Á undanförnum árum hefur Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, birt ýmis skrif um Viðskiptaráð Íslands á bloggsvæði sínu á Eyjunni. Við hjá ráðinu höfum ekki talið tilefni til að að svara þessum skrifum þar sem þau eru sjaldnast málefnaleg og lítið fjallað um þau á öðrum vettvangi.
24. des 2015
Minnum á breyttan opnunartíma yfir jól og áramót. Skrifstofa Viðskiptaráðs lokar kl. 14 á Þorláksmessu. Lokað verður á 24. og 31. desember. Skrifstofa ráðsins opnar aftur mánudaginn 4. janúar kl. 9.
21. des 2015
Sameiginlegur fundur Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins um réttarstöðu fyrirtækja við rannsókn mála fór fram í morgun. Á fundinum var farið yfir þau álitaefni sem helst brenna á íslenskum fyrirtækjum í tengslum við rannsóknir mála hjá opinberum eftirlitsstofnunum.
17. des 2015
Lögmenn Bárugötu slf. (LMB) er nýr félagi í Viðskiptaráði Íslands. Lögmenn Bárugötu er alhliða lögmannsstofa sem býður þjónustu á fjölbreyttum sviðum lögfræðinnar.
16. des 2015
Stuðningur stjórnvalda vegna húsnæðismála er afar flókinn, hvetur til of hárrar skuldsetningar og umframeyðslu heimila. Þá nær hann illa markmiði sínum um hjálp við þá efnaminni og gagnast fyrst og fremst húsnæðiseigendum en ekki leigjendum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ...
14. des 2015
Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins standa saman að morgunverðarfundi um réttarstöðu fyrirtækja við rannsókn mála. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 17. desember kl. 8.30-10.00 á Grand Hóteli Reykjavík.
10. des 2015
Flókið regluverk eykur bæði tíma og kostnað sem fer í byggingu húsnæðis hér á landi. Þetta er niðurstaða kortlagningar byggingarferlisins sem unnin var af Samtökum iðnaðarins og Viðskiptaráði Íslands. Flækjustigið leiðir á endanum til hærra húsnæðisverðs.
9. des 2015
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um námsstyrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs. Styrkirnir í ár eru fjórir talsins og hver að upphæð 1.000.000 kr. Viðskiptaráð hefur um styrkt einstaklinga til framhaldsnáms við erlenda háskóla í greinum sem tengjast atvinnulífinu og stuðla að framþróun þess.
4. des 2015
Ísland hækkar um fjögur sæti á milli ára í nýrri úttekt bandarísku hugveitunnar Tax Foundation yfir samkeppnishæfni skattkerfa OECD-ríkja. Ísland situr nú í 20. sæti af 34 ríkjum. Í umfjöllun Viðskiptablaðsins um úttektina var rætt við Björn Brynjúlf Björnsson, hagfræðing Viðskiptaráðs.
12. nóv 2015
Borist hafa fregnir af því að nokkrar fataverslanir hafi ákveðið að lækka vöruverð til samræmis við boðað afnám tolla á fatnað um næstu áramót. Umbætur stjórnvalda á tollkerfinu eru því þegar farnar að skila ávinningi fyrir neytendur. Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að flýta afnámi tolla á aðrar ...
12. nóv 2015
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, flutti aðalerindi á árlegum Peningamálafundi Viðskiptaráðs 2015 undir yfirskriftinni „Peningastefna á krossgötum“. Staða og horfur í efnahagsmálum voru í brennidepli bæði í erindi hans og umræðum í kjölfarið.
5. nóv 2015
Til að greiða hálfa milljón í grunnlaun þarf að leggja út sem nemur 740 þúsund krónur á mánuði. Þetta kemur fram á nýrri infógrafík Viðskiptaráðs.
2. nóv 2015
Í fjárlögum ársins 2016 er gert ráð fyrir 15 ma. kr. afgangi en í umsögn Viðskiptaráðs kemur fram að launakostnaður sé verulega vanáætlaður og því geti fjárlagafrumvarpið tæplega talist hallalaust. Samkvæmt útreikningum ráðsins verður 1 ma. kr. halli sökum þeirra launabreytinga sem ekki eru teknar ...
16. okt 2015
Skráning er hafin á árlegan peningamálafund Viðskiptaráðs. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, mun þar halda erindi um stöðu og horfur í efnahagsmálum. Aðrir þátttakendur í dagskrá verða kynntir þegar nær dregur.
15. okt 2015
Regluverk hérlendis er íþyngjandi miðað við grannríkin og skortur hefur verið á efndum fyrirheita um einföldun þess. Þetta kom fram í erindi sem Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, flutti á hádegisverðarfundi Félags löggiltra endurskoðenda
8. okt 2015
Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs Íslands, hélt erindi um opinberan rekstur á Keflavíkurflugvelli á fundi Sjálfstæðisfélagsins í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Í erindi sínu vitnaði Hreggviður í stjórnarformann ISAVIA, Ingimund Sigurpálsson, sem ritaði í nýjustu ársskýrslu ISAVIA að félagið þurfi ...
2. okt 2015
Viðskiptaráð fagnar nýjum samningi Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur. Samningurinn felur í sér aukningu tollfrjálsra heimilda (tollkvóta) fyrir innflutning nokkurra tegunda matvæla, fyrst og fremst alifugla-, svína-, og nautakjöts ásamt ostum. Þá eru tollkvótar til ...
24. sep 2015
Atlantik Legal Services er nýr félagi í Viðskiptaráði Íslands. Atlantik Legal Services er íslensk lögmannsstofa sem sérhæfir sig í þjónustu við fyrirtæki og fjárfesta.
23. sep 2015
Í morgun fór fram morgunverðarfundur Viðskiptaráðs um stöðu og framtíðarþróun í heilbrigðismálum. Um 120 manns mættu á fundinn sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík. Þátttakendur í dagskrá voru sammála um að brýn þörf sé á mótun langtímastefnu þegar kemur að heilbrigðismálum.
22. sep 2015
Í dag fór fram fyrsta úthlutun úr Rannsóknasjóði Viðskiptaráðs Íslands. Alls var 6,5 milljónum króna úthlutað til fjögurra ólíkra verkefna. Styrkjunum er ætlað að auka samkeppnishæfni Íslands með því að efla rannsóknir og nýsköpun sem nýtast íslensku menntakerfi og atvinnulífi.
18. sep 2015
Regluverk atvinnulífsins var viðfangsefni nýlegrar úttektar í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, undir yfirskriftinni „Minni fyrirtæki kæfð í reglugerðum.“ Þar kemur fram að í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar sé hvatt til þess að meira verði gert til að ...
16. sep 2015
Hver er staða heilbrigðismála á Íslandi í alþjóðlegum samanburði? Hverjar eru helstu áskoranir og hvar liggja tækifæri til að aukahagkvæmni? Leitast verður við að svara þessum spurningum á morgunverðarfundi um heilbrigðismál þriðjudaginn 22. september.
16. sep 2015
Fyrsta úthlutun úr Rannsóknasjóði Viðskiptaráðs Íslands fer fram föstudaginn 18. september. Tilkynnt verður um styrkþega og munu þeir gera stutta grein fyrir verkefnum sínum.
10. sep 2015
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur nú lagt fram frumvarp til fjárlaga ársins 2016. Frumvarpið markast af bættum aðstæðum í íslensku efnahagslífi, en áætlaðar skatttekjur aukast um 45 ma. kr. sem jafngildir um 6% hækkun á milli ára. Skortur á aðhaldi þegar kemur að launakostnaði veldur áhyggjum en ...
9. sep 2015
Eik fasteignafélag er nýr félagi í Viðskiptaráði Íslands. Eik fasteignafélag var stofnað árið 2002 sem sérhæft fyrirtæki í eignarhaldi og útleigu á atvinnuhúsnæði. Félagið leggur áherslu á fjárfestingar í helstu viðskiptakjörnum höfuðborgarinnar.
28. ágú 2015
Árlegt golfmót Viðskiptaráðs og millilandaráðanna fór fram í gær á Korpúlfsstaðavelli. Í liðakeppni mótsins, Chamber Cup, var keppt um forláta farandbikar og var það lið Bresk-íslenska viðskiptaráðsins sem hafði sigur.
27. ágú 2015
Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, var gestur í Morgunútgáfunni í dag og ræddi þar um nýja skoðun um fjármál hins opinbera. Fram kom að útlit er fyrir að ríkið geti nánast greitt upp skuldir sem urðu til við hrunið. Frosti sagði það engu að síður vera þannig að oft er erfitt að stýra ...
26. ágú 2015
Umsóknarfrestur um styrki úr nýjum Rannsóknasjóði Viðskiptaráðs Íslands er nú liðinn. Alls bárust 127 styrkumsóknir frá fjölbreyttum hópi umsækjenda. Valnefnd Rannsóknarsjóðsins mun nú fara yfir umsóknirnar og ákvarða bæði upphæðir og fjölda styrkveitinga.
19. ágú 2015
Mjólkursamsalan (MS) er nýr félagi í Viðskiptaráði Íslands. Mjólkursamsalan er rekstrarfélag mjólkuriðnaðarins á Íslandi og er í eigu rúmlega 650 kúabænda um land allt. Hlutverk hennar er að sjá um alla móttöku, framleiðslu, pökkun, markaðssetningu, sölu og dreifingu mjólkurafurða.
12. ágú 2015
Vakin er athygli á því að afgreiðsla Viðskiptaráðs verður lokuð föstudaginn 14. ágúst vegna starfsmannadags. Upprunavottorð verða afgreidd en þó verður ekki hægt að afhenda prentuð vottorð þennan dag.
10. ágú 2015
Síðastliðinn föstudag hækkaði Fitch Ratings lánshæfiseinkunn ríkissjóðs um einn flokk. Einkunnin hefur nú hækkað hjá öllum stóru lánshæfismatsfyrirtækjunum (Standard & Poor‘s, Moody‘s og Fitch) á undanförnum vikum. Er þetta í fyrsta sinn frá hruni sem lánshæfi ríkissjóðs batnar samkvæmt öllum ...
27. júl 2015
Styttur opnunartími verður á skrifstofu Viðskiptaráðs Íslands frá 19. júlí til 7. ágúst, en þá verður opið frá klukkan 9 til 14. Hefðbundinn opnunartími, frá klukkan 8 til 16, tekur við á ný mánudaginn 10. ágúst.
20. júl 2015
Viðskiptaráð fagnar áformum fjármála- og efnahagsráðherra um að afnema alla tolla aðra en matartolla fyrir árið 2017. Í aðgerðunum felst skattalækkun sem leiðir til lægra vöruverðs og aukins kaupmáttar. Samkvæmt áætlun ráðsins munu breytingarnar draga úr útgjöldum meðalheimilis um 30 þúsund krónur á ári
13. júl 2015
Á undanförnum mánuðum hefur bæst í félagatal Viðskiptaráðs og hafa eftirtalin fyrirtæki gerst aðilar að ráðinu: Bókun, Crowbar Protein, Sápusmiðjan og Tagplay. Viðskiptaráð býður ofangreind fyrirtæki velkomin í hópinn og hlakkar til árangursríks samstarfs á komandi árum.
10. júl 2015
Viðskiptaráð fagnar því að Alþingi hafi samþykkt lög sem fela í sér að innlendir aðilar verða undanþegnir svokallaðari skjölunarskyldu í nýjum reglum um milliverðlagningu. Með því hefur verið komið í veg fyrir að nýtt íþyngjandi regluverki skapi atvinnulífinu hundruð milljóna í kostnað.
9. júl 2015
Rannsóknasjóður Viðskiptaráðs Íslands er nú opinn fyrir styrkumsóknir. Sjóðurinn er nýr og veitir árlega styrki til einstaklinga vegna rannsókna og nýsköpunar tengdum framþróun menntunar og eflingu íslensks atvinnulífs.
8. júl 2015
Viðskiptaráð Íslands hefur stofnsett nýjan sjóð sem ætlað er að efla íslenskt menntakerfi og atvinnulíf. Sjóðurinn mun styrkja einstaklinga sem stunda rannsóknir eða nýsköpun á þeim sviðum. Stofnfé sjóðsins nemur 150 milljónum króna og styrkirnir nema frá 500 þúsund kr. upp í 2,5 milljónir kr. á ...
8. júl 2015
Fjársýsla ríkisins hefur gefið út ríkisreikning fyrir árið 2014. Þar kemur fram að skatttekjur ríkissjóðs jukust verulega eða um 59 ma. kr. á milli ára. Þá jukust jafnframt útgjöld ríkissjóðs um 17 ma. kr. og vegur þar þyngst 8 ma. kr. hækkun launakostnaðar.
1. júl 2015
Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja (e. Corporate Governance Guidelines) eru nú gefnar út á ensku í annað skipti á Íslandi. Útgáfuaðilar eru líkt og áður Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland. Fyrsta útgáfa ensku leiðbeininganna kom út árið 2012.
25. jún 2015
553 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Hörpu á laugardag. Aldrei hafa fleiri nemendur útskrifast frá háskólanum.
22. jún 2015
Alþjóðlega ráðstefnan Inspirally WE 2015 fer nú fram í Hörpu í tilefni af því að hundrað eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs, og Birna Einarsdóttir, stjórnarmaður í ráðinu, tóku þátt í dagskrárliðnum „Women & the Economy Dialogue“ og fjölluðu um ...
19. jún 2015
Á morgun, föstudaginn 19. júní mun Viðskiptaráð Íslands loka klukkan 12, vegna hátíðarhalda í tilefni 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.
18. jún 2015
Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) veitti Viðskiptaráði og Vilhjálmi Árnasyni þingmanni Frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar fyrir árið 2015. Verðlaunin eru veitt aðilum og einstaklingum sem hafa unnið að auknu viðskipta- og einstaklingsfrelsi á Íslandi.
12. jún 2015
Áætluð fjarvera starfsfólks vegna veikinda er tvöfalt meiri á opinberum vinnustöðum en á almennum vinnustöðum. Þetta er ein af niðurstöðum þróunarverkefnisins Virkur vinnustaður sem kynntar voru í síðasta mánuði. Niðurstöðurnar byggja á skráningu veikindadaga yfir þriggja ára tímabil á 25 ...
10. jún 2015
Árlegt tengslakvöld Viðskiptaráðs og Klak Innovit, NÝ-SKÖPUN-NÝ-TENGSL, fór fram í áttunda skipti í gær og gestgjafi kvöldsins var Ölgerðin. Tengslakvöldunum var hleypt af stokkunum árið 2009 með það að markmiði að leiða saman reynslumikla stjórnendur og áhugasama frumkvöðla sem eru að stíga sín ...
5. jún 2015
Frá árinu 2007 hafa verið gerðar 176 breytingar á skattkerfinu. Breytingarnar skiptast í 44 skattalækkanir og 132 skattahækkanir. Fyrir hverja skattalækkun hafa því skattar verið hækkaðir þrisvar sinnum. Þetta eru niðurstöður uppfærslu á yfirliti Viðskiptaráðs Íslands yfir skattabreytingar ...
1. jún 2015
Niðurstaða úttektar IMD viðskiptaháskólans á samkeppnishæfni þjóða var kynnt á fundi í Hörpu í dag. Ísland hækkar um eitt sæti á listanum og situr nú í 24. sæti. Ísland stendur vel að vígi hvað samfélagslega innviði og skilvirkni hins opinbera varðar en efnahagsleg frammistaða er heldur slök.
28. maí 2015
Viðskiptaráð Íslands og VÍB héldu fund í morgun um úttekt IMD viðskiptaháskólans á samkeppnishæfni Íslands 2015. Myndband frá fundinum er nú aðgengilegt á vefnum.
28. maí 2015
Nýjar leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja hafa verið gefnar út í fimmta skipti á Íslandi. Útgáfuaðilar eru líkt og áður Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland. Fyrsta útgáfa leiðbeininganna kom út árið 2004 og hafa þær verið endurskoðaðar með reglubundnum hætti frá þeim ...
26. maí 2015
Viðskiptaráð Íslands og VÍB boða til morgunverðarfundar, fimmtudaginn 28. maí þar sem niðurstöður úttektar IMD um samkeppnishæfni Íslands í alþjóðlegum samanburði verða kynntar.
21. maí 2015
Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, ræddi um kjaradeilur og hugmyndir ríkisstjórnarinnar um breytingar á skattkerfinu í viðtali á RÚV í gær. Þar kemur fram að ráðið telji það fagnaðarefni að ríkið íhugi að lækka skatta og fækka skattþrepum til að liðka fyrir kjaraviðræðum.
13. maí 2015
Greint hefur verið frá hugmyndum stjórnvalda um breytingar á skattkerfinu til að liðka fyrir lausn kjaradeilna. Í þeim felst meðal annars veruleg hækkun persónuafsláttar og fækkun skattþrepa úr þremur í tvö.
12. maí 2015
Verðlagseftirlit Alþýðusambandsins hefur birt nýja úttekt á verðbreytingum á byggingavörum í tengslum við afnám vörugjalda og lækkun virðisaukaskatts. Fyrir helgi birti eftirlitið sambærilega úttekt á heimilistækjum. Í báðum úttektum er fullyrt að verðlækkanir hafi verið litlar eða ekki í samræmi ...
11. maí 2015
Verðlagseftirlit ASÍ hefur birt úttekt um að verðlækkanir vegna afnáms vörugjalda og lækkun virðisaukaskatts hafi ekki verið í samræmi við væntingar. Nefnir eftirlitið sem dæmi að sjónvörp, útvörp og myndspilarar, sem áður báru 25% vörugjald, ættu að lækka í verði um 22,2%. Hins vegar er fullyrt að ...
8. maí 2015
Stjórnvöld hafa fallið frá áformum um upptöku náttúrupassa. Þess í stað stendur til að fjármagna uppbyggingu og viðhald ferðamannastaða með fjárframlögum úr ríkissjóði. Því er ljóst að kostnaður vegna aukins átroðnings á helstu ferðamannastöðum verður borinn af skattgreiðendum í stað þeirra sem ...
30. apr 2015
Ákvörðun um upptöku evru í gegnum evrópskt myntsamstarf felur í sér heppilegra umhverfi til losunar hafta með auknum stöðugleika og þrótti íslensks atvinnulífs, hvort sem losun hafta verður hröð eða hæg. Þetta er niðurstaða nýrrar sviðsmyndagreiningar KPMG.
31. mar 2015
Viðskiptaráð Íslands efndi í dag til morgunverðarfundar um íslenska landbúnaðarkerfið. Á fundinum var fjallað um æskilegt fyrirkomulag til að hámarka ávinning greinarinnar, annars vegar frá sjónarhóli neytenda og hins vegar framleiðenda.
25. mar 2015
Í umræðum á Alþingi í gær tilkynnti Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að framundan væri heildarendurskoðun á tollakerfinu hérlendis. Þá benti fjármálaráðherra jafnframt á að ríkissjóður hefði mjög litlar tekjur af tollum samanborið við þann kostnað sem fellur til vegna hins flókna ...
24. mar 2015
Miðvikudaginn 25. mars stendur Viðskiptaráð Íslands fyrir morgunverðarfundi um íslenska landbúnaðarkerfið. Fjallað verður um æskilegasta fyrirkomulag landbúnaðarkerfisins frá sjónarhóli neytenda annars vegar og framleiðenda hins vegar.
24. mar 2015
Vegna tæknilegra örðugleika barst póstur sem sendur var til starfsmanna Viðskiptaráðs frá kl. 14 föstudaginn 20. mars til kl. 10.00 mánudaginn 23. mars í sumum tilfellum ekki. Ef lesendur hafa orðið varir við að fá villuskilaboð eftir að hafa sent póst til starfsmanna ráðsins þá viljum við ...
23. mar 2015
Frá og með næsta hausti verða allar brautir Verzlunarskóla Íslands þriggja ára námsbrautir til stúdentsprófs. Rík áhersla er lögð á að halda sömu gæðum náms, þrátt fyrir styttingu námstíma til stúdentsprófs. Undirbúningur breytingarinnar hefur verið á forræði skólanefndar, skólastjórnenda og yfir 50 ...
19. mar 2015
Viðskiptablaðið hefur birt upptöku af fundi VÍB um íslenska skattkerfið. Á fundinum hélt Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, erindi um áhrif skattkerfisins á hegðun einstaklinga og lífskjör.
17. mar 2015
Í síðustu viku birti utanríkisráðherra tilkynningu þess efnis að Ísland sé ekki lengur í hópi umsóknarríkja Evrópusambandsins. Þessi ákvörðun byggir á samþykkt ríkisstjórnarinnar síðastliðinn þriðjudag, sem felur í sér að núverandi stjórnvöld hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við ESB á ...
16. mar 2015
Ráðstefnan „Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“ var haldin í gær í hátíðarsal Háskóla Íslands og voru gestir hátt í annað hundrað. Þetta er í annað skiptið sem Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands stendur fyrir ráðstefnunni og að þessu sinni í samstarfi við Viðskiptaráð ...
12. mar 2015
Guðmundur Helgi Finnbogason hefur verið ráðinn til starfa sem sérfræðingur á málefnasviði Viðskiptaráðs Íslands. Verkefni Guðmundar munu fyrst og fremst snúa að hagfræðilegum viðfangsefnum í málefnastarfi ráðsins, s.s. greiningarvinnu og skrifum.
5. mar 2015
THS Ráðgjöf er nýr félagi í Viðskiptaráði Íslands. THS Ráðgjöf sérhæfir sig í markaðsáætlun, stefnu- og markaðsmótun, alþjóðaviðskiptum og viðskiptaáætlunum. Fyrirtækið er stofnað árið 2010 og hefur frá ársbyrjun 2014 sérhæft sig í ráðgjafaþjónustu.
3. mar 2015
Viðskiptaþing 2015 fór fram fimmtudaginn 12. febrúar fyrir fullu húsi gesta undir yfirskriftinni „Tölvan segir nei: Hvernig má innleiða breytingar hjá hinu opinbera?“ Fullt hús gesta var á þinginu og um 420 manns mættu til að hlusta á áhugaverð erindi ræðumanna.
27. feb 2015
Á Viðskiptaþingi 2015 var sýnt myndband sem fjallar um meginskilaboð nýs rits sem Viðskiptaráð gaf út samhliða Viðskiptaþingi. Í ritinu „Hið opinbera: tími til breytinga“ er lögð fram heildstæð sýn ráðsins á hlutverk, rekstur og fjármögnun hins opinbera.
27. feb 2015
Á Viðskiptaþingi sem fram fór 12. febrúar sl. var tekið á tveimur meginviðfangsefnum, umbótum hjá hinu opinbera annars vegar og innleiðingu breytinga hins vegar. Daniel Cable, prófessor við LBS og aðalræðumaður þingsins, flutti erindi um hvernig breyta má venjum fólks frá sálfræðilegu sjónarhorni.
25. feb 2015
Um 450 manns mættu á árlegt Viðskiptaþing Viðskiptaráðs Íslands sem haldið var á Hilton Reykjavík Nordica og var fullt út úr dyrum. Yfirskrift þingsins var <em><em>„Tölvan segir nei: Hvernig má innleiða breytingar hjá hinu opinbera?“
13. feb 2015
Í ræðu sinni á Viðskiptaþingi, sem nú stendur yfir á Hilton Reykjavík Nordica, sagði Sigrún Ragna Ólafsdóttir, varaformaður Viðskiptaráðs og forstjóri VÍS, að hið opinbera stæði á krossgötum og nú væri tími til breytinga.
12. feb 2015
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, fjallaði á Viðskiptaþingi, sem nú stendur yfir, um áskoranir sem hið opinbera stendur frammi fyrir. Sagði hann kröfur samfélagsins um aukna opinbera þjónustu koma til með að aukast á næstu áratugum.
12. feb 2015
Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, fjallaði í erindi sínu á Viðskiptaþingi, sem nú stendur yfir, um það hvað hið opinbera og einkageirinn eiga sameiginlegt, og hvað sé ólíkt á milli þeirra.
12. feb 2015
Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs, sagði í ávarpi sínu á Viðskiptaþingi, sem nú stendur yfir, að spurningin „hvernig má innleiða breytingar hjá hinu opinbera?“ snerti alla í íslensku samfélagi.
12. feb 2015
Á árlegu Viðskiptaþingi, sem fram fer núna á Hilton Reykjavík Nordica, voru veittir námsstyrkir úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands. Ríflega 70 styrkumsóknir bárust í ár, sem er metfjöldi í sögu sjóðsins.
12. feb 2015
Margt var um manninn á árlegu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs sem haldið var í dag á Hilton Reykjavík Nordica. Tæplega 450 manns mættu á þingið og var fullt út úr dyrum. Yfirskrift þingsins þetta árið er „Tölvan segir nei: Hvernig má innleiða breytingar hjá hinu opinbera?“
12. feb 2015
Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, fjallaði á Viðskiptaþingi, sem nú stendur yfir, um góða reynslu sína af sameiningu stofnana. Hann sagði aðdraganda sameininga skattstjóraembættanna hafa verið mjög stuttan.
12. feb 2015
Viðskiptaráð fagnar umsögn meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um endurskoðun á áfengislöggjöfinni. Þar kemur fram að rétt sé endurskoða áfengislöggjöfina hér á landi. Ráðið tekur undir þau sjónarmið sem þar koma fram um að hlutverk ríkisins sé ekki að reka verslanir, hvort heldur með ...
5. feb 2015
Í kjölfar ákvörðunar stjórnenda Promens að færa höfuðstöðvar félagsins úr landi vaknaði umræða um skaðsemi gjaldeyrishafta upp á ný. Viðskiptaráð hefur í málefnastarfi sínu lagt áherslu þau vandkvæði sem tilvist haftanna skapa fyrirtækjum í alþjóðlegum rekstri.
5. feb 2015
Laugardaginn 31. janúar voru 184 kandídatar brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík. 132 nemandi lauk grunnnámi og 51 meistara- eða doktorsnámi. Í tilefni brautskráningarinnar hélt Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs, hátíðarræðu þar sem hann fjallaði m.a. um vaxandi framlag skólans til ...
2. feb 2015
Nýherji hf. hefur hlotið viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum eftir að hafa undirgengist úttekt á starfsháttum stjórnar og stjórnenda fyrirtækisins. Íslenskum fyrirtækjum hefur staðið til boða að undirgangast slíka úttekt frá árinu 2011.
2. feb 2015
Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, ræddi málefni sveitarfélaga í Viðskiptablaðinu þann 29. janúar. Þar kemur meðal annars fram að tekjur þeirra sem hlutfall af landsframleiðslu hafi aukist um 67% frá árinu 1990.
30. jan 2015
Enn bætist í félagatal Viðskiptaráðs og hafa CATO lögmenn nú gerst aðilar að ráðinu. CATO lögmenn bjóða upp á alhliða lögfræðiþjónustu og hafa mikla reynslu af þjónustu við innlend og alþjóðleg fyrirtæki og öllu sem viðkemur rekstri þeirra.
28. jan 2015
Í viðtali í Morgunblaðinu ræddi Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, þær miklu áskoranir sem framundan eru í íslensku efnahagslífi. Frosti sagði efnahagsstöðugleikann brothættan og að aflétta þurfi gjaldeyrishöftum, ná stöðugleika á vinnumarkaði og taka á rekstri hins opinbera.
22. jan 2015
Á nýju ári hefur bæst í félagatal Viðskiptaráðs og hefur CP Reykjavík gerst aðili að ráðinu. CP Reykjavík er þjónustufyrirtæki sem skipuleggur viðburði, ferðir og ráðstefnur fyrir innlenda og erlenda aðila.
22. jan 2015
Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs , var gestur í Bítinu í morgun og ræddi um skattkerfið á Íslandi. Í viðtalinu kom fram að tekjur hins opinbera skiptist í skatta á vinnu, neyslu og fjármagn.
20. jan 2015
Dagskrá Viðskiptaþings 2015 hefur verið birt en í ár ber þingið heitið „Tölvan segir nei: Hvernig má innleiða breytingar hjá hinu opinbera?“
19. jan 2015
Árlegur Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins fór fram fyrir fullu húsi á Grand Hóteli Reykjavík í dag. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fór í opnunarerindi sínu yfir þær breytingar sem hafa orðið í tíð núverandi ríkisstjórnar.
13. jan 2015
Umsóknarfrestur um námsstyrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands (MVÍ) er nú liðinn. Rúmlega 70 umsóknir bárust frá íslenskum námsmönnum í framhaldsnámi í 12 löndum víðsvegar um heiminn.
6. jan 2015