íslenska erfðagreiningu velkomna ...
8. apr 2016
Viðskiptaráð fagnar áformum fjármála- og efnahagsráðherra um að girða fyrir pöntunarþjónustu Fríhafnarinnar ehf. Samkvæmt nýju frumvarpi verður fyrirtækinu óheimilt að taka á móti pöntunum frá öðrum en þeim sem eru staddir í komuversluninni. Ráðið telur opinbera komuverslun vera tímaskekkju og ...
7. apr 2016
Frummatsskýrsla Samkeppniseftirlitsins um eldsneytismarkaðinn er óvönduð og byggir á hæpnum forsendum. Viðskiptaráð gerir alvarlegar athugasemdir við markaðsrannsókn eftirlitsins. Þetta kemur fram í umsögn Viðskiptaráðs um skýrsluna.
18. mar 2016
Upptaka frá fræðslufundi VÍB um húsnæðismarkaðinn er nú aðgengileg á vefnum. Á fundinum flutti Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, erindi um þróun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu og aðkomu stjórnvalda að fasteignamarkaðnum hérlendis. Að erindinu loknu fóru fram umræður í ...
11. mar 2016
Sigurður Tómasson hefur verið ráðinn til starfa sem sérfræðingur á hagfræðisviði Viðskiptaráðs Íslands. Starf hans mun fyrst og fremst snúa að hagfræðilegum viðfangsefnum í málefnastarfi ráðsins, svo sem greiningarvinnu og skrifum. Sigurður starfaði áður sem blaðamaður á viðskiptafréttadeild ...
8. mar 2016
Hulda Bjarnadóttir hefur tekið við sem framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs Viðskiptaráðs Íslands af Kristínu S. Hjámtýsdóttur sem hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands. Hulda hefur undanfarin fimm ár starfað sem framkvæmdastjóri FKA, auk þess sem hún hefur setið í ýmsum félags- og ...
7. mar 2016
Opinn fundur um nýgerða búvörusamninga fór fram á Grand Hóteli Reykjavík í morgun og var sjónum beint að samningunum séð frá hagsmunum íslenskra neytenda. Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, hélt erindi á fundinum. Taldi Daði helstu galla nýrra ...
1. mar 2016
Frá árinu 2007 hafa verið gerðar 211 breytingar á skattkerfinu. Breytingarnar skiptast í 51 skattalækkun og 160 skattahækkanir. Fyrir hverja skattalækkun hafa því skattar verið hækkaðir ríflega þrisvar sinnum. Þetta eru niðurstöður uppfærslu á yfirliti Viðskiptaráðs Íslands yfir skattabreytingar ...
29. feb 2016
Viðskiptaráð fagnar tillögu stýrihóps á vegum forsætisráðherra um sameiningu Þjóðminjasafns Íslands og Minjastofnunar Íslands í eina stofnun. Hvetur ráðið stjórnvöld til að ráðast í frekari sameiningar með það að markmiði að bæta þjónustu og auka hagkvæmni í rekstri stofnanakerfisins hérlendis. Mat ...
26. feb 2016
Viðskiptaráð Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýja búvörusamninga. Samningsaðilar hafa nær alfarið litið framhjá þeim umbótatillögum sem lagðar hafa verið fram um leiðir til aukinnar hagkvæmni í íslenskum landbúnaði. Hvetur ráðið Alþingi til að synja samningunum staðfestingar.
24. feb 2016
Upptökur frá Viðskiptaþingi hafa nú verið gerðar aðgengilegar á Youtube-síðu Viðskiptaráðs. Yfirskrift þingsins í ár var Héraðsmót
19. feb 2016
Kristín Friðgeirsdóttir, stjórnarformaður Haga og prófessor við London Business School, fjallaði í ræðu sinni á Viðskiptaþingi um þær miklu áskoranir sem íslensk fyrirtæki þurfa að takast á við til að geta keppt á sístækkandi mörkuðum.
12. feb 2016
Viðskiptaráð hefur gefið út myndband um viðfangsefni Viðskiptaþings 2016. Þar kemur fram að íslensk fyrirtæki standa frammi miklum breytingum - bæði á innlendum vettvangi og vegna alþjóðlegrar þróunar.
12. feb 2016
Á aðalfundi Viðskiptaráðs sem fram fór í morgun voru kynnt úrslit kosninga til formanns og stjórnar ráðsins fyrir tímabilið 2016-2018. Viðskiptaráð Íslands vill þakka fráfarandi stjórnarmönnum vel unnin störf um leið og nýir stjórnarmenn eru boðnir velkomnir til starfa.
11. feb 2016
Á árlegu Viðskiptaþingi voru veittir námsstyrkir úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands. Ríflega 180 umsóknir bárust frá íslenskum námsmönnum í framhaldsnámi í 18 löndum víðsvegar um heiminn.
11. feb 2016
Ein stærsta efnahagslega áskorun Íslendinga er lág framleiðni. Aukin framleiðni fyrirtækja í innlendum rekstri er lykillinn að bættum lífskjörum hérlendis. Þetta kom fram í máli Hreggviðs Jónssonar, fráfarandi formanns Viðskiptaráðs, í opnunarræðu Viðskiptaþings í dag.
11. feb 2016
Fimmtudaginn 11. febrúar fer fram árlegt Viðskiptaþing á Hilton Reykjavík Nordica kl. 13.00-17.00 og af þeim sökum verður skrifstofa Viðskiptaráðs opin frá kl. 8.00 til 12.00. Skrifstofa ráðsins opnar kl. 10.00 föstudaginn 12. febrúar. Yfirskrift þingsins er „Héraðsmót eða heimsleikar? Innlendur ...
9. feb 2016
Leikreglum er ætlað að vernda heildarhagsmuni en kostnaður fyrirtækja vegna framfylgni þeirra deilist hins vegar ójafnt niður. Þannig bera smærri fyrirtæki mun þyngri byrðar vegna íþyngjandi leikeglna en þau sem stærri eru.
9. feb 2016
Marel hefur hlotið viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum eftir að hafa undirgengist úttekt á starfsháttum stjórnar og stjórnenda fyrirtækisins. Íslenskum fyrirtækjum hefur staðið til boða að undirgangast slíka úttekt frá árinu 2011. Marel lauk úttektarferlinu í desember 2015 og ...
4. feb 2016
204 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Hörpu laugardaginn 30. janúar. Í tilefni brautskráningarinnar hélt Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, hátíðarræðu þar sem hann fjallaði um mikilvægi menntunar sem hornstein bættra lífskjara. Í ...
2. feb 2016
Mikil aðsókn er á Viðskiptaþing og er nú orðið uppselt þegar tvær vikur eru í þing. Tekið er við skráningum á biðlista og ef afskráning á sér stað fær efsti aðili á biðlista úthlutuðu sæti á þinginu.
28. jan 2016
Átta nýir félagar hafa bæst í félagatal Viðskiptaráðs og eru þeir eftirfarandi: Heilsumiðstöðin 108 Reykjavík / Hótel Ísland, Inter Medica, Íslensk-ameríska, Jakob Sigurðsson, Mentor, ReMake Electric, Trappa og True North. Viðskiptaráð býður ofangreinda aðila velkomna í hópinn og hlakkar til ...
27. jan 2016
Rætt var við Mörtu Guðrúnu Blöndal, lögfræðing Viðskiptaráðs, í tengslum við umfjöllun Morgunblaðsins um dulda skattheimtu í formi eftirlitsgjalda og sekta. Í viðtalinu greinir Marta Guðrún frá sjónarmiðum Viðskiptaráðs um kostnað sem fellur á íslensk fyrirtæki vegna opinbers eftirlits en ráðið ...
20. jan 2016
Greinin „Hvers vegna vill Viðskiptaráð sameina stofnanir?“ eftir Frosta Ólafsson, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, birtist í Morgunblaðinu þann 12. janúar síðastliðinn. Í greininni var borinn saman starfsmannafjöldi hagstofa í nokkrum ríkjum. Þann 16. janúar birtist í sama blaði grein eftir Ólaf ...
18. jan 2016
Dagskrá Viðskiptaþings, sem haldið verður fimmtudaginn 11. febrúar næstkomandi frá kl. 13 til 17, hefur nú verið opinberuð. Umræða um aukna framleiðni verða í forgrunni á þinginu og koma þátttakendur úr ýmsum áttum.
18. jan 2016
Fjölmenni var á árlegum skattadegi Deloitte, Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík í dag. Í opnunarávarpi sínu fjallaði fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, um skattalækkanir ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu.
14. jan 2016
Það sem af er ári hafa þrír nýir félagar bæst í félagatal Viðskiptaráðs og hafa eftirtaldir aðilar gerst aðilar að ráðinu: Betware / Novomatic Lottery Solutions, Fossar markaðir og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir.
12. jan 2016
Aðalræðumenn Viðskiptaþings 2016 verða þau Ajay Royan, áhættufjárfestir í Silicon Valley, og Amy Cosper, ritstjóri tímaritsins Entrepreneur. Þau munu fjalla um áhrif tæknibreytinga og breytta viðskiptahátta á rekstrarumhverfi fyrirtækja og þær hugarfarsbreytingar sem stjórnendur þurfa að tileinka ...
7. jan 2016
Umsóknarfrestur um námsstyrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands (MVÍ) er nú liðinn. 180 umsóknir bárust frá íslenskum námsmönnum í framhaldsnámi í 18 löndum víðsvegar um heiminn. Aldrei hafa fleiri umsóknir borist frá því styrkveitingar hófust.
6. jan 2016